Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Side 18
óhultur með okkur.“ Er það gert með
því að sýna kærleika og vera hvetjandi
í öllum aðstæðum. Öll samskipti okkar
miða að því að viðkomandi upplifi
frá okkur þau skilaboð: „Með mér
ertu öruggur og elskaður... ekki vera
hræddur... ég mun ekki skaða þig…
(McGee, 1998).
Hugmyndafræðin leggur áherslu
á að við breytum okkur fyrir aðra.
Starfsmenn verða að vera tilbúnir til að
veita aðstoð á forsendum þeirra sem
þeir þjóna. Slíkt gerir miklar kröfur
til starfsfólks, það þarf að leggja sig
skilyrðislaust fram um að vera til staðar
og mæta öllum aðstæðum af skilningi,
virðingu og kærleika. Til þess að ná
fram grunngildunum eru notuð fjögur
verkfæri, nærvera okkar, hendur, orð,
augu (McGee, 1998). Farið er yfir
mikilvægi verkfæranna með starfsfólki,
með hvaða hætti þau eru grunnforsenda
þess að árangur náist og traust, sem er
grunnur að myndun góðra tengsla. Áhrif
þeirra eru samofin hverjum einstaklingi
og þess vegna þarf að kenna öllum sem
vinna með fólki með hvaða hætti þeim
er beitt. Á þeim rúmlega tuttugu árum,
sem við á Akureyri höfum notað þessi
grunngildi, hafa þau staðist tímans tönn
og hjálpað okkur við að auka lífsgæði
þeirra sem við þjónum.
Innleiðing
Eins og fram hefur komið þá hefur
búsetudeild Akureyrarbæjar samþykkt
að þjónandi leiðsögn verði önnur af
leiðandi hugmyndafræðum deildarinnar
og er markvisst unnið að
innleiðingu hennar. Auk
þess hafa öldrunarheimili
Akureyrar ákveðið að
innleiða hana í sína
starfsemi. Sett var af stað
þjálfun tuttugu og þriggja
fag aðila (men torar)
til að dýpka skilning
á hugmyndafræðinni,
fylgja því eftir að
innleiðingarferlið skili
sér til notenda og veita
ráðgjöf og stuðning til
starfsmanna. Um tveggja
ára ferli er að ræða sem byrjaði með
því að Michael Vincent, bandarískur
sálfræðingur, sem hefur áratuga
reynslu af kennslu og innleiðingu á
hugmyndafræðinni hjá MORC (The
Macomb-Oakland Regional Center Inc),
hélt námskeið fyrir hópinn í maí 2014.
Síðan hefur hópurinn hist reglulega og
mun þjálfunarferlinu ljúka í maí á þessu
ári með öðru námskeiði hjá Michael.
Allir starfsmenn búsetudeildarinnar
og öldrunarþjónustunnar munu fá
fyrirlestra og þjálfun sem mentorarnir
munu fylgja eftir og leiðbeina
starfsmönnum með hvaða hætti
markmiðum hugmyndafræðinnar verði
náð í þjónustunni.
Samstarf við erlenda aðila og stofnanir
hafa á síðustu árum aukist mikið. Nú
þegar eru nokkrir fagmenn búsetudeildar
í samstarfi við marga erlenda aðila sem
hafa í áratugi haft þjónandi leiðsögn
sem grunnhugmyndafræði í allri sinni
þjónustu og eru leiðandi á alþjóðavísu.
Þannig höfum við náð að þróa og dýpka
skilning okkar á hugmyndafræðinni með
áherslu á að hún skili sér inn í þjónustu
okkar. Við höfum einnig náð að bera
okkur saman við það sem er að gerast
annars staðar og erum stolt af árangrinum
sem náðst hefur hér, ekki síst er varðar
þjónustu við þá einstaklinga sem er
með flóknar atferlisraskanir. Þegar við
skoðum aðstæður og þá þjónustu, sem
við veitum, getum við borið höfuðið
hátt og sjáum að við höfum
margt fram að færa til
alþjóðasamfélagsins. Náið
samstarf er við aðila í
Bandaríkjunum, Kanada,
Belgíu, Danmörku og
Hollandi. Þess utan eru tengsl
við önnur lönd, s.s. Brasilíu,
Puerto Rico og Japan.
Árið 2013 hélt búsetudeild
málþing og fékk m.a.
samstarfsaðila frá Gent í
Belgíu. Tæplega
60 manns tóku þátt
í skemmtilegu og
fræðandi málþingi þar
sem aðilar leiddu saman
hesta sína og báru
saman reynslu sína. Það
varð ljóst, að þegar
kom að þjónustu við
fólk með margþættar
og flóknar fatlanir, var
úrlausn málanna keimlík
í báðum löndum.
Vandmálin voru áþekk,
úrlausnin og árangurinn
sambærilegur. Hugmyndafræðin virkar
óháð landamærum, fötlun, menningu
eða tungumáli. Grunnþarfir allra eru í
raun þær sömu, óháð hvar eða hvernig
við erum.
Alþjóðlegar ráðstefnur
Árlega er haldin alþjóðleg ráðstefna
Gentle Teaching samtakanna. Bú-
setudeild hefur átt fulltrúa á henni
frá árinu 2012. Þátttaka okkar hefur
opnað ýmsar dyr, bæði til dýpri
faglegrar þekkingar auk þess að koma
á samskiptum við fólk og stofnanir
víðs vegar um heim. Þátttakendur frá
deildinni hafa einnig haldið fyrirlestra
á ráðstefnunum. Það eru spennandi
tímar fram undan, ákveðið hefur verið
að haustið 2016 verði alþjóðlega
ráðstefnan haldin á Akureyri
og mun búsetudeild, ásamt
Öldrunarheimili Akureyrar,
standa að henni. Aukinn
áhugi er um allt land fyrir
þeirri leið sem við höfum
farið og hafa fulltrúar
búsetudeildar kynnt
og haldið fyrirlestra
víða og finna
greinilega fyrir
miklum áhuga
á þessari
n á l g u n .
Lífsgæði
þeirra,
s e m
þjónustuna
nota, hafa aukist til muna,
það hefur komið fram
bæði hjá íbúum og þeirra
aðstandendum. Auk
þess sem starfsmenn
sjá mikinn mun á
líðan og lífi íbúa.
Erum við stolt að
geta deilt með
öðrum þeim
leiðum sem við
höfum farið
síðastliðin 20
ár.
Vert er að
minnast á
heimasíða
G e n t l e
Teaching
Það eru spennandi
tímar fram undan,
ákveðið hefur verið
að haustið 2016
verði alþjóðlega
ráðstefnan haldin
á Akureyri og mun
búsetudeild, ásamt
Öldrunarheimili
Akureyrar, standa
að henni.