Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Page 9
9
mun Kristín hefja störf við þjálf un barna
og vinna fyrir félagasamtök sem aðstoða
láglauna fjölskyldur í Singapúr. Kristín
hefur einnig sinnt stundakennslu við HA.
María Þórðardóttir hóf störf á
Fjórð ungs sjúkra húsinu og heilsu gæsl -
unni í Neskaupstað. Hún starfaði líka
á endurhæfingardeild FSA á Kristnesi,
Geðræktarmiðstöð Suðurnesja, Björg-
inni og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Einnig hefur María starfað á geðsviði
Reykjalundar og sem sviðsstjóri á
lungnasviði. Auk þess starfaði hún á
öldrunarstofnunum í Danmörku og
vinnur nú á sambýli fyrir ungt fólk
með þroskaskerðingar í Noregi. María
hefur lokið þverfaglegu diplómanámi
í geðheilsufræðum frá Danmörku
og stefnir á að ljúka meistaranámi í
heilbrigðisvísindum við HA í vor.
Helga Jóna Sigurðardóttir er búsett
í Garðabæ og hóf störf sem iðjuþjálfi á
barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL)
og starfar nú þar sem verkefnastjóri.
Helga Jóna er í meistaranámi í fjölskyldu-
meðferðarfræði við Endur menntun
HÍ. Hún er leiðbeinandi á námskeiðum
í Ljósinu sem er fyrir börn sem eiga
nákominn aðstandenda sem hafa greinst
með krabbamein.
Harpa Guðmundsdóttir hóf störf
hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á
Ísafirði. Árið 2006 tók hún þátt í að
stofna Geðræktarmiðstöðina Vesturafl
og var á árunum 2007-2011 að vinna á
báðum stöðum. Í dag vinnur hún alfarið
í Vesturafli og er í meistaranámi við HA í
heilbrigðisvísindum.
Kristjana Milla Snorra dóttir er
búsett á höfuðborgarsvæðinu og hóf
sinn feril hjá barna- og unglingageðdeild
LSH (BUGL). Þaðan flutti hún sig yfir í
Meðferðarteymi barna í Heilsugæslunni
í Grafarvogi. Sumarið 2009 tók hún við
sem framkvæmdarstjóri
hjá ferða skrifstofunni Vest-
ur ferðum á Ísa firði. Milla
er með meistaragráðu í
verkefnastjórnun (MPM)
og starfar í dag sem
gestamóttökustjóri á Ice-
landair hóteli Reykjavík
Natura.
Anna Guðný Guðmunds dóttir býr
á Akureyri. Anna Guðný hefur unnið
sem deildarstjóri á sambýli fyrir börn
og sem verkefnastjóri í Alþjóðahúsi
og Virk starfs endurhæfingar sjóði.
Hún hefur lokið diplóma námi í
Evrópufræðum og er með meistaragráðu
í alþjóðaviðskiptum og stjórnun. Hún
starfar í dag við verkefnastjórnun hjá
Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Alís Inga Freygarðsdóttir vann eftir
útskrift í skólavistun fyrir fötluð börn í
tæpt eitt og hálft ár og flutti sig svo yfir
á LSH þar sem hún sinnti endurhæfingu
krabbameinssjúkra. Árið 2009 útskrifað-
ist Alís úr eins árs hagnýtu námi í
hugrænni atferlismeðferð. Hún hefur frá
árinu 2012 verið búsett í Þýskalandi.
Jóhanna Líndal Jónsdóttir er búsett
á Akranesi. Hún hóf störf á Kleppi,
flutti sig svo yfir í Maríuhús og vinnur nú
sem iðjuþjálfi hjá Akraneskaupstað.
Kristín Guðmundsdóttir býr á Akur-
eyri og hóf störf sín á
LSH í Fossvogi, ásamt
því að starfa á Vitatorgi
sem er dagþjónusta fyr ir
einstaklinga með heila-
bilun. Í rúm tvö ár vann
Kris t ín á Reykjalundi
bæði á lungnasviði og
í atvinnulegri endur-
hæfingu. Árið 2007 flutti hún til
Akureyrar og hóf störf á Kristnesi og
starfar þar sem verkefnastjóri, auk þess
að sinna stundarkennslu við HA.
Jónína Guðrún Gunnarsdóttir býr í
Skagafirði. Eftir útskrift vann hún sem
ráðgjafi í málefnum fatlaðra í Skagafirði
og flutti sig svo yfir á Heilbrigðisstofnun
Sauðárskróks ásamt því að starfa sem
ráðgjafi hjá sveitarfélaginu Skagafirði.
Í dag starfar hún sem forstöðumaður
Námið við HA
undirbjó okkur vel
og kenndi okkur að
horfa á ákveðinn
hátt á lífið og
tilveruna.