Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2015, Blaðsíða 33
6.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 * Ég trúi því að hjartsláttur hvers manns sétakmarkaður. Ég ætla ekki að eyða mínumslögum að óþörfu. Neil Armstrong GAMLA GRÆJAN „Áttu hlaupaskó? Þú mátt búast við því að nágrann- inn banki uppá hjá þér og spyrji að þessu þegar hann fréttir af nýja SHARP vídeotækinu þínu. Það er mikið kapphlaup um nýju SHARP VC-384 N víd- eótækin okkar enda eru þau núna á spreng- hlægilegu tilboðsverði: Kr. 37,755.- stgr.“ Svohljóðandi auglýsing frá versluninni Hljómbæ á Hverfisgötu birtist í Morgunblaðinu fyrir réttum þrjátíu árum. Yfirskriftin var: Einn, tveir og Sharp! „Ef þetta er ekki gott tilboð, hvað er þá gott til- boð,“ sagði ennfremur í auglýsingunni, en fram kom að þetta kostatæki væri í senn dolby, fram- hlaðið, tveggja rása og VHS. Á þessum tíma var þegar farið að halla undan fæti hjá keppinautnum, Betamax. Eftirskriftin í auglýsingunni var á þessa leið: „Skóna færðu kannski aldrei aftur en mundu að láta hann skila spólunni!!!“ Einn, tveir og Sharp! Flash auglýsingar gætu heyrt sögunni til en Google hefur lokað á slíkar auglýsingar í netvafra sínum Google Chrome. Auglýsingar færast því yfir í HTML5. Endalok Flash? Þann 8. júlí árið 2011 skaut Geim- ferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, á loft í síðasta sinn svo- kallaðri geimferju sinni. Það var geimferjan Atlantis sem skotið var á loft og fór með bæði vistir og geimfara til Alþjóðlegu geimstöðv- arinnar. Geimferðir eru bæði hættulegar og dýrar og eftir að hafa misst geimferjurnar Columbia og Chal- lenger ákvað NASA að nóg væri komið af gömlum og dýrum verk- efnum með geimferjum sínum, sem flugu fyrst árið 1981. Fram- tíðin er að sögn NASA í nýjum eldflaugum og kerfum sem jafnvel muni koma mönnuðu geimfari til Mars. Allt frá því NASA lagði geim- ferjunni hefur stofnunin unnið að þróun og hönnun nýrra eldflauga og nefnist verkefnið SLS eða Space Launch System. Áætlar NASA að fyrsta geimskot í þessu nýja kerfi verði farið árið 2018. Þróun verkefnisins gengur vel en nýlega gerðu verkfræðingar NASA prófun á RS-25 vélinni sem keyra á áfram nýjar geimflaugar NASA. Krafturinn er gífurlegur í þessari nýju vél en hitinn frá henni nær 3300 gráðum á celsius. Steve Wofford, yfirmaður verk- fræðisviðs NASA í Marshall Space Flight Center í Huntsville, Ala- bama, segir prófanir á RS-25 hafa gengið mjög vel. „Við keyrðum vélina í 535 sekúndur í síðustu prófun hjá okkur og allt gekk að óskum. Hér er örugglega um eina bestu vél til geimferða að ræða en við höfum mikla reynslu af notkun hennar m.a. í geimferjunum.“ Leiðin til Mars Þrátt fyrir að mannaðar geimferð- ir til Mars séu ekki að næsta leiti er ekki ólíklegt að notast verði við RS-25 til að skjóta geimförum á átt til plánetunnar rauðu. Buzz Aldrin, einn þeirra geim- fara sem fyrstir stigu á tunglið, hefur komið á fót Buzz Aldrin Space Institute, sem hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að koma mönnum Mars. Að sögn Aldrin eru miklir möguleikar fólgnir í SLS verkefn- inu og vonast hann til þess að það verði til að koma mönnum til Mars. NASA hefur ekki getað skotið upp geimförum síðan stofnunin tók úr um- ferð og lagði gömu geimferjunum sínum. Prófanir NASA ganga vel NASA GERIR TILRAUNIR Á RS-25 VÉL SINNI FYRIR NÝTT SLS VERKEFNI STOFNUNARINNAR. SLS Á AÐ TAKA VIÐ GÖMLU GEIMFERJUNUM EN NASA TÓK ÞÆR ÚR UMFERÐ ÁRIÐ 2011. Nýja haustlínan er komin í verslanir Sölustaðir: Hagkaup • Debenhams • Intersport • Jói Útherji • Herrahúsið • Karlmenn • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar Bjarg – Akranesi • Pex – Reyðarfirði og Neskaupsstað • Joe´s – Akureyri • Axeló – Vestmannaeyjum Sportbær Skóbúð – Selfossi • Hafnarbúðin – Ísafirði • Kaupfélag Skagfirðinga • Siglósport – Siglufirði K-Sport – Keflavík • Verslunin Tákn – Húsavík • Barón – Selfossi • Sentrum – Egilsstöðum Blómsturvellir – Hellissandi • Verslun Bjarna Eiríkssonar – Ísafirði • Efnalaug Dóru – Höfn Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is Sjónvarpsþáttaunnendur ættu að gleðjast yfir nýj- ustu fréttum frá Hulu en sjónvarpsþáttaveitan hef- ur tekið þá ákvörðun að gera notendum sínum mögulegt að horfa á heilan sjónvarpsþátt án auglýs- inga. Hingað til hafa notendur Hulu þurft að sætta sig við auglýsingahlé en núna geta þeir sem vilja horfa ótruflað á sína uppáhaldsþætti gert það fyrir væga þóknun. „Það má skipta fólki í tvo hópa. Annars vegar þá sem sætta sig við auglýsingar og geta vel lifað með þeim og svo hinum sem alls ekki geta horft á sjón- varpsefni sem rofið er reglulega með auglýsingum. Við vorum að missa þá notendur sem ekki vilja horfa á auglýsingar og þess vegna erum við að bjóða upp á 12 dollara mánaðaráskrift fyrir þá sem vilja horfa á efni frá okkur ótruflað,“ sagði Mike Hopkins, framkvæmdastjóri hjá Hulu, í viðtali við The New York Times. Hulu er í eigu stóru sjónvarps- og kvikmynda- framleiðendanna Walt Disney, 21st Century Fox og Comcast en það hefur verið markmið allra þessa fyrirtækja að skapa vettvang þar sem int- ernetnotendur geta horft á sjónvarpsefni á netinu á þægilegan hátt án þess að hlaða niður efni ólöglega. BORGAÐ FYRIR AUGLÝSINGALEYSI Engar auglýsingar á Hulu Notendur netveitunnar Hulu geta komist hjá því að horfa á auglýsingar ef þeir eru tilbúnir að borga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.