Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Blaðsíða 31
31
útreikninga, t.d. á breytingum á ástandi
(Guðrún Árnadóttir, 2008). Því miður
er allt of algengt að iðjuþjálfar, eins og
reyndar fleiri heilbrigðisstarfsmenn, átti
sig ekki á þessum mun og því mikilvægt
að draga hann fram á yfirliti sem þessu.
Upplýsingarnar eru því gagnlegar í
samanburði við gagnreyndar útgefnar
þjónustuupplýsingar og einnig varðandi
rannsóknarmöguleika á staðnum. Ef
ekki væru notuð mælitæki, þá nýtist
taflan sem ávísun á þá staðreynd
og í framhaldinu væri hægt að afla
upplýsinga um nothæf mælitæki til
að bæta við þjónustuna til að mæta
kröfum um fagmennsku og framþróun.
Taflan nýtist einnig iðjuþjálfanemum og
auðveldar allar útskýringar á þjónustunni
fyrir starfsfólk og almenning.
Taflan sýnir m.a. að mælitæki eru
ekki notuð til að afla upplýsinga um
fyrsta þrep OTIPM í matslotu um
skjólstæðingssýn á Grensási. Hins
vegar bendir handbók OSA (Baron,
Kielhofner, Iyenger, Goldhammer
og Wolenski, 2006) til að hægt sé að
umbreyta upplýsingum af raðkvörðum
matstækisins í mælieiningar. Því er ekki
úr vegi að skoða í framhaldinu þær
staðhæfingar nánar og athuga hvort
henti að nýta slíka eiginleika við þetta
matslotuþrep á Grensási. Einnig mætti
benda á að hægt er að innleiða nýrri
skjólstæðingsmiðuð mælitæki eins og
ADL-Interview (ADL-I) og ADL
Questionnaire (ADL-Q) sem eru byggð
á ADL Taxonomy (Wæhrens, 2010).
Taflan sýnir enn fremur að óformleg
matstæki virðast ekki vera notuð við
endurmat. Þetta mun orsakast af því að
tilgangur með fyrirlögn flestra þessara
matsaðferða á Grensási er einungis að
afla upplýsinga fyrir ákvarðanatöku,
ekki til að meta breytingar á ástandi.
Það er umhugsunarefni fyrir iðjuþjálfa
að sum þeirra mælitækja sem skráð
eru í töflunni, t.d. Box and Block og
Purdue Pegboard, nota ekki iðju sem
mælieiningu heldur tíma. Hafa ber í
huga að yfirlitstaflan er til þess ætluð að
taka saman upplýsingar sem gætu m.a.
leitt til úrbóta á verklagi og þjónustu.
Hún ætti því að vera gagnvirkt yfirlit
sem krefst stöðugrar endurskoðunar
í takt við breytingar, þróun matstækja
og íhlutunaraðferða, því að öll þróun
kemur til með að hafa áhrif á reynslu
iðjuþjálfa með tilheyrandi breytingum á
þjónustu.
Yfirlitstaflan er takmörkuð við þjón
ustu iðjuþjálfa á Grensási. Töfluna
mætti útfæra síðar í undirtöflur með
upplýsingum um sérstaka þjónustuþætti
fyrir mismunandi skjólstæðingshópa út
frá sjúkdómsgreiningum, s.s. höfuð-
áverka, heilablóðfall, mænuskaða, gigt
eða aflimun. Slíkar töflur eru þegar
í vinnslu. Notkun yfirlitstöflunnar á
Grensási síðastliðið ár hefur þegar
gefið vísbendingar um hvernig útvíkka
megi íhlutunarlotu hennar. Þannig
væri gagnlegt til útskýringa á þjónustu
iðjuþjálfa að kljúfa út úr aðferðadálkinum
upplýsingar um þau iðjusvið, sem lýst
er í AOTA flokkunarkerfinu (AOTA,
2014), og iðjuþjálfunarflokka, sbr.
umfjöllun Fisher (1998). Frekari
úrvinnsla íhlutunarlotu töflunnar mun
haldast í hendur við upplýsingaöflun
um gagnreynda þjónustu í fram-
tíðarvinnusmiðjum iðjuþjálfa LSH.
Hægt er að útfæra á sama hátt
þjónustuyfirlit fyrir aðrar starfsstöðvar
iðjuþjálfa á LSH. Ef við lítum á
þrepin þrjú þá þarf að átta sig á
skjólstæðingshópum þeim, sem þiggja
þjónustuna, og hvaða þjónustuferli sé
æskilegt að nota á hverri starfsstöð. Í
framhaldi af hönnun yfirlitstöflunnar
hefur fagráð iðjuþjálfa LSH staðið
fyrir vinnusmiðjum iðjuþjálfa tengdum
þjónustuferlum á nýliðnu ári. Áætlað er
að setja saman þjónustuyfirlit fyrir hverja
starfsstöð sem byggir á þjónustuferli
viðkomandi starfsstöðvar, og samþætta
við upplýsingar úr matsaðferða út-
tektum og íhlutunarleiðum.
Þakkir
Þökkum iðjuþjálfum á Grensási fyrir
þátttöku í upplýsingaöflun um starfsemi
deildarinnar. Einnig iðjuþjálfum annarra
starfsstöðva LSH fyrir góða þátttöku í
vinnusmiðjum.
Heimildaskrá
Abreu, B. C. og Peloquin, S. M. (2005).
The quadraphonic approach: A holistic
rehabilitation model for brain injury. Í N.
Katz (ritstjóri), Cognition & occupation
across the life span: Models for intervention
in occupational therapy (2. útgáfa) (bls.
73–112). Bethesda, MD: AOTA
Baron, K., Kielhofner, G., Iyenger, A.,
Goldhammer, V. og Wolenski, J. (2006).
A user‘s manual for the Occupational
self assessment (OSA). Chicago: Model
of Human Occupation Clearinghouse,
Department of Occupational Therapy,
College of Applied Sciences, University of
Illinois at Chicago.
Brown, C. E. (2014). Ecological models in
occupational therapy. Í B. A. B. Schell, G.
Gillen og M. E. Scaffa (ritstjórar), Willard
& Spackman’s Occupational Therapy
(12. útgáfa) (bls. 494–503). Philadelphia:
Lippincott Williams & Wilkins.
Dunn, W., Brown, C. og McGuigan, A. (1994).
The ecology of human performance: A
framework for considering the impact of
context. American Journal of Occupational
Therapy, 48, 595–607.
Fagráð iðjuþjálfa LSH. (2013). Mats- og
mælitæki iðjuþjálfa LSH. Óbirt handrit.
Fisher, A. G. (1998). Uniting practice and
theory in an occupational framework
(Eleanor Clarke Slagle Lecture). American
Journal of Occupational Therapy, 50,
509–521.
Fisher, A. G. (2009). Occupational Therapy
Intervention Process Model: A model for
planning and implementing top-down,
client-centered, and occupation-based
interventions. Three Star Press: Fort
Collins, CO.
Fisher, A. G. (2013). Occupation-centred,
occupation-based, occupation-focused:
Same, same or different? Scandinavian
Journal of Occupational Therapy, 20,
162–173.
Fisher, A. G. og Griswold, L. A. (2014).
Performance skills: Implementing
performance analyses to evaluate quality
of occupational performance. Í B. A. B.
Schell, G. Gillen og M. E. Scaffa (ritstjórar),
Willard & Spackman’s Occupational
Therapy (12. útgáfa) (bls. 249–264).
Philadelphia: Lippincott Williams &
Wilkins.
Forsyth, K., Taylor, R. R., Kramer, J. M., Prior,
S., Richie, L., Whitehead, J. … Melton, J.
(2014). The model of human occupation.
In B.A Boyt Schell, G. Gillen og E.
Scaffa (ritstjórar) Willard & Spackman’s
occupational therapy (12. útgáfa) (bls.
505–526). Philadelphia: Lippincott Williams
& Wilkins.
Forsyth, K. og Kielhofner, G. (2002). Putting
theory into practice. Í G. Kielhofner
(ritstjóri). Model of human occupation:
Theory and application, (3. útgáfa) (bls.
325–345). Philadelphia: Lippincott Williams
& Wilkins.
Giles, G. M. (2005). A neurofunctional
approach to rehabilitation following severe
brain injury. In N. Katz (ritstjóri), Cognition
& occupation across the life span: Models
for intervention in occupational therapy
(2. útgáfa) (bls. 139–165). Bethesda, MD:
AOTA.
Gillen, G. (2013). A fork in the road: An
occupational hazard? (Eleanor Clarke
Slagle Lecture). American Journal of
Occupational Therapy, 67, 641–652.
Guðrún Árnadóttir. (2003). Þróun mælitækja:
Stöðlun, réttmæti og áreiðanleiki. Í Sigríður
Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson
(ritstjórar), Handbók í aðferðafræði og
rannsóknum í heilbrigðisvísindum, (bls.
411–444). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.
Guðrún Árnadóttir. (2008). Árangur
af iðjuþjálfun einstaklinga með
taugaeinkenni: Hentug ADL matstæki.
Iðjuþjálfinn,1,28–39.
Guðrún Árnadóttir. (2010). Measuring
the impact of body functions on
occupational performance: Validation
of the ADL-focused, Occupation-based
Neurobehavioral Evaluation (A-ONE).
(Doktorsritgerð, Háskólinn í Umeå,
Svíþjóð, 2010). Medical Dissertations, New