Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Síða 39
39
ekki inn fyrr en búið er að meta, þ.e.
á íhlutunarstigi. Rökleiðsla kemur á
forstigi matslotu í MOHO, en er í
bakgrunni allan tímann í OTIPM, þó
einnig sé talað um síðar að MOHO
hugsunarháttur eigi að eiga sér stað í
gegnum allt ferlið (Forsyth o.fl., 2014).
Áhorf er mjög mikilvægt í OTIPM en
ekki eins í MOHO og alls ekki skilyrði.
Orsök iðjuvanda er tekin fyrir sem sér
þrep í OTIPM en ekki MOHO. Einnig
leiðir OTIPM íhlutun þjónustuna
miklu ákveðnar en þjónustuferlið sem
tengt er MOHO. Að öðru leyti eru
þættir svipaðir. Í síðustu línu töflu 1
má sjá upplýsingar sem nýta má við
samanburð þessara tveggja ferla við
þjónustuferli AOTA
(AOTA, 2014), ferlið sem
þjónustuferli MOHO
byggir á, og ferli sem nýtt
hefur verið til hliðsjónar
við þjónustu iðjuþjálfa
á minnismóttöku LSH
Landakoti.
Í OTIPM er sérstök
áhersla á fram-
kvæmdagreiningu og
að líkanið nýtist til að
leiða þjónustuna áfram
með íhlutunarstefnum.
Tekist hefur að skila
þessum þáttum inn í
líkanið sem er ætlað
öllum skjólstæðingum.
Þjón ustu ferli MO HO
endurspeglar ekki sér-
kennandi MOHO hugtök
hugmyndafræðinnar að
öðru leyti en því að vísað
er til rökleiðslu tengda
hugmyndafræði MOHO
á undirbúningsþrepi. Það
er því ekki eins leiðandi
varðandi íhlutun og
OTIPM ferlið er.
Þjónustuyfirlitstöflur
Nokkur orð um
yfirlitstöflur áður en
lengra er haldið. Við val á þjónustuferlum
er mikilvægt að velta fyrir sér hvað
hið útvalda ferli hefur umfram önnur.
Einnig er mikilvægt að skoða hvort verið
er að nota öll þrep ferlisins í þjónustu.
Tekur ferlið til allra þátta þjónustunnar?
Veitir það nothæfar upplýsingar um
mat og leiðandi íhlutunarupplýsingar?
Ef ekki, hverju þarf þá að bæta við,
t.d. í yfirlitstöflu byggða á viðkomandi
þjónustuferli til að fá betra yfirlit?
Ef eitthvað vantar af ofannefndum
þáttum mætti velta fyrir sér hvort annað
þjónustuferli gæti hentað betur. Út
frá slíkum upplýsingum sem fást með
yfirlitstöflum má velta fyrir sér nokkrum
þáttum í ákvarðanatöku um næstu skref.
Aðgerðabinding OTIPM lotna í
yfirlitstöflu
Yfirlitstafla tengd OTIPM þjónustu
ferlinu og sem fjallað er um í greininni
„Þjónustuyfirlit sem grundvöllur gæða
þróunar innan iðjuþjálfunar“ annars
staðar í þessu blaði hefur verið notuð til
að taka saman upplýsingar yfir almenna
þjónustu iðjuþjálfa á LSH Grensási.
Þjónustuloturnar eru þrjár (mat, íhlutun
og endurmat). Þjónustuferlið (OTIPM)
sjálft endurspeglast í dálknum yst til
vinstri á þjónustuyfirlitstöflunni (sjá
töflu 2). Ég útvíkkaði síðan töfluna yfir
til hægri til að hægt væri að veita nánari
upplýsingar um eðli þeirra matstækja
sem eru í notkun á hverri starfsstöð.
11
Tafla 1. Samanburður þjónustuferla.
Ferli Fræði
stýrt
Rök-
leiðsla
Iðju-
mynd
Mat Skilyrði
um áhorf
Orsök Markmið Íhlutunar-
leiðir
Íhlutun Endur-
mat
MOHO Bak-
gunnur
Spurningar
á forstigi
Já Já Nei Nei Já Nei Já Já
OTIPM Nei* Bak-
grunnur
Já Já Já Já Já Já Já Já
AOTA Nei* Bak-
grunnur
Já Já Nei Nei Já Nei Já Já
*Fræðilíkön koma ekki við sögu fyrr en í íhlutunarlotu.
Tafla 1. Samanburður þjónustuferla.
*Fræðilíkön koma ekki við sögu fyrr en í íhlutunarlotu.
12
Tafla 2. Þjónustuyfirlit byggt á þjónustuferli OTIPM, próffræðiþáttum og
iðjusviðum AOTA
ÞÆTTIR OTIPM:
þjónustulíkans Fisher:
AÐGERÐALÝSING
MATSAÐFERÐ
ÓFORMLEG MATSTÆKI MÆLITÆKI
MATSLOTA
1. Iðja - aðstæður
Skjólstæðingssýn
Styrkleikar/erfiðleikar
MATSLOTA
2. FRAMKVÆMDA-
GREINING
(PERFORMANCE
ANALYSIS)
MATSLOTA
3. ATHAFNA-
GREINING (TASK
ANALYSIS)
MARKMIÐ 1. 2. 3.
4. ÍHLUTUNARLOTA
VELJA LÍKAN
NÁLGUN IÐJUFLOKKUR
/IÐJUSVIÐ
AÐFERÐ
4A. JÖFNUNARLÍKAN
4B. LEIKNILÍKAN
4C. LAGFÆRINGA-
LÍKAN
4D. FRÆÐSLULÍKAN:
5.ÍHLUTUNARLOTA ÍHLUTUN ÍHLUTUN ÍHLUTUN
6. ENDURMATSLOTA MATSAÐFERÐ
ÓFORMLEG MATSTÆKI MÆLITÆKI
7. MARKMIÐ /
ÚTSKRIFT 1.
2. 3.
Tafla 2. Þjónustuyfirlit byggt á þjónustuferli OTIPM, próffræðiþáttum og iðjusviðum AOTA