Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Page 33
6.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
* Ég trúi því að hjartsláttur hvers manns sétakmarkaður. Ég ætla ekki að eyða mínumslögum að óþörfu.
Neil Armstrong
GAMLA GRÆJAN
„Áttu hlaupaskó? Þú mátt búast við því að nágrann-
inn banki uppá hjá þér og spyrji að þessu þegar
hann fréttir af nýja SHARP vídeotækinu þínu. Það
er mikið kapphlaup um nýju SHARP VC-384 N víd-
eótækin okkar enda eru þau núna á spreng-
hlægilegu tilboðsverði: Kr. 37,755.- stgr.“
Svohljóðandi auglýsing frá versluninni Hljómbæ á
Hverfisgötu birtist í Morgunblaðinu fyrir réttum
þrjátíu árum. Yfirskriftin var: Einn, tveir og Sharp!
„Ef þetta er ekki gott tilboð, hvað er þá gott til-
boð,“ sagði ennfremur í auglýsingunni, en fram
kom að þetta kostatæki væri í senn dolby, fram-
hlaðið, tveggja rása og VHS. Á þessum tíma var
þegar farið að halla undan fæti hjá keppinautnum,
Betamax.
Eftirskriftin í auglýsingunni var á þessa leið:
„Skóna færðu kannski aldrei aftur en mundu að
láta hann skila spólunni!!!“
Einn, tveir og Sharp!
Flash auglýsingar gætu heyrt
sögunni til en Google hefur
lokað á slíkar auglýsingar í
netvafra sínum Google
Chrome. Auglýsingar færast
því yfir í HTML5.
Endalok Flash?
Þann 8. júlí árið 2011 skaut Geim-
ferðastofnun Bandaríkjanna,
NASA, á loft í síðasta sinn svo-
kallaðri geimferju sinni. Það var
geimferjan Atlantis sem skotið var
á loft og fór með bæði vistir og
geimfara til Alþjóðlegu geimstöðv-
arinnar.
Geimferðir eru bæði hættulegar
og dýrar og eftir að hafa misst
geimferjurnar Columbia og Chal-
lenger ákvað NASA að nóg væri
komið af gömlum og dýrum verk-
efnum með geimferjum sínum,
sem flugu fyrst árið 1981. Fram-
tíðin er að sögn NASA í nýjum
eldflaugum og kerfum sem jafnvel
muni koma mönnuðu geimfari til
Mars.
Allt frá því NASA lagði geim-
ferjunni hefur stofnunin unnið að
þróun og hönnun nýrra eldflauga
og nefnist verkefnið SLS eða
Space Launch System. Áætlar
NASA að fyrsta geimskot í þessu
nýja kerfi verði farið árið 2018.
Þróun verkefnisins gengur vel
en nýlega gerðu verkfræðingar
NASA prófun á RS-25 vélinni sem
keyra á áfram nýjar geimflaugar
NASA. Krafturinn er gífurlegur í
þessari nýju vél en hitinn frá
henni nær 3300 gráðum á celsius.
Steve Wofford, yfirmaður verk-
fræðisviðs NASA í Marshall Space
Flight Center í Huntsville, Ala-
bama, segir prófanir á RS-25 hafa
gengið mjög vel. „Við keyrðum
vélina í 535 sekúndur í síðustu
prófun hjá okkur og allt gekk að
óskum. Hér er örugglega um eina
bestu vél til geimferða að ræða en
við höfum mikla reynslu af notkun
hennar m.a. í geimferjunum.“
Leiðin til Mars
Þrátt fyrir að mannaðar geimferð-
ir til Mars séu ekki að næsta leiti
er ekki ólíklegt að notast verði við
RS-25 til að skjóta geimförum á
átt til plánetunnar rauðu.
Buzz Aldrin, einn þeirra geim-
fara sem fyrstir stigu á tunglið,
hefur komið á fót Buzz Aldrin
Space Institute, sem hefur það
m.a. á stefnuskrá sinni að koma
mönnum Mars.
Að sögn Aldrin eru miklir
möguleikar fólgnir í SLS verkefn-
inu og vonast hann til þess að það
verði til að koma mönnum til
Mars.
NASA hefur ekki getað skotið upp geimförum síðan stofnunin tók úr um-
ferð og lagði gömu geimferjunum sínum.
Prófanir NASA
ganga vel
NASA GERIR TILRAUNIR Á RS-25 VÉL SINNI FYRIR NÝTT SLS
VERKEFNI STOFNUNARINNAR. SLS Á AÐ TAKA VIÐ GÖMLU
GEIMFERJUNUM EN NASA TÓK ÞÆR ÚR UMFERÐ ÁRIÐ 2011.
Nýja
haustlínan
er komin í verslanir
Sölustaðir:
Hagkaup • Debenhams • Intersport • Jói Útherji • Herrahúsið • Karlmenn • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar
Bjarg – Akranesi • Pex – Reyðarfirði og Neskaupsstað • Joe´s – Akureyri • Axeló – Vestmannaeyjum
Sportbær Skóbúð – Selfossi • Hafnarbúðin – Ísafirði • Kaupfélag Skagfirðinga • Siglósport – Siglufirði
K-Sport – Keflavík • Verslunin Tákn – Húsavík • Barón – Selfossi • Sentrum – Egilsstöðum
Blómsturvellir – Hellissandi • Verslun Bjarna Eiríkssonar – Ísafirði • Efnalaug Dóru – Höfn
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is
Sjónvarpsþáttaunnendur ættu að gleðjast yfir nýj-
ustu fréttum frá Hulu en sjónvarpsþáttaveitan hef-
ur tekið þá ákvörðun að gera notendum sínum
mögulegt að horfa á heilan sjónvarpsþátt án auglýs-
inga.
Hingað til hafa notendur Hulu þurft að sætta sig
við auglýsingahlé en núna geta þeir sem vilja horfa
ótruflað á sína uppáhaldsþætti gert það fyrir væga
þóknun.
„Það má skipta fólki í tvo hópa. Annars vegar þá
sem sætta sig við auglýsingar og geta vel lifað með
þeim og svo hinum sem alls ekki geta horft á sjón-
varpsefni sem rofið er reglulega með auglýsingum.
Við vorum að missa þá notendur sem ekki vilja
horfa á auglýsingar og þess vegna erum við að
bjóða upp á 12 dollara mánaðaráskrift fyrir þá sem
vilja horfa á efni frá okkur ótruflað,“ sagði Mike
Hopkins, framkvæmdastjóri hjá Hulu, í viðtali við
The New York Times.
Hulu er í eigu stóru sjónvarps- og kvikmynda-
framleiðendanna Walt Disney, 21st Century Fox
og Comcast en það hefur verið markmið allra
þessa fyrirtækja að skapa vettvang þar sem int-
ernetnotendur geta horft á sjónvarpsefni á netinu á
þægilegan hátt án þess að hlaða niður efni ólöglega.
BORGAÐ FYRIR AUGLÝSINGALEYSI
Engar auglýsingar á Hulu
Notendur netveitunnar Hulu geta komist hjá því að horfa
á auglýsingar ef þeir eru tilbúnir að borga.