Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Qupperneq 47

Iðjuþjálfinn - 01.06.2015, Qupperneq 47
47 Iðjuþjálfunarfræðideild við Háskólann á Akureyri (HA) leitast við að veita nemendum bestu mögulegu menntun sem í boði er á hverjum tíma. Að loknu námi skulu nemendur útskrifast sem sjálfstæðir og öflugir fagmenn með sterka fagvitund og starfsímynd. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna álit og viðhorf iðjuþjálfanema og iðjuþjálfa af náminu við HA og hversu vel það undirbjó þá undir störf á vettvangi. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: 1) Hvert er álit og viðhorf iðjuþjálfanema á þriðja og fjórða ári til núverandi náms í iðjuþjálfunarfræði við HA? 2) Hvert er álit og viðhorf iðjuþjálfa, sem útskrifuðust fyrir einu til þremur árum, til þess náms sem þeir stunduðu í iðjuþjálfunarfræði við HA? og 3) Hvernig finnst iðjuþjálfum, sem út­ skrifuðust fyrir einu til þremur árum síðan, nám í iðjuþjálfunarfræði við HA hafa undirbúið þá fyrir störf m.t.t. faglegrar færni og þátttöku? Til að ramma inn rannsóknina var notað kanadíska iðjulíkanið um færni við iðju ( C M O P - E ) . Notuð var megin d leg rann sóknaraðferð og gagna aflað með vefrænni spurninga könnun. Þýði rannsóknarinnar voru nemendur á þriðja og fjórða ári vorið 2014 og iðjuþjálfar sem útskrifuðust fyrir einu til þremur árum. Alls voru sendir út 65 spurningalistar og svör bárust frá 47 einstaklingum eða 72,3%. Stærstum hluta nemenda fannst námið mjög krefjandi, fjölbreytt og áhugavert. Almennt voru nemendur ánægðir með uppbyggingu námsins en óánægja kom fram með vægi hins hagnýta og verklega hluta. Flestum nemendum fannst námið samræmast vel hlutverki iðjuþjálfa og þörfum samfélagsins fyrir þjónustu. Iðjuþjálfarnir töldu námið hafa undirbúið þá vel fyrir starfið og fannst fag leg færni sín hafa verið góð við lok námsins. Það tók þó iðju þjálfana oft ast 6 mánuði eða jafnvel eitt ár að upplifa faglega færni í starfi en u.þ.b. þriðjungur töldu að það hefði tekið eitt ár eða meira. Lykilhugtök: Nám í iðjuþjálfun, fagmennska, fagleg færni, fagleg þátt- taka. Leiðbeinandi: Guðrún Pálmadóttir, dósent Nám í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri – Álit og viðhorf nemenda og iðjuþjálfa Kristín Heiða Garðarsdóttir Svala Helga SigurðardottirErna Kristín Sigmundsdóttir Ágrip útskriftanema 2014 Þetta verkefni er heimildasamantekt með nýsköpun. Tilgangur verkefnis- ins er að skoða hvernig tónlist hefur verið notuð með börnum og einnig hvaða möguleikar eru á notkun hennar til að hafa jákvæð áhrif á þátttöku barna og iðju þeirra. Þær rannsóknarspurningar, sem leiða verkefnið, eru eftirfarandi: 1) Hefur tónlist eflandi áhrif á iðju og þátttöku barna á aldrinum 4-13 ára og þá með hvaða hætti? 2) Hvernig geta iðjuþjálfar nýtt tónlist til eflingar á færni við iðju og þátttöku barna á aldrinum 4-8 ára? Fyrri spurningunni er svarað með heimilda samantekt og þeirri síðari með nýsköpun. Sú hugmyndafræði, sem verkefnið byggir á, er kanadíska hugmyndafræðin ásamt þroskakenningum. Heimildasaman- tekt in leiddi í ljós að iðjuþjálfar nota tónlist hvorki mikið né markvisst í starfi sínu. Þó hefur verið sýnt fram á að möguleikarnir séu miklir. Einnig kom fram að tónlist hefur áhrif á ýmsa þætti sem snerta færni barna og þátttöku þeirra í daglegu lífi, s.s. a) verki, b) hreyfingar, c) tilfinningar og hegðun d) hugarstarf og e) tjáningu og samskipti. Má því segja að tónlist sé hægt að nýta í meira mæli innan iðjuþjálfunar vegna þeirra margvíslegu áhrifa sem hún getur haft. Niðurstöður heimildasamantektar voru nýttar til nýsköpunar sem er þríþætt. Í fyrsta lagi var námskeiðið „Leikur með tónlist“ í þeim tilgangi að gera tónlist aðgengilegri fyrir iðjuþjálfa og gera þeim kleift að nota hana á einfaldan hátt í starfi sínu. Í öðru lagi var hönnuð fræðsla þar sem notkun og notagildi námskeiðsins er kynnt fyrir iðjuþjálfum og í þriðja lagi var sett upp hugmynd að smáforriti (app) sem ætlað er til notkunar samhliða námskeiðinu. Lykilhugtök: Tónlist, iðjuþjálfun, þátttaka, efling iðju. Leiðbeinandi: Sara Stefánsdóttir, lektor. Taktu þátt – tónlist og taktur í starfi iðjuþjálfa með börnum Jóhanna Svava Sigurðardóttir og Lísbet Reykjalín Elvarsdóttir

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.