Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Side 24
24
Fagráð iðjuþjálfunar á Landspítala (LSH) var formlega stofn að í apríl
2010. Meginmarkmið þess er að stuðla
að þróun og fram förum í þeirri starf-
semi, sem fer fram í iðjuþjálfun, að því
er varðar þjónustu við skjólstæðinga,
menntun nemenda, endurmenntun
starfs fólks og vísindarannsóknir. Að
auki á fagráðið að vera ráðgefandi
vettvangur um fagleg málefni fyrir
iðjuþjálfa á LSH og taka þátt í mótun
stefnu iðjuþjálfunar spítalans og mót-
un starfsþróunar iðjuþjálfa. Í fagráðinu
sitja 5 iðjuþjálfar hverju sinni; fulltrúar
stærstu starfseininganna, auk formanns
sem í dag er yfiriðjuþjálfi LSH.
Alþjóðadagur iðjuþjálfunar
Einn af föstum liðum í árlegri starfs-
áætlun fagráðsins er að halda upp á
alþjóðadag iðjuþjálfunar með ýmsum
hætti. Það var fyrst gert með vísindadegi
25. október 2013 með það að markmiði
að vekja athygli á rannsóknar- og
þróunarstarfsemi sem fram fer á vinnu-
stöðvum iðjuþjálfa LSH. Á þessum
degi kynntu iðjuþjálfar niðurstöður
rann sókna sinna, rannsóknarhugmyndir
og þróunarverkefni. Fyrirlestur
Guð r únar Árnadóttur, sérfræðings
og umsjónarmanns þjónustu- og
rannsóknarverkefna í iðjuþjálfun á
LSH, sem hún flutti á vísindadeginum
um þjónustuyfirlit sem
grund völl gæða eftirlits
og kveikju að hug mynda-
þróun á iðju þjálfastöðvum,
varð síðan grunnurinn að
fimm vinnusmiðjum um
þjónustuyfirlit sem haldnar
voru á vormánuðum 2014.
Í framhaldi af vinnu-
smiðjunum var afrakstur
þeirra kynntur á mál-
þingi iðjuþjálfa LSH í
nóvember sama ár. Vinn-
unni, sem fór fram í þess-
um vinnusmiðjum, eru
gerð nánari skil í blaðinu í eftirtöldum
grein um: Iðjuþjálfun á Landakoti,
gerð þjónustuyfirlits sem liður í bættri
þjónustu og Iðjuþjálfun á bráða-
deildum Landspítala. Einnig voru
erindi um þjónustuferli iðju þjálfa
í geðendurhæfingunni á Hring br
aut, Kleppi og á barna- og unglinga-
geðdeildinni og tilfellalýsingar með
frekari útfærslu þjónustuferlis á
Grensási flutt á málþinginu. Að
auki voru flutt erindi um eiginleika
þjónustuferla sem eru í notkun á LSH
(Occupational Therapy Intervention
Process Model [OTIPM] og þjónustu-
ferli tengdu hugmyndafræði líkansins
um iðju mannsins [MOHO]), notkunar-
möguleika A-ONE og tengsl þeirra
við OTIPM og þróun A-ONE í ljósi
líkansins um samspil vettvangsþátta.
Síðast nefnda erindið var flutt af Guð
rúnu Árnadóttur á heimsráðstefnu iðju-
þjálfa í Yokohama í Japan, í júní í fyrra.
Vinnusmiðjur á vegum fagráðsins
hófu göngu sína árið 2013. Þá voru
haldnar tíu vinnusmiðjur tengdar
matsaðferðum iðjuþjálfa á mismunandi
starfsstöðvum spítal ans. Afrakstur
mats tækja vinnusmiðjanna auðveldaði
áfram haldandi vinnu í vinnusmiðjum
um þjónustuferli.
Námskeið
Fagráðið hefur einnig staðið fyrir
ýmsum námskeiðum. Má þar helst nefna
fjögur þjálfunarnámskeið í A-ONE
matstækinu á tímabilinu 2010 til 2014,
sem 49 iðjuþjálfar sóttu og öðluðust
um leið réttindi í notkun þess. Auk
þessara námskeiða var haldið námskeið
í hugrænni atferlismeðferð 2013 sem 23
iðjuþjálfar á LSH sóttu. Í janúar sl. hélt
fagráðið, í samvinnu við Iðjuþjálfafélag
Íslands, tvö þriggja daga námskeið.
Námskeiðin sóttu 38 iðjuþjálfar
víðs vegar að af landinu. Á fyrra
námskeiðinu var fjallað um mælitækið
Evaluation of Social Interaction (ESI)
sem notað er til að meta samskipti
einstaklinga við ýmis tækifæri og er það
næmt fyrir breytingum samskiptaþátta.
Á síðara námskeiðinu var fjallað um
þjónustuferlið OTIPM. Leiðbeinandi
á námskeiðunum var bandaríski iðju-
þjálfinn dr. Anne G. Fisher ScD,
OT, FAOTA, höfundur OTIPM
þjónustuferlisins og einn af höfundum
ESI mælitækisins. Auk kennslunnar
vann hún að rannsóknarverkefnum
með Guðrúnu Árnadóttur. Þær eiga
margra ára rannsóknarsamvinnu að
baki, tengda Rasch greiningu.
Frá vísindadegi 25. október 2013 í tilefni alþjóðadags iðjuþjálfunar
Dr. Anne Fisher á námskeiðinu um mælitækið
Evaluation of Social Interaction (ESI) í janúar 2014
Sigrún Garðarsdóttir
yfiriðjuþjálfi Landspítala
Fagráð iðjuþjálfunar
á Landspítala
Þróunar- og gæðastarf
Sigrún Garðarsdóttir yfiriðjuþjálfi LSH