Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Page 27
Líkön í iðjuþjálfun
Áður en lengra er haldið skal minnt á
að það eru notaðar þrjár mismunandi
tegundir af líkönum innan iðjuþjálfunar
og er tilgangur þeirra ólíkur. Í fyrsta lagi
eru svonefnd fræðilíkön (conceptual models).
Slík líkön koma skipulagi á, tengja og
afmarka þá fræðilegu þætti sem skipta
máli varðandi mat, íhlutun og rannsóknir.
Líkanið um iðju mannsins eða The Model of
Human Occupation (MOHO), upphaflega
þróað af meistaranámsnemum við Suður-
Kaliforníu háskóla (Kielhofner, 1985;
Kielhofner og Burke, 1980), og líkanið um
iðju-aðlögun eða Occupational Adaptation
(OA) þróað við Kvennaháskólann í Texas
í tengslum við uppbyggingu doktorsnáms
þar (Schkade og Schultz, 1992; Schultz,
2014), eru dæmi um fræðilíkön. Bæði
þessi líkön eru þróuð út frá hugmyndum
og þjónustu iðjuþjálfa og byggð á sál-
félagslegum grunni. Einnig má nefna
vistfræði tengdu fræðilíkönin Ecology of
human performance (Brown, 2014; Dunn,
Brown og McGuigan, 1994) og kanadísku
iðjulíkönin (Law o.fl., 1996; Law, Polatajko,
Baptiste og Townsend, 1997; Polatajko,
o.fl., 2007).
Auk fræðilíkana eru þjónustulíkön
(process model) sem rekja ferli þjónustuþátta
frá upphafi til enda. Slík líkön eru oft
nefnd þjónustuferli á íslensku. Það er
einmitt þessi tegund af líkönum sem
fjallað verður nánar um í þessari grein.
Hægt er að tengja t.d. ofantalin fræðilíkön
við ákveðin þrep sumra þjónustulíkana.
Einnig hafa nokkrir höfundar fræðilíkana
eins og t.d. Kielhofner (Forsyth o.fl.,
2014; Forsyth og Kielhofner, 2002;
Kielhofner og Forsyth, 2008) síðar þróað
þjónustuferli fyrir sínar kenningar eftir að
hafa byggt upp fræðilíkan. Þriðji flokkur
líkana innan iðjuþjálfunar er það sem kalla
mætti vettvangs- eða starfsstéttarlíkön.
Slíkt líkan The model of an integrated
profession (Yerxa, 1994) sem e.t.v. mætti
þýða sem „samspil vettvangsþátta“ á
íslensku hefur m.a. verið notað til að
athuga, útskýra og flokka upplýsingar sem
hafa áhrif innan stéttar, eins og t.d. áhrif
A-ONE matstækisins á hugsanagang
iðjuþjálfastéttarinnar (Guðrún Árnadóttir,
2010, 2014; Gillen, 2013).
Fisher birti sitt þjónustuferli árið
1998 í Eleanor Clarke Slagle fyrirlestri
sínum. Þegar OTIPM þjónustuferlið
er notað til að leiða þjónustu iðjuþjálfa
er byrjað á að koma á tengslum og
skjólstæðingsmiðuðu umhverfi til að þróa
gagnkvæmt traust milli þjónustuþega
og iðjuþjálfa. Í því tilefni er m.a. aflað
skjólstæðingsmiðaðra upplýsinga um
iðju, aðstæður og forgangsröðun. Í
framhaldi af þess ari upplýsingaöflun er
gerð fram kvæmda greining (performance
analy sis) til að afla upplýsinga um þá
framkvæmdaþætti (í hreyfingu, verkferli,
boð- og samskiptum) sem viðkomandi
framkvæmir. Það er nauðsynlegt að nota
áhorf við þessa greiningu. Í framhaldi
af framkvæmdagreiningu er gerð
athafnagreining (task analysis) þar sem
reynt er að skilgreina þá þætti sem orsaka
takmörkun framkvæmdar. Þetta geta t.d.
verið bæði líkams og umhverfisþættir
ef mið er tekið af flokkunarkerfi
Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO, 2001). Einnig geta þetta verið
persónuþættir. Skjólstæðingsmiðuð mark -
mið eru síðan skrásett. Í framhaldinu
eru valdar ein eða fleiri leiðir af fjórum
mögulegum sem byggja á líkönum
til íhlutunar. Leiðirnar eru nefndar:
Jöfnunarlíkan (compensatory model),
Leiknilíkan (model of occupational skills train-
ing), Lagfæringalíkan (model for enhancement
of person factors and body functions), og
Fræðslulíkan (model for education and
teaching). Í töflu 1 er líkönunum gerð
nánari skil. Eftir að íhlutun hefur átt
sér stað er framkvæmd endurmetin
(Fisher, 2009, 2013; Fisher og Griswold,
2014). Mynd 1 (bls. 28)sýnir alla þætti
OTIPM þjónustuferlisins og samhengið
Mynd 1. OTIPM þjónustuferlið. Fengið frá Center for innovative OT solutions, http://www.innovativeotsolutions.
com/content/wp-content/uploads/2014/01/Icelandic-OTIPM-handout.pdf. Birt með leyfi höfundar.
Mynd 1. OTIPM þjónustuferlið.
Líkan Leið Nálgun
Jöfnunarlíkan Aðlöguð iðja í þjálfunarskyni (breyttar aðferðir,
aðlögun áhalda, notkun hjálpartækja og tæknilegra
hjálpartækja).
Breytingar á hvers konar umhverfi að meðtöldu
félagslegu umhverfi viðkomandi.*
Endurhæfingarlíkan.
Leiknilíkan Iðja til að endurheimta, þróa eða viðhalda leikni.* Lífaflfræði líkan.
Atferlismótun.
Líkanið um taugastarfsemi (Giles,
2005).
Lagfæringalíkan Iðja til að flýta fyrir eða hafa áhrif á endurheimt,
þróun eða viðhald persónuþátta (venjur, vani, gildi)
og líkamsþætti (s.s. áhugahvöt).
Áhersla á að hafa áhrif á þá líkamsþætti sem eru
forsendur framkvæmdar.*
Víxlverkunarnálgun (Toglia, 2005).
Kvartettalíkan (Abreu, og
Peloquin, 2005).
Líkanið um taugastarfsemi (Giles,
2005).
Lífaflfræði líkan
Fræðslulíkan Skipulag og framkvæmd kennslu (fyrirlestrar,
vinnusmiðjur) fyrir stærri hópa.
Fræðslan tekur mið af daglegum þörfum
viðkomandi skjólstæðinga og framkvæmd
tilheyrandi iðju.
Iðjumiðuð fræðsla.
Aðstandendafræðsla fyrir
mismunandi sjúklingahópa.
Kennslufræði líkön
Tafla 1. Yfirlit yfir íhlutunarlíkön og leiðir OTIPM auk mögulegra nálgana
* Skjólstæðingsmiðuð ráðgjöf (collaborative consultation), áætlun um þjálfunaraðferð, ráðleggingar og þjálfun
felst að auki alltaf í leiðinni.