Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Síða 10

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Síða 10
10 Iðju sem er dagþjónusta fyrir fatlað fólk í Skagafirði og er í fjarnámi í stjórnun frá Bifröst með vinnu. Dagný Þóra Baldursdóttir er búsett á Akureyri og sumarið eftir útskrift stýrði hún sumarúrræði fyrir fötluð börn hjá búsetudeild Akureyrarbæjar. Árið 2005 fór hún að vinna sem iðjuþjálfi og var með yfirumsjón með sérkennslumálum á leikskólanum Álfasteini. Í dag vinnur Dagný hjá Búsetudeild Akureyrarbæjar sem deildarstjóri í búsetuúrræði fyrir geðfatlaða, auk þess hefur hún sinnt stundarkennslu við HA. Bergþóra Guðrún Þorsteinsdóttir hóf störf á æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Hún fór svo að vinna á verkjasviði Reykjalundar en starfar nú hjá Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands. Þar sér hún um almenna afgreiðslu hjálpartækja ásamt því að sinna hjálpartækjamálum fyrir sérútbúnar bifreiðar fyrir fatlaða. Sandra Rún Björnsdóttir hóf störf í Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands. Árið 2011 flutti hún á Reykhóla og starfar nú á hjúkrunarheimilinu Barmahlíð og í Reykhólaskóla. Anna Kristrún Sigurpálsdóttir er búsett á Akureyri. Hún hóf störf á geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri og starfar þar í dag sem yfiriðjuþjálfi og vinnur á dag- og göngudeild geðdeildar sjúkrahússins. Anna hefur lokið eins árs diplómanámi í hugrænum atferlisfræðum og hefur sinnt stundakennslu við HA. Guðbjörg Guðmundsdóttir býr í Borganesi og hóf sinn starfsferil sem iðjuþjálfi á Reykjalundi og vann svo á Klúbbnum Geysi. Guðbjörg hefur unnið hjá Gigtarmiðstöð Gigtarfélagsins í Reykjavík, síðan 2006. Hún hefur verið í verktakavinnu hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði við vinnu­ staðaathuganir og ráðgjöf, ásamt því að sinna stundarkennslu í HA. Sonja Stelly Gústafsdóttir býr á Akur- eyri og byrjaði að vinna sem iðjuþjálfi á Geðdeild LSH við Hringbraut. Árið 2007 flutti hún til London þar sem hún tók meistaragráðu í heilsueflingu og lýðheilsu. Í dag starfar hún sem aðjúnkt á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Áshildur Sísý Malmquist býr einnig á Akureyri og byrjaði sín störf á endurhæfingardeild FSA á Kristnesi. Á árunum 2004 til 2007 vann hún sem deildarstjóri hjá Búsetudeild Akur- eyrarbæjar á heimili fyrir fötluð börn og á sambýli í Helgamagrastræti, síðar í þjónustuíbúðum í Klettatúni. Árið 2007 hóf hún störf sem forstöðumaður hjá skóladeild Akureyrarbæjar í skóla- og sumarvistun fyrir fötluð börn í Árholti. Í dag starfar hún sem deildarstjóri í skóla- og sumarvistun fatlaðra barna og skammtímavistun fatlaðra. Af þessari yfirferð má sjá að þriðji útskriftarárgangur iðjuþjálfa við HA hefur komið víða við og samt er upptalningin ekki tæmandi. Við höfum starfað vítt og breitt í samfélaginu, og margar hafa farið í framhaldsnám, eða eru í því núna. Við teljum þennan hóp hafa skilað miklu til samfélagsins m.a. vegna þess hve margar okkar námu nýjar lendur. Námið við HA undirbjó okkur vel og kenndi okkur að horfa á ákveðinn hátt á lífið og tilveruna. Við erum iðjuþjálfar með ákveðna hugsjón sama á hvaða vettvangi við störfum eins og Milla kemst svo vel að orði: „Ég er oft spurð að því hvort ég sakni þess ekki að vera iðjuþjálfi. Ég verð alltaf jafn hissa því ég starfa sem iðjuþjálfi, við tómstundaiðju fólks. Ferðaþjónusta reynir mikið á samskiptahæfni og við erum að vinna með fólki þar sem við reynum að meta og koma til móts við væntingar og þarfir fólks, en í því erum við iðjuþjálfar sérfræðingar.“ Íslenskur iðjuþjálfi í Svíþjóð Jóhanna Rósa Kolbeins

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.