Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Qupperneq 42
42
Skammtímavistun
Akureyri
Sísý Malmquist
Sameining Skammtímavistunar á Akur eyri og Skóla- og sumarvistunar
fatlaðra Árholti í eina einingu í
Þórunnarstræti 99 (gamli Hús mæðra-
skólinn) á Akureyri.
Skammtímavistun Akureyri var til
húsa á Skólastíg 5 frá árinu 1998 þar
til í mars 2014. Skóla- og sumarvistun
fatlaðra barna starfaði í Árholti við
Höfðahlíð frá árinu 2004 þar til í mars
2014. Húsnæðið, sem Skammtímavistun
var í við Skólastíg, er á þremur hæðum
og hentaði því ekki vel fyrir starfsemina,
bæði vegna aðgengis- og öryggismála.
Þann 1. mars 2014 sameinuðust
Skammtímavistun á Akureyri og Skóla-
og sumarvistun fatlaðra barna og fluttu
í nýuppgert hús í Þórunnarstræti 99
(gamla Húsmæðraskólanum) á Akureyri.
Einnig tók Skammtímaþjónustan yfir
lengda viðveru framhaldsskólanema sem
ungmennadeild Hæfingarstöðvarinnar
í Skógarlundi hafði áður séð um. Það
var gert þannig að þeir sem höfðu
verið á Hæfingarstöðinni
voru þar áfram enda öll að
verða 20 ára. Þau ungmenni,
sem voru að komast á
framhaldsskólaaldurinn, fóru
í þjónustu hjá Skammtíma-
þjónustunni.
Skóla- og sumarvistun fatlaðra:
Börn með mikla fötlun á aldrinum 10-
20 ára eiga möguleika á skólavistun í
Skammtímaþjónustunni. Fjöldi barna
er um 15 daglega og fer fjöldinn eftir
samsetningu hópsins hverju sinni.
Fjöldi barna og viðverutími eykst yfir
sumartímann. Á sumrin er breiðara
aldursbil eða 6-20 ára.
Hlutverk/markmið
Skóla- og sumar-
vistunarinnar:
Lögð er áhersla á að
vistunin sé nemendum
fast ur punktur í tilverunni,
þar sem gott er að koma
og dvelja við skapandi
störf og leiki að skóladegi
loknum. Hlúð er að
grunnþörfum barnanna
með virkri þátttöku þeirra.
Með virkri þátttöku er
átt við að ýtt er undir
sjálfsbjargargetu barn-
anna í athöfnum daglegs
lífs. Veita á börnunum
einstaklingsmiðaða þjón-
ustu. Stefnt er að því að
veita börnunum skilyrði
til að efla félagsfærni sína
og vera í virku samstarfi
við skóla og heimili.
Skammtímavistun Akureyri:
Skammtímavistun fatlaðs fólks er
stoðþjónusta þar sem fjölskyldur fatlaðra
barna eiga kost á því að börnin njóti
tímabundinnar dvalar þegar þörf krefur.
Sama gildir um ungmenni og fullorðið
fatlað fólk sem enn býr í foreldrahúsum.
Flestir nýta sér helgarþjónustu en aðrir
dvelja allt að viku í senn. Boðið er upp á
neyðarvistun ef óvænt atvik koma upp
í fjölskyldunni.
Í skammtímavistun er lögð
áhersla á að:
Skapa aðstæður sem gefa fötluðum
gestum kost á að kynnast og umgangast
aðra gesti í gegnum leik og starf.
Gestirnir séu þátttakendur í öllum
störfum svo sem mögulegt er. Þjálfun
fléttist inn í leik og dagleg störf og sé
sem ósýnilegust. Hver og einn gestur fái
notið sín á eigin forsendum. Upplyfting
og skemmtun sé við hæfi hvers og eins.
Í Skammtímaþjónustunni leggjum við
áherslu á útivist, hreyfingu og skapandi
starf eins og hægt er fyrir hvern og einn
skjólstæðing okkar.
Fjölmargir kostir fylgja sameiningu
sumar- og skólavistunar fatlaðra og
skammtímavistunar. Þar ber helst að
nefna:
Aukin tækifæri fyrir starfsfólk á
aðlögun vinnutíma og starfshlutfalli.