Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Side 13

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Side 13
13 Geðsvið Landspítala Háskóla-sjúkra húss (LSH) sinnir megin- starfsemi sérhæfðrar geð heil br igðis - þjón ustu á Íslandi og er í samvinnu við heilsugæslu og aðra velferðarþjónustu utan sjúkrahúsa. Fjölbreyttur hópur fag aðila á geðsviði sinnir göngu- og legudeildum, samfélagsgeðþjónustu, er leiðandi í geðheilbrigðisþjónustu fyrir bráðveikt fólk 18 ára og eldri og kemur að sérhæfðum verkefnum og endurhæfingu geðfatlaðra. Í þessari grein er ætlunin að greina frá geðendurhæfingu og aðkomu iðjuþjálfa á Kleppi. Hugmyndafræði Iðjuþjálfar í geðendurhæfingu á LSH­ Kleppi styðjast við hugmyndafræði Líkansins um iðju mannsins (MOHO), valdeflingu (Empowerment) og reynslu­ náms (Experiental learning). Algengustu skjólstæðingshópar, sem fá þjónustu iðjuþjálfa, eru einstaklingar sem glíma við þunglyndi, kvíðaraskanir, tvígreiningar (geð– og fíkniröskun), geðrofssjúkdóma og persónuleikaraskanir. Einstaklingar með geðsjúkdóma eiga oft sögu um að einangra sig og ráða illa við athafnir daglegs lífs. Hugmyndafræði MOHO leggur áherslu á að vinna með vilja, vana, umhverfi og getu til að framkvæma til að vera virkur þátttakandi í samfélaginu og hentar því vel til íhlutunar í geðendurhæfingu. Batastefna Árið 2012 hóf vinnuhópur, í umboði framkvæmdastjóra geðsviðs LSH, að kynna sér Batastefnuna (Recovery approach). Aðalmarkmið hennar er að efla samstarf milli skjólstæðings og starfsfólks, ásamt því að styðja skjólstæðinga við að draga úr geðrænum einkennum og auka lífsgæði þeirra með áherslu á að skjólstæðingurinn sjálfur sé sérfræðingur í eigin lífi. Starfsfólkið er til staðar til að leiðbeina og styðja skjólstæðinginn til að ná þeim markmiðum sem hann hefur sett sér. Iðjuþjálfar á Kleppi hafa tekið virkan þátt í innleiðingu Batastefnunnar á Kleppi, s.s. í vinnuhópi, gerð bæklinga og veggspjalda um Batastefnuna og þýðingar á efni tengdu stefnunni. Einnig hafa iðjuþjálfar átt þátt í stofnun Bataskóla þar sem haldin eru fræðsluerindi og námskeið tengd bataferli. Bataskólinn er miðstöð fyrir Batastefnuna þar sem skjólstæðingar, aðstandendur og starfsfólk getur komið saman, átt góðar stundir og fræðst um leiðir að bata. Geðendurhæfing Geðdeildir LSH eru staðsettar á fjórum stöðum: við Hringbraut, á Kleppi, Laugarásvegi 71 og Samfélagsgeðteymi á Reynimel 55. Endurhæfing geð­ sviðs LSH er staðsett á Kleppi og Laugarásvegi 71, en einnig er réttar- og öryggisgeðdeild á Kleppi. Í dag starfa 5 iðjuþjálfar á Kleppi og sinna öllum deildum; endurhæfingardeild 5 og 7 daga, sérhæfðri endurhæfingargeðdeild, réttar- og öryggisgeðdeild, göngudeild og í FMB teymi (Foreldri, Meðganga, Barn). Endurhæfing á Kleppi er markvisst ferli sem byggir á samvinnu milli skjólstæðings, fjölskyldu/aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks. Lögð er á hersla á að stuðla að auknum lífsgæðum skjólstæðings, hvetja til ábyrgðar á eigin hegðun og lífsstíl, ásamt því að tengja skjólstæðinginn út í samfélagið eins fljótt og auðið er. Meðferðin byggist m.a. á fræðslu og stuðningi til að auka virkni og ábyrgð fólks til að ná markmiðum sínum. Þátttaka í samfélaginu, val- frelsi og leiðir til að þroskast við breyttar aðstæður eru mikilvæg atriði i endurhæfingu geðsviðs. Allar deildir á Kleppi hafa fjölbreytta virknidagskrá sem samanstendur t.d. af sundferðum, gönguferðum, æv in- týragöngum, fræðslu, deildar fundum, fótbolta í Hátúni, ferðum í Hlutverkasetur og annars konar endurhæfingu. Dagskrá í Bataskólanum hefur einnig aukist með fjölbreyttri fræðslu og hópastarfi, t.d. námskeið í Núvitund, slökun, garðyrkjuhópur og annars konar fræðsla sem styður við bata skjólstæðingsins. Fagteymi hverrar deildar skipuleggur þverfaglega þjónustu sem samanstendur af fél ags ráðgjöfum, iðjuþjálfum, geð- læknum, hjúkr unar fræðingum og sál - fræð ingum. Deildar meðferð er veitt af hjúkrunarfræðingum og stuðnings- fulltrúum/ráðgjöfum. Einnig er greiður aðgangur að sjúkraþjálfurum. Skjólstæðingar eru mis munandi og misjafnt er hvar þeir eru staddir í bataferlinu þegar iðjuþjálfun hefst og er því stundum þörf á að hefja íhlutun innan spítalans í formi einstaklings- eða hópþjálfunar. Meðferð er einstaklingsmiðuð og snýr að: eigin umsjá, heimilishaldi, vinnu- eða námsfærni, félagsfærni, sjálfstyrkingu, slökun, streitustjórnun, ground ing og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölritun er starfrækt í húsi iðjuþjálfunar á Kleppi og er hluti af iðjuþjálfun. Þar skapast fjölbreytt störf fyrir skjólstæðinga sem ekki hafa tök á/ eru tilbúnir til að hefja endurhæfingu úti í samfélaginu. Fjölritun LSH veitir þjónustu á fjölföldun prentefnis, s.s. ljósritun, fjölritun, heftun, gormun og er í samstarfi við Birgðastöð og Innkaupadeild LSH. Meðal þjónustustarfseminnar iðju- þjálfunar á Kleppi er ævintýrameðferð þar sem áhersla er lögð á félagsfærni og sjálfstyrkingu þar sem unnið er eftir hugmyndafræði MOHO og reynslunáms. Reynslunám byggir á því að fólk læri mest á því að framkvæma og að breytingar í hegðun og hugsun eigi sér stað þegar fólk finnur fyrir ójafnvægi og finnur sig utan þeirra marka sem telja má þægilegt og öruggt. Tímarnir fara alltaf fram utandyra í nærumhverfi Klepps og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Misjafnt er eftir deild um hvað skjól- stæðingar eru lengi í endurhæfingu á Kleppi en ávallt er leitast við að tryggja eftirfylgni við útskrift. Samstarf við Virk starfs endur hæfingu hefur aukist mjög þar sem ráðgjafi frá þeim kemur viku­ lega á göngudeild Klepps. Iðjuþjálfar á Kleppi leggja mikla áherslu á að Iðjuþjálfun í Geðendurhæfingu á LSH á Kleppi Ólafía Helga Arnardóttir og Erna Sveinbjörnsdóttir

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.