Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Side 3

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Side 3
3 2 ára meistaranám eða 1 árs diplómanám Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum MS „Námið er vel skipulagt og sam- þætting milli námslota einstaklega góð. Töluverður sveigjanleiki er við val á verkefnatengdum við- fangsefnum og því gefst nemendum gott tækifæri til að tengja efni námsins við eigin áherslu og áhugasvið.“ Sólrún Óladóttir, iðjuþjálfi og M.S. í heilbrigðisvísindum Háskólinn á Akureyri býður upp á þverfaglegt diplóma- (45 ein.) og meistaranám (120 ein.) í heilbrigðisvísindum sem miðar að því að því að fólk geti stundað nám með vinnu. unak.is Áherslusviðin eru: Almennt svið Geðheilbrigði Krabbamein og líknarmeðferð Langvinn veikindi og lífsglíman Sálræn áföll, ofbeldi og áfallastreita Öldrun og heilbrigði í íslensku samfélagi Þjónandi forysta, stjórnun og ígrundun Kæru lesendur Þá lítur blaðið okkar dagsins ljós og sem fyrr stefndum við á fjölbreytni og leituðum víða fanga til að fá efni í blaðið. Eins og undanfarin ár samanstendur ritnefnd af iðjuþjálfum héðan og þaðan af landinu og netmiðlar þar af leiðandi mikið notaðir til samskipta. Í ár er blaðið okkar með vænsta móti og fögnum við dugnaði iðjuþjálfa við að skrifa í blaðið sitt. Efnið að þessu sinni kemur víða að og áhugavert að sjá hvernig það endurspeglar fjölbreyttan starfsvettvang iðjuþjálfa. Meðal efnis í blaðinu er vegleg umfjöllun iðjuþjálfa á LSH og ýtarleg fagleg samantekt á starfsvettvangi þeirra. Einnig fær rödd notenda þjónustu iðjuþjálfa og nemenda í faginu sinn sess í blaðinu að ógleymdum kynningum á nýjum og spennandi verkefnum víða um land. Síðast en ekki síst er ánægjulegt að heyra frá íslenskum iðjuþjálfum sem eru búsettir og starfa erlendis. Margt hefur gerst á þessu starfsári og samþykktar voru á síðasta aðalfundi breytingar á fyrirkomulagi ritnefndar sem meðal annars fela í sér ráðningu ritstjóra í hlutastarf. Þessar breytingar verða komnar til framkvæmda á næsta starfsári. Ritnefndin vill færa bestu þakkir til þeirra sem sendu okkur greinar, tóku þátt í ljósmyndasamkeppninni og öðrum sem komu að útgáfu blaðsins með einhverjum hætti. Góðar stundir og óskir um gleðilegt sumar. Ritnefnd Iðjuþjálfans Stjórn IÞÍ Ósk Sigurðardóttir formaður Berglind Indriðadóttir varaformaður Sigríður Pétursdóttir gjaldkeri Hólmdís Freyja Methúsalemsd. ritari Anna Alexandersdóttir meðstjórnandi Sigurbjörg Hannesdóttir varamaður Sunna Kristinsdóttir varamaður Umsjón félagaskrár Þjónustuskrifstofa SIGL Ritnefnd (ritnefnd.ii@sigl.is) Erla Alfreðsdóttir Inga Guðrún Sveinsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Linda Björk Ólafsdóttir Maren Ósk Sveinbjörnsdóttir Ritstjóri Erla Alfreðsdóttir Prófarkalesari Gunnar Skarphéðinsson Forsíðumynd Gunnhildur Gísladóttir Umbrot Emil Hreiðar Björnsson, Grafíker ehf. Prentun Prenttækni Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta og færa til betri vegar. Vitna má í texta blaðsins ef heimildar er getið. Efnisyfirlit Pistill formanns .....................................4 Viðtal við Valerie ...................................6 Útskriftarárgangur iðjuþjálfa frá HA 2013 ...........................................8 Íslenskur iðjuþjálfi í Svíþjóð ............. 11 Iðjuþjálfun í Geðendurhæfingu á LSH á Kleppi ................................... 13 Búsetudeild Akureyrarbæjar ............. 15 Endurhæfing aldraðra við athafnir daglegs lífs ............................ 20 Viðtal við Antoníu Maríu Gestsdóttur sem er búsett í Danmörk .................. 22 Saga skjólstæðings .............................. 23 Fagráð iðjuþjálfunar á Landspítala .. 24 Þjónustuyfirlit sem grundvöllur gæðaþróunar innan iðjuþjálfunar ..... 26 Iðjuþjálfun á bráðadeildum Landspítala .......................................... 34 Iðjuþjálfun á Landakoti .................... 35 Vinnusmiðjur iðjuþjálfa LSH ........... 37 Skammtímavistun Akureyri .............. 42 Dagbókarfærsla við lok fjórða vettvangsnáms ..................................... 44 Ágrip útskriftarnema ........................ 47 Umfjöllun um siðareglur ................... 50

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.