Iðjuþjálfinn - 01.05.2005, Page 22
22 – IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2005
reglulega. Vefurinn sem þrýstist
saman milli sætis og setbeina
verður fyrir miklum þrýstingi ef
sætið er flatt. Til að draga úr þrýst-
ingnum þarf sætið að vera formað
að líkamanum með "dæld" undir
setbeinum og oft einnig formað
fram undir lærin (Engström, 2003).
Formskorin sessa getur bætt stöðug-
leika og komið í veg fyrir núning milli
beina og húðar. Hún getur einnig
skorðað þann sem situr á henni svo
"vel" að hún hamli hreyfingum. Sess-
urnar eru úr mismunandi efnum, oft
með stífum grunni og mýkra yfirlagi,
eða úr efnum með eiginleika sem
dreifa þrýstingi. Mikilvægt er að huga
að hvernig efnið leiðir hita og safnar
raka. Engin ein sessa hentar öllum eða
leysir öll vandamál. Mikilvægt er að
þarfagreina og síðan að leita lausna út
frá þeim eiginleikum sem bjóðast.
Áhrif og eiginleikar mismunandi
efna
Svampsessur eru fyrst og fremst
mjúkt undirlag til að auka þægindi og
vellíðan. Þær eru oftast ekki form-
skornar, úr millistífum svampi eða
svampi með stífara undirlagi og mýkra
efra lagi. Einnig eru til svampsessur
sem mótast eftir þeim sem á þeim situr
og dreifa þyngdinni. Samheitið þrýsti-
jöfnunarsvampur er oftast notað yfir
þennan svamp, sem er frá mörgum
framleiðendum og er misstífur. Stífleiki
og þyngd svamps í sessunni er m.a. val-
ið út frá þyngd notandans. Þykkt
sessunnar hefur áhrif á hversu vel hún
dreifir þrýstingi, þannig að gæðin
batna með aukinni þykkt. Séu svamp-
sessur skornar í teninga eykur það loft-
streymi um þær og minnkar mótþrýst-
ing. Svampsessur eiga það sameigin-
legt að þær eru oftast léttar og með-
færilegar.
Sessur úr efnum sem dreifa þrýst-
ingi eru oft formskornar, lagaðar að
líkamanum, þannig að þrýstingur
dreifist á stærri flöt. Þetta geta verið
sessur úr þrýstijöfnunarsvampi, gel-
eða loftpúðar. Sessurnar eru oft með
nokkuð stífu formuðu undirlagi og
mýkra efni ofan á sem formast eftir lík-
amanum þegar setið er. Þetta eru sess-
ur sem henta einstaklingum sem sitja
þungt, lengi í einu og/eða eru í sára-
hættu.
Gel er þétt efni sem mótast þegar
setið er á því, þrýstir á móti og dregur
því ekki mjög vel úr þrýstingi. Mikil-
vægt er því að „hrista gelsessur til“
reglulega. Gelsessur eru einnig fremur
þungar sem getur verið ókostur. Efnið
„viscous fluid“ sem er skylt geli hefur
fleiri jákvæðar hliðar. Það er léttara,
það leitar ekki aftur í upprunalega
stöðu (hefur ekki minni) og þrýstir því
ekki eins á móti (Hendriksen, 2003).
Hiti og kuldi hafa áhrif á gelefnin,
þannig að þau verða mjög hörð í kulda
og mjög lin í hita.
Uppblásnar sessur þarf að stilla ná-
kvæmlega, þannig að þrýstingur verði
hæfilegur fyrir notandann. Leiðbein-
ingar um hvað er hæfilegur þrýstingur
og hvernig á að stilla hann fylgja sess-
unni. Ekki er nóg að gera þetta einu
sinni, heldur þarf stöðugt að fylgjast
með því að réttur þrýstingur haldist.
Loftsessur dreifa þrýstingi vel séu þær
rétt stilltar og vinna þannig á móti
þrýsti- og núningsskaða á húð. Þær eru
léttar og meðfærilegar fyrir þá sem
kunna að stilla þær.
Einnig þarf að huga eiginleikum
áklæðisins sem þarf fyrst og fremst að
gefa vel eftir til að eiginleikar sessunn-
ar nýtist. Aðrir eiginleikar eins og
hvernig loftar um efnið, hvort það
safnar raka eða er gegndræpt eru
einnig miklivægir. Hvernig yfirborðið
er, „hált“ og auðveldar hreyfingu eða
"stamt" og skorðar einstaklinginn. Að
lokum þarf að vera auðvelt að þrífa
áklæðið.
Í lauslegri könnun sem greinarhöf-
undur og Oddrún Lilja Birgisdóttir
iðjuþjálfi gerðu meðal nokkura iðju-
þjálfa og starfsfólks hjá Miðstöð
heimahjúkrunar kemur fram, að
hvergi er um markvissa greiningu
þrýstisára að ræða. Byggt á reynslu
til að meta aðstæður og greina
áhættuþætti. Greinilegt er að margt
gott er gert nú þegar til að fyrir-
byggja og veita viðeigandi meðferð í
tengslum við sárahættu eða til að
græða sár. Helst virtist okkur vera
skortur á markvissari vinnubrögðum
og samhæfðari aðgerðum t.d. milli fag-
hópa. Hvort vandamálið er stórt eða
lítið er afstætt, hvert þrýstisár kostar
þjóðfélagið háar fjárhæðir og einstak-
linginn ómælda þjáningu og óþægindi.
Stöðug fræðsla og að vera vakandi
fyrir vandamálinu dregur úr þrýstisár-
um samanber minnkun sára um nær
helming á Borgundarhólmi milli ár-
anna 2001 og 2002 við fræðsluátak og
aukna meðvitund.
Heimildaskrá
Baldur Tumi Baldursson (2004, 21 október).
Margir þjást af illlæknanlegum sárum.
Fréttablaðið.
Brynja Björnsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir og
Þóra Þ. Guðjónsdóttir (1997). Mælitæki
til að meta áhættu fyrir þrýstingssára-
myndun. Óbirt efni. Háskóli Íslands.
Námsbraut í Hjúkrunarfræði.
Engström, B. (2003). Tryksår - medicinske
aspekter. Í Dreier, H. Trykksårsfore-
byggelse i den siddende stilling. (bls. 33-
54) Esbjerg: Hjælpemiddelinstituttet.
Hendriksen, M (2003) Madrasser og Puder.
Hjelpemiddlet, nr.1, 27-29. Köbenhavn
Hjelpemiddelinstituttets forlag.
Jörgensen, B. (2003). Tryksår - medicinske
aspekter. Í Dreier, H. Trykksårsfore-
byggelse i den siddende stilling. (bls 9-
22) Esbjerg: Hjælpemiddelinstituttet.
Kjeldsen, S. (1999). Færre tryksår med
computerprogram. Sygeplejersken 1999;
52, bls 4-9
Nilsson, J. (2004). Vad kostar ryggmargsska-
dades stittsår. Sótt 4. nóvember frá
www.hi.se/butik/pdf
Schoonhover, L Haalboom JRE, Bousema MT
et al. Prospective cohort study of routine
use of risk assessment scles for prediction
of uncers. British Medical Journal 2002;
325: 797-712.
Flestar heimildir benda á að mikilvægast í bar-
áttunni við þrýstisár er að þekkja vandmálið,
vera vakandi fyrir því og að kunna skil á fyrir-
byggjandi aðgerðum.
Greinilegt er að margt gott er gert
nú þegar til að fyrirbyggja og veita
viðeigandi meðferð í tengslum við
sárahættu eða til að græða sár.