Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Qupperneq 15
15
hefur deildin tekið ákvörðun um að
vinna eftir hugmyndafræði valdeflingar
(Empowerment) og þjónandi leiðsagnar
(Gentle Teaching) (Soffía Lárusdóttir,
2015).
Hugmyndafræðin - valdefling
Upphaf hugmyndafræði valdefl ingar
má rekja til starfa notendahreyfinga,
hagsmunahreyfinga og sjálfshjálparhópa.
Valdefling leggur áherslu á að einstaklingar
nái tökum og stjórn
á eigin lífi. Notendur
geðheilbrigðisþjónust-
unnar vildu hafa áhrif
á hvaða þjónusta
væri til staðar og með
hvaða hætti hún væri
framkvæmd (Lára
Björnsdóttir, Halldór S.
Guðmundsson, Kristín
Sigursveinsdóttir og
Auður Axelsdóttir,
2011). Vinna sam kvæmt
valdeflingarmódelinu var
lítt rannsökuð í fyrstu en
á undanförnum árum hafa verið gerðar
fjölmargar eigindlegar rannsóknir sem
miða að því að finna út hvað það er sem
ýtir undir bata. Niðurstöður hafa sýnt
að vinna á jafningjagrunni samkvæmt
valdeflingarmódelinu skilar þar hvað
mestu (Elín Ebba Ásmundsdóttir, 2009).
Judi Chamberlin var ein af
hugmyndasmiðum valdeflingar. Hún
fæddist í Bandaríkjunum árið 1940.
Hún lagðist inn á geðdeild í fyrsta
skipti 1961 en hennar síðasta innlögn í
hefðbundnu sjúkrahúskerfi átti sér stað
1966. Eftir þá innlögn var Judi afar reið
yfir þeirri meðhöndlun sem hún fékk og
ákvað í framhaldinu að helga sig baráttu
fyrir bættri þjónustu og valmöguleikum
fólks með geðraskanir. Hún var æ síðan
ötul baráttumanneskja fyrir réttindum
geðsjúkra, lagði ríka
áherslu á virðingu
og að hafa vald yfir
eigin lífi. Í samráði
við notendur, sem
allir höfðu reynslu af
geðheilbrigðisþjónustu,
setti Judi fram 15
v innu sk i lg re in ing ar
valdeflingar, sem helstu
áhrifaþætti í bata þeirra
(Judi Chamberlin, 2015).
Judi kom til Íslands
árið 2006 og talaði
sem heiðursgestur
á ráðstefnunni Bylting í bata -
raunhæfur möguleiki, sem haldin var af
félagasamtökunum Hugarafli. Judi sagði
frá valdeflingu og var með vinnusmiðju
á ráðstefnunni. Hún vildi styðja okkur
hér á landi til jákvæðra breytinga á okkar
kerfi. Koma hennar hingað til lands blés
samtökunum Hugarafli krafti í brjóst,
Búsetudeild
Akureyrarbæjar
– valdefling og þjónandi leiðsögn varðar veginn
Dagný Þóra Baldursdóttir, Kristinn Már Torfason,
Pálína Sigrún Halldórsdóttir, Ólafur Örn Torfason, Soffía Lárusdóttir
Soffía Lárusdóttir Dagný Þóra Baldursdóttir, Ólafur Örn Torfason Pálína Sigrún Halldórsdóttir Kristinn Már Torfason
Talsverðar breytingar hafa á undan-förnum árum orðið á reglu verki
og opinberum viðmiðum sem mynda
ramma utan um þjónustu við fatlað
fólk á heimili sínu. Kröfur hafa aukist
og breyst, sérstaklega með tilkomu
reglugerðar um þjónustu við fatlað fólk á
heimili sínu (Reglugerð nr. 1054/2010),
framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs
fólks (Þingsályktun nr. 43/140), svo og
laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk
(Lög nr. 88/2011) þar sem m.a. er kveðið
á um ráðstafanir til að draga úr nauðung
í þjónustu við fatlað fólk. Reglugerð
um persónulega talsmenn fatlaðs fólks
(Reglugerð nr. 972/2012) hafa einnig
áhrif. Í þessari grein verður fjallað um
hlutverk búsetudeildar Akureyrarbæjar,
þá hugmyndafræði sem unnið er eftir
og á hvern hátt unnið er að innleiðingu
hennar meðal starfsfólks og notenda í
þeim tilgangi að vera í stakk búin til að
mæta áskorunum í nútíð og framtíð.
Búsetudeild
Hlutverk búsetudeildar Akureyrarbæjar
er að veita fólki á öllum aldri, sem er
með skerta færni, margvíslega aðstoð
og þjónustu í þeim tilgangi að styðja
við búsetu þess og skapa því aðstæður
til að lifa sjálfstæðu lífi jafnt á heimili
sínu sem utan þess. Í þeim tilgangi
að vera betur í stakk búin til að styðja
við sjálfstætt líf fatlaðra einstaklinga
Starfs fólkið legg
ur áherslu á að
skapa aðstæður
fyrir notendurna
til að geta komið í
framkvæmd eigin
hugmyndum svo þeir
fái notið sín sem best
og upplifað sig sem
virka þátttakendur í
samfélaginu.