Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Síða 29
29
Ferlinu lýkur svo með endurmatslotu
þar sem mið er tekið af matsaðferðum
matslotu. Þetta þrep gæti leitt til
markmiðsbreytinga og breytinga á
íhlutunarleiðum eða aðferðum og
annarrar umferðar eftir ferlinu.
Aðferðin, sem notuð var til að útbúa
upplýsingagrunninn, var tvíþætt. Í
fyrsta lagi var aflað upplýsinga um
matsaðferðir og íhlutunarleiðir í notkun
í iðjuþjálfun á Grensási. Síðan voru
upplýsingarnar skráðar í yfirlitstöflu
samkvæmt vinnuvenjum og í samráði
við alla iðjuþjálfa deildarinnar.
Niðurstöður
Fram kom við upplýsingaöflun að
iðjuþjálfar á Grensási notast einkum
við þrjár tegundir matsaðferða. Í
fyrsta lagi eru notuð bæði stöðluð og
óstöðluð viðtalsform. Síðan eru notuð
bæði stöðluð og óstöðluð matstæki,
byggð á kvörðum, og síðast en ekki
síst stöðluð mælitæki. Í töflu 3 er listi
yfir þær matsaðferðir sem notaðar eru í
þjónustu iðjuþjálfa á Grensási.
Hægt er að tengja ýmsar nálganir
og sértæk fræðilíkön, sem notuð eru
á Grensási, við þau fjögur líkön sem
Fisher lýsir. Þar má
nefna Jöfnunar-
og Leiknilíkan þar
sem unnið er að
aðlögun um hverfis,
notkun hjálpar tækja
og aukinni leikni
í ákveðnum þátt-
um. Stund um ein-
blína þjálf ararnir
ein göngu á þætti
Jöfnunarlíkansins við
íhlutun, s.s. notkun
breyttra að ferða, að -
lög un áhalda, notkun
hjálpartækja og
aðlögun hvers konar
umhverfis. Í sumum
sér tækum fræði lík-
önum (nefnt nálgun
í OTIPM), sem
notuð hafa verið við
íhlutun á Grensási, er
aðlögun um hverfis
hins vegar hluti af
um fangsmeira í hlut-
unar ferli eins og t.d.
í Kvart ettalíkaninu
(Quad ra phonic app-
roach) (Abreu og
Peloq uin, 2005), og
Víxl verkunarlíkaninu
(Dy namic interaction
approach) (Toglia,
2005). Í þessum
sértæku líkönum er
aðlögun umhverfis
notuð, ásamt íhlutun
þar sem reynt er
að hafa áhrif á
starfsemi og mótun
taugakerfisins með
því sem fl okk ast
undir Lagfæringa-
líkan í OTIPM.
Sú atferlismótun
sem Giles (2005)
notar t.d. í líkani
sínu um taugastarfsemi (neurofunctional
approach) tengist einnig bæði Jöfnunar-
og Leiknilíkaninu þar sem miðað er að
því að móta atferli og hafa áhrif á leikni
í gegnum aðlögun umhverfis. Ýmsar
skynhreyfinálganir, sem koma við sögu
í íhlutun þjónustuþega, s.s. þættir úr
kenningum Ayres um samspil skynsviða
(sensory integration), auk grundvallaratriða
úr kenningum t.d. Affholter’s og
Bobath, miða hins vegar að því að hafa
áhrif á skynúrvinnslu og yrðu því að
auki flokkaðar undir Lagfæringalíkanið.
Yfirlitstaflan (sjá töflu 4), sem
iðjuþjálfar skráðu upplýsingar sínar
í, sýnir að allar tegundir matsaðferða
(skv. próffræðilegri flokkun) og
íhlutunarleiða, sem boðið er upp á
í þrepum OTIPM, eru í notkun og
hluti af almennri þjónustu iðjuþjálfa á
Grensási. Ef litið er á matslotuna má
sjá að allar aðferðir (óformleg, óstöðluð
upplýsingaöflun, matstæki með
kvörðum sem veita lýsandi upplýsingar,
og mælitæki) koma við sögu greiningar
í upphafi þjónustuferlis. Þegar litið
er á endurmatslotuna kemur hins
vegar fram að það eru nær eingöngu
notuð matstæki sem nýtast við að lýsa
breytingum og mælitæki sem mæla
breytingar. Matstækin má ýmist flokka
sem iðju-, skjólstæðings-, einkenna-
eða umhverfismiðuð út frá aðferð og
tegund þeirra upplýsinga sem aflað er
með þeim. Einungis AMPS og A-ONE
(Rasch greind útgáfa) mæla iðju,
önnur mælitæki í töflunni nota aðrar
mælieiningar en iðju, s.s. tíma.
Umræða og ályktun
Þjónustuyfirlitstaflan, sem hönnuð
var með ofangreindri aðferð, nýtist
sem almennt þjónustuyfirlit fyrir
þjónustuþega iðjuþjálfa á Grensási. Út
frá henni má skoða gæði mismunandi
þjónustuþátta t.d. í samanburði við
þjónustu annarra iðjuþjálfadeilda hér-
lendis eða erlendis og efla frekari
framþróun þjónustu. Slíkar upplýsingar
stuðla að fagmennsku innan starfs-
stöðvarinnar. Í yfirlitstöflunni kem
ur m.a. fram að verið er að nýta
matsaðferðir sem bæði lýsa og mæla
árangur. Slíkar upplýsingar um próf-
fræðilega eiginleika matstækja eru leið-
andi varðandi notkunarmöguleika því
að ef matstæki byggja á raðkvörðum er
einungis hægt að nýta upplýsingarnar til
að lýsa ástandi eða breytingum á ástandi.
Ef matstækið byggir hins vegar á
jafnbilakvörðum er hægt að mæla ástand
og nota stærðfræðilegar aðgerðir til
Tafla 3 . Matsaðferðir iðjuþjálfa á Grensási
Heiti Dæmi um notkun
AMPS Iðjumiðað mælitæki, mælir framkvæmdaþætti
við iðju.
A-ONE Staðlað iðjumiðað matstæki til að meta
ADL færni og taugaeinkenni sem draga úr
framkvæmd. Einnig nothæft sem mælitæki.
A-TWO verkefni:
Tilgátuprófun úr A-ONE
hugmyndafræðinni
Óstaðlað form upplýsingaöflunar með áhorfi
byggt á A-ONE hugmyndafræðinni. Til að
meta færni (IADL, tómstundir, atvinnu) og
taugaeinkenni sem draga úr framkvæmd.
Box and Block Einkennamiðað mælitæki, mælir hraða í
hreyfingum.
COPM Óstaðlaður viðtalsrammi. Gefið er fyrir
óstöðluð atriði á þremur raðkvörðum. Notaður
til að afla skjólstæðingsmiðaðra upplýsinga fyrir
færnibætandi handaraðgerðir.
Dynamometer Einkennamiðað mælitæki, mælir gripstyrk.
Framkvæmdagreining Óstaðlað form upplýsingaöflunar með áhorfi,
byggt á hugtökum AMPS.
Gátlisti fyrir
heimilisathugun
Óstaðlaður umhverfismiðaður gátlisti.
Gátlisti fyrir
setstöðugreiningu
Óstaðlaður gátlisti fyrir upplýsingaskráningu.
Liðmælir Einkennamiðað mælitæki til að mæla
hreyfiferla.
Lumosityhugfimi:
Tölvuprógram
Einkennamiðað mat á vitrænum þáttum. Hefur
mælieiginleika, en notað á óstaðlaðan hátt.
OSA Staðlað skjólstæðingsmiðað sjálfsmatstæki.
Óformlegt viðtal:
Heimatilbúinn gátlisti
Óstaðlaður gátlisti fyrir skjólstæðingsmiðaða
upplýsingaöflun.
Pinch mælir Einkennamiðað mælitæki, mælir gripstyrk.
Purdue Pegboard Einkennamiðað mælitæki, mælir hraða við
handfjötlun fíngerðra hluta og samhæfingu
handa.
Ritfinnur: Tölvuforrit Iðjumiðað matstæki notað til að meta
vélritunarhraða og fjölda ritvillna.
Skynpróf (snertiskyn,
stöðuskyn, hreyfiskyn)
Óstöðluð skoðun skynþátta.
Súpupróf Staðlað form upplýsingaöflunar með áhorfi,
byggt á A-ONE hugmyndafræðinni. Lýsir iðju.
Sollerman Einkennamiðað matstæki til að meta gæði
mismunandi gripa og hraða við handfjötlun
hluta. Eingöngu notað sem upplýsingaöflun
fyrir færnibætandi handaraðgerðir.
Þrýstimotta Einkennamiðað mælitæki til að mæla dreifingu
þrýstings á setflöt.
Ökumat: Gátlisti Staðlað iðjumiðað form upplýsingaöflunar
með áhorfi. Notað við að meta akstursfærni.