Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Síða 7
7
fer eftir því hverjir eru að kenna og hvað
þjóðfélagið vill, það hefur auðvita áhrif
á námið hvaða kröfur eru gerðar til
iðjuþjálfa. Þetta er stærra dæmi úti. Nám
eins og sjúkraþjálfun, talmeinafræði og
iðjuþjálfun er erfitt að komast inn í, það
er mjög eftirsóknarvert og það er sía,
þannig að það eru bara teknir inn þeir
sem eru með hæstu
einkunnirnar. Annar
munur er líka sá,
sem ég var svo hissa
á þegar ég byrjaði
að kenna hér, hvað
það voru margir með
fjölskyldu. Það var
mjög sjaldan að fólk
væri með börn eða
fjölskyldu í námi úti.
Almennt var þetta fólk sem bjó annað
hvort eitt eða ennþá í foreldrahúsum.
Hvernig upplifun var það fyrir þig
að koma hingað til Íslands og fara
að starfa hér sem iðjuþjálfi?
Þetta var mjög erfitt, aðallega út af
tungumálinu. Það er mikil fötlun að
skilja ekkert og geta ekki tjáð sig. Ég
hugsaði oft hvað er ég að gera hér?
Nýbúin að útskrifast og finnst gaman að
vinna en er allt í einu komin í allt annað
hlutverk af því þú bara getur ekki tjáð
þig. En núna þegar ég lít til baka þá var
þetta mjög lærdómsríkt ferli en ég myndi
samt ekki vilja fara í gegnum þetta aftur.
Ég fékk ágætis ráð frá Hope Knútsson,
fyrrum formanni Iðjuþjálfafélagsins.
Ég man alltaf að hún sagði við mig
„Valerie, ekki vera upptekin af því að
tala rétt, þá segir þú ekkert, þá muntu
aldrei tala. Bara tala og fólk veit hvað
þú ert að meina, það er alveg nóg” og
ég hef alltaf reynt að hugsa um þetta.
En þetta var erfitt og ég held að allir
sem hafa gert þetta geta sett sig í spor
mín, því þú hefur kunnáttu og þekkingu
en þú hefur ekki þetta tungumál til að
miðla áfram. Og kannski var ég heppin
að lenda hér hjá Sjálfsbjörgu sem eru
félagasamtök sem hafa mjög mikinn
skilning á fjölbreytileika, að allir eru
ekki eins, og fólk er með mismunandi
fatlanir. Þannig að það er tekið mjög
mikið tillit til mín og mér gefið tækifæri.
Komum aftur að því að þú ert
að kenna erlendis með Guðrúnu
Árnadóttur, getur þú sagt okkur
aðeins meira frá því?
Guðrún Árnadóttir starfar á Grensás-
deild LSH og er dósent við Háskóla
Íslands. Hún er höfundur A-ONE
matstækisins (Árnadóttir OT-ADL
Neurobehavioral Evaluation). Ég var
svo heppin að ég fékk tækifæri til að
þjálfa mig upp sem A-ONE þjálfari hjá
Guðrúnu. Hún bauð mér að taka þátt
og ég útskrifaðist sem þjálfari. Guðrún
leggur aðaláherslu á það núna að við
þjálfum upp þjálfara í mismunandi
löndum sem hafa
áhuga á A-ONE til
að taka við þessu
námskeiði. Það er
verið að þjálfa fjóra
iðjuþjálfa í Japan og
við förum alltaf til
Japans einu sinni á
ári, erum búnar að
fara nokkrar ferð ir
og þeir eru að fara í
gegnum þjálfunarprógramm þar, sem
þýðir að þeir kenna meira og meira. Þeir
eru að þýða efnið allt yfir á japönsku og
sumar glærur eru farnar að vera bæði
á japönsku og ensku. Þeir fá ákveðin
verkefni til að fara í gegnum og þegar
þeir eru orðnir færir þá verður námskeið
reglulega í boði á japönsku í Japan með
japönskum A-ONE þjálfurum. Þetta
er mjög öflugur hópur sem hefur líka
A-ONE „study group“ á bak við sig
sem saman stendur af sérfræðingum,
m.a. á sviði iðjuþjálfunar. Það eru mjög
margir þjálfarar þarna, ég held það séu
fimm eða sjö þúsund iðjuþjálfanemar
að útskrifast á hverju ári í Japan. Það
eru mjög miklir peningar settir í þessar
fagstéttir af því að öldruðum fjölgar
mikið í samfélaginu. Við eigum von á
að þetta eigi eftir að blómstra þarna og
þá verða alla vega eitt til tvö námskeið á
ári þegar þetta er komið yfir á japönsku.
AMPS er mjög vel þekkt þar líka og
A-ONE er í raun að fara í þetta sama
ferli og var framkvæmt með AMPS.
Svo erum við líka á Ítalíu að þjálfa upp
A-ONE þjálfara og gengur vel, efnið
þar er allt þýtt yfir á ítölsku. Sennilega
dettur Suður Kórea inn í sumar. Við
fengum boð um að koma þangað í
heimsókn og vera með kynningu, þar
er einnig mjög öflug stétt iðjuþjálfa.
Guðrún er líka með fólk í Ameríku,
Hollandi og Danmörku sem er búið
að vera að kenna A-ONE í mörg ár.
Ég hef verið mjög ánægð með þetta
samstarf við Guðrúnu Árna því ég læri
mjög mikið og þetta er mjög spennandi.
Þetta er mikil vinna en það er gaman
þegar fólk getur staðlað matstækið í
sínu landi og þá fær þetta að blómstra.
Fólk verður að geta farið á námskeið á
sínu tungumáli. Vegna þessa kenni ég
lítið við HA núna því það er ekki hægt
að gera allt en ég hef alltaf gaman af
því að fara norður og halda tengingunni
við það starf.
En eins og ég sagði áðan er
aðalstarfið mitt hér hjá Sjálfsbjörgu
og það hefur þróast skemmtilega.
Iðjuþjálfar stjórna þessari einingu sem
kallast Þjónustumiðstöð. Aðaláherslan
er á heilsueflingu, fólk getur komið
hér, verið í rútínu og sótt þjónustu
sem það vill og búið áfram heima.
Hér getur það hitt iðjuþjálfa, hér er
boðið upp á einkatíma og lokaða
hópa sem iðjuþjálfar stýra, t.d. til að
efla félagsfærni. Einnig er boðið upp
á jógatíma (það eru fjórir jógahópar),
vatnsleikfimi, vinnu með mósaik og
fleira sem eflir heilsuna. Hér eru fjórir
iðjuþjálfar og fjórir aðstoðarmenn
en svo eru keyptir inn verktakar eins
og jógakennarar, sjúkraþjálfarar og
tónlistarkennarar. Það eru um 60
manns sem nýta þjónustuna ,langflestir
hafa verið í endurhæfingu á Grensási
áður en þeir koma hingað. Þetta eru
einstaklingar sem búa úti í bæ og vilja
halda áfram að efla sig en ekki einangrast
heima og vera vanvirkir. Flestir koma
tvisvar til þrisvar í viku og hafa valið
sér einhver viðfangsefni af dagskránni
hvort sem það eru gönguhópar, lokaðir
hópar eða námskeið. Fólk fær heitan
mat í hádeginu og vill hafa aðgang að
fagfólki og stuðning. Þetta þarf; að hitta
aðra og ræða málin sem er mjög gott.
Vonandi kemur það í veg fyrir að fólk
lendi inn í bráðaþjónustunni, þegar það
fær að styrkjast úti í samfélaginu.
Hvernig sérðu fyrir þér framtíðina
hjá iðjuþjálfastéttinni?
Það er margt hægt að gera en þetta er
alltaf spurning um peninga. Iðjuþjálfar
eiga heima allstaðar í samfélaginu, ættu
að vera meira á hverri heilsugæslu og
kannski stýra fleiri þjónustuúrræðum.
Ég held að þessi áhersla á að það sem
þú gerir hefur áhrif á þína heilsu og
þessi þekking sem iðjuþjálfar búa yfir á
heilsu manna, skiptir svo miklu máli. Ég
myndi líka vilja sjá aukningu í þjónustu
iðjuþjálfa hjá öldruðum í nærþjónustu,
geta farið heim til fólks og stutt við að
fólk geti haldið heilsu heima og þurfi
ekkert að fara inn á stofnun. Það þarf
líka meiri þjálfun inn á stofnanir svo
fólk geti verið öflugt þar. Þetta er byrjað
en það þarf fleiri stöðugildi og ég held
að stéttin sé alveg tilbúin, það vantar
bara stöðugildin.
Ég hugsaði oft hvað er
ég að gera? Nýbúin að
útskrifast og finnst gaman
að vinna en svo ertu allt
í einu komin í allt annað
hlutverk af því þú bara
getur ekki tjáð þig.