Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Page 44

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Page 44
44 Dagbókarfærsla við lok fjórða vettvangsnáms Aldís Eiríksdóttir Ljósálfar Þegar ég var lítil átti ég yndislega uppáhaldsbók sem hét Dísa ljós- álfur. Þetta var og er ævintýri um litlu stúlkuna sem var ekki stærri en fingur manns. Hún hafði vængi og lenti í því að týna mömmu sinni, villast í skóginum og þurfa að sofa í sykurkari. Ég man söguþráðinn ekki lengur í smáatriðum en þetta var spennutryllir bernskuáranna. Sagan endaði sem betur fer vel og Dísa ljósálfur komst í gegnum skóginn, fann, held ég, alveg örugglega mömmu sína og lifði hamingjusöm til æviloka. Ég veit ekki alveg af hverju mér datt þetta ævintýri í hug núna, nema þá vegna þess að nú tæpum 50 árum seinna er ég sjálf að verða komin á leiðarenda í gegnum annað ævintýri sem hefur á vissan hátt verið spennutryllir fullorðinsáranna. Söguhetjurnar í þessu seinna ævintýri, sem gerist í stóra þétta háskólaskóginum, eru sprenglærðir skógfræðingar og svo við nemendurnir, nokkrir ljósálfar með vængi. Þeir hafa stundum villst og sofið í sykurkörum en háskinn hefur nú samt, held ég, aldrei orðið jafnmikill og hjá Dísu, nöfnu minni, forðum daga. Gott ævintýri endar jafnan vel og í trausti þess lesum við þau enn fyrir börnin okkar, en í öllum ekta ævintýrum birtast líka ógnanir og þrautagöngur, sem takast þarf á við. Glíman við þær og niðurstaða átakanna bera með sér boðskap og lærdóm sem lesandinn eða áheyrandinn getur nýtt sér í lífi og starfi. Þannig er það líka með mig núna þegar ég horfi til baka yfir þessi fjögur ár sem ég hef verið í skóginum. Ég hef staðið andspænis ýmsum áskorunum og tekist á við þær bæði í verkefnavinnu, prófum og svo síðast en ekki síst í vettvangsnámi á fjórum ólíkum stöðum. Ef ég hugsa um námið sem skógargöngu þá getum við sagt að trén séu allir þeir ólíku skjólstæðingshópar sem við höfum lært um og kynnst á leiðinni. Sum trén eru há og beinvaxin og teygja sig bísperrt á móti sólinni, sum eru lítil og kræklótt og eiga í basli með að ná í nokkurt sólarljós og svo eru líka trén sem þurfa ekki svo mikla sól heldur nægir þeim frjór jarðvegur, væta og skjól til að geta vaxið. Allur þessi lærdómur um mismunandi tré, jarðveg, sól, regn og vinda hefur gefið ævintýrinu mikið gildi og áður en langt um líður verð ég búin að gleyma að hafa nokkurn tímann sofið í sykurkari. Það er góð tilfinning að skilja betur hvernig er hægt að rækta skóg þar sem öll tré fá að njóta sín og hvernig er hægt að hlúa að hverju og einu þannig að það geti sjálft séð um að vaxa og dafna. Það er nefnilega dásemdin í þessu. Öll tré, sem fá birtu, skjól, góðan jarðveg og pláss fyrir greinarnar sínar, vaxa. Alveg eins og mannfólkið hér. Nú þegar háskóla - s k ó g a r g ö n g u n n i er að verða lokið og við komin í útjaðar skógarins tilbúin að fljúga á vængjunum okkar, sem hafa stækkað verulega við átökin, förum við að tengja saman í eina heild það sem við lærðum á leiðinni. Orð og hugtök sem hafa sprottið af vörum kennaranna, komið fljúgandi á vængjum alnetsins og skotist upp af blaðsíðum bókanna eru smátt og smátt að renna saman við reynsluna sem vettvangsnámið hefur veitt okkur. Hugtök eins og eflandi samskipti, skjólstæðingsmiðun, fagmennska, fordómaleysi og samvinna hafa öðlast raunverulega merkingu. Það er nefnilega eitt að geta farið með skilgreiningar þessara hugtaka á prófum og í verkefnum en annað að nýta sér þau í starfi. Nýta þau til stuðla að því að allir geti lifað sjálfstæðu, gefandi og innihaldsríku lífi og sýna í verki að skjólstæðingar okkar séu þeir sem eiga að ráða ferðinni og hafa með líf sitt að gera. Nú þegar fjórða vettvangsnámi okkar er lokið og útskrift ekki langt undan, langar mig að láta hugann reika um þau hugtök sem eru mér efst í huga núna og verða örugglega til stuðnings og áminningar þegar ég fer að vinna sem iðjuþjálfi. Dæmin sem ég tek eru ekki endilega úr vettvangsnáminu núna heldur koma þau héðan og þaðan úr náminu. Eflandi samskipti Á venjulegum degi í vettvangsnámi hittum við alls konar fólk, bæði skjólstæðinga og starfsfólk. Við horfum, hlustum og lesum í viðbrögð af athygli. Við veltum fyrir okkur hvernig áhrif fólk hefur hvert á annað og svo eigum við sjálf samskipti sem eru ekki síður lærdómsrík. Sem betur fer hafa oftast blasað við eflandi samskipti sem hafa vakið gleði og von í brjóstinu. „Já svona á að gera þetta“ hef ég þá hugsað. Stundum hef ég líka rekist á afskiptaleysi og sinnuleysi í samskiptum þar sem fólki virðist vera sama um hvert annað og þá leitar sú hugsun á, hvað það hljóti að vera leiðinlegt og dauflegt að vinna með fólki og hafa ekki áhuga. Það versta hefur svo verið að verða vitni að niðurbrjótandi samskiptum. Það hefur sem betur fer ekki oft komið fyrir, en verður víti til varnaðar. Ég held að til þess að geta orðið góður iðjuþjálfi sé óendanlega mikilvægt að velja fyrstu leiðina, sem ég nefni hér að ofan, og gera það markvisst og meðvitað. Að reyna að koma alltaf fram við fólk með það að markmiði að efla það og styrkja. Að hafa trú á fólki og ganga út frá því að allir hafi eitthvað gott til málanna að leggja, hvort sem það eru skjólstæðingar eða samstarfsfólk. Ég geymi augnablik frá öllum vettvangsstöðum þar sem starfsfólk hefur sýnt listilega hvernig er hægt að efla skjólstæðinga og hvetja til dáða og þar sem starfsfólkið vinnur Ég held að til þess að geta orðið góður iðjuþjálfi sé óendanlega mikilvægt að velja fyrstu leiðina, sem ég nefni hér að ofan, og gera það markvisst og meðvitað. Að reyna að koma alltaf fram við fólk með það að markmiði að efla það og styrkja.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.