Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Síða 20

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Síða 20
20 Hópur eldra fólks í íslensku samfélagi fer sífellt stækkandi. Árið 2013 var 11,2% þjóðarinnar orðinn 65 ára og eldri. Áætlað er að árið 2060 verði þetta hlutfall orðið 22,6% (Hagstofan, 2013). Íslenska þjóðin er þó ung samanborið við aðrar vestrænar þjóðir en nágrannaþjóðum okkar hefur lengi verið ljóst að endurskipulagningar sé þörf í málefnum aldr aðra. Árið 2007 ákv áðu stjórn- endur sveit ar félags ins Fre d e r icia í Danmörku að endurskoða skipulag þjónustu sinnar við aldraða. Framtíðarspár sýndu að sífellt meiri kostnaður fylgdi hefð bundnu skipulagi sveitarfélagsins auk þess sem færri starfsmenn kæmu til með að sinna verk- efnunum í framtíðinni (Heebøll, 2014). Sveitarfélagið þróaði verkefnið „Længst muligt i eget liv“, eða „Sem lengst við stjórnvölinn í eigin lífi“, út frá tillögum samstarfsnefndar og árið 2008 hóf sveitarfélagið vinnu eftir þessari nýju hugmyndafræði. Hugmyndin var að virkja eldri borgara og styrkja þá til að vera virkir þátttakendur í eigin lífi eins lengi og mögulegt er. Markmiðið var að auka lífsgæði eldri borgara og seinka varanlegri aðstoð frá sveitarfélaginu. Með því móti liði íbúum betur og kostnaður samfélagsins yrði minni (Kjellberg, Kjallberg, Navne og Ibsen, 2013). Verkefnið hefur gefið góða raun í Danmörku og hlotið fjölda viður- kenninga og verðlauna. Þessi leið hefur nú fest sig í sessi sem markviss leið í endurhæfingu og vinna nú öll sveitarfélög Danmerkur samkvæmt hug mynda fræðinni (Hee- bøll, 2014). Eldri borgarar, sem taka þátt,fá að jafnaði sex til átta vikna endur- hæfingu og unnið er að markmiðum sem einstaklingarnir setja sjálfir í upphafi íhlut unar. Starfsmenn verk efnisins eru þjálfaðir til að leiðbeina og kenna eldri borgurum að gera hlutina sem mest sjálfir og vera sjálfbjarga. Í hlut un er mest fyrstu dagana og vikurnar en hægt og rólega dregur úr heimsóknum og aðstoð. Þjónustu lýkur þegar einstaklingurinn verður annaðhvort sjálfbjarga eða fær áframhaldandi og Endurhæfing aldraðra við athafnir daglegs lífs –Heimaþjónusta Reykjavíkur– Ásbjörg Magnúsdóttir, Guðrún Friðriksdóttir, Sigurlína Andrésdóttir Markmiðið var að auka lífsgæði eldri borgara og seinka varanlegri aðstoð frá sveitarfélaginu. Með því móti liði íbúum betur og kostnaður samfélagsins yrði minni. Ásbjörg Magnúsdóttir Guðrún Friðriksdóttir Sigurlína Andrésdóttir

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.