Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 10

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 10
8 Þjóðmál VETUR 2010 Enn ein ástæðan fyrir því að Ragnar vill losna við höftin sem fyrst er sú að fljótt fari menn að laga sig að höftunum, haga rekstri sínum og skipulagi í kringum þau og þannig fái þeir ákveðna hagsmuni af því að þau séu við lýði sem lengst . Strax heyrist frá fjármálafyrirtækjum að þau vilji ekki að höftunum sé aflétt hratt og vel . Þar með víki þjóðarhagur fyrir haftastefnu . Ég studdi það á sínum tíma, haustið 2008, þegar ákveðið var að innleiða gjald- eyrishöft við aðstæður, sem sköpuðust eftir bankahrunið . Á hitt benti ég á fundum þingflokks sjálfstæðismanna, að menn yrðu að gera sér grein fyrir því að síðan tækju embættismenn við að framfylgja hafta- reglunum . Þá yrðu settar fram kröfur um sífellt meira og þyngra eftirlit . Mesta hættan væri sú að litið yrði á þetta sem varanlegt bjargráð . Gegn því yrði að vinna . Orð Ragnars Árnasonar sýna að varn- aðarorð í þessa veru áttu rétt á sér . Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, efndi til blaðamannafundar 25 . nóvember, sama dag og viðtalið við Ragnar birtist . Seðla- bankastjórinn talaði á þann veg að þjóðin skyldi búa sig undir langvinn höft . Már er stjórnlyndur maður, enda gamall marxisti- lenínisti, og hann áttar sig á því að höftin veita honum meira vald sem seðlabanka- stjóra en ella væri . Í stað þess að helga sig því að leggja stóru línurnar við stjórn peningamála situr hann yfir hlut fyrirtækja og ein stakl inga eins og sannaðist, þegar hann brá fæti fyrir sölu ríkisins á Sjóvá . Þegar salan á Sjóvá var á lokastigi og Már skyldi rita undir sölusamning, sem hafði verið um hálft ár í smíðum, greip hann til þess ráðs að veifa gjaldeyrisreglunum og haftavaldi sínu samkvæmt þeim . Hann hótaði einum kaupanda lögreglurannsókn til að fæla hann úr kaupendahópnum . Fram ganga Más varð til þess að tilboðsgjaf ar drógu sig í hlé . Ríkið varð af 11 milljörðum króna og situr uppi með tryggingar félag . Ríkis rekið tryggingarfélag spillir trygg inga- markaðnum á skömmum tíma . Barnaskapur er að halda að Már Guð- mundsson muni ótilneyddur sleppa þessu skömmtunarvaldi . Eitt er víst, að ekki verð ur hann knúinn til þess af Stein grími J . Sigfússyni, sem beitir valdi fjár mála ráð- herra til að deila og drottna eins og sann- aðist í svonefndu Árbótarmáli . Þar hótaði hann barnaverndarstofu að frysta til hennar fjárveitingar nema farið yrði að vilja hans . Hafði ráðherrann síðan í heitingum við stjórnendur Barnaverndarmála fyrir að fara að upplýsingalögum við miðlun upp lýs- inganna, sem afhjúpuðu hótun Stein gríms . Orð Ragnars Árnasonar um hve fljótir fé- sýslumenn og aðrir eru að laga sig að höft um og finna leiðir til að njóta sín innan þeirra beina athygli að dapurlegri stað reynd . Hvar heyrum við markviss og skýr and- mæli gegn gjaldeyrishaftastefnu ríkis stjórn- ar og seðlabanka? Ekki úr bönk un um . Það- an heyrist hvorki hósti né stuna, þótt seðla - banka stjórinn segi þjóðina ekki búa við „nægi lega heilbrigt bankakerfi“ til að það geti staðið á eigin fótum . Það er stutt leið frá mikil mennsku bankastjórnenda fyrir hrun til þýlyndis við valdfreka embættis- og stjórn mála menn eftir hrun . Þótt Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf- stæð isflokksins, gagnrýndi framgöngu Stein gríms J . í Árbótarmálinu, leið ekki á löngu þar til Tryggvi Þór Herbertsson, flokks bróðir hennar á þingi, lagði blessun sína yfir verk Steingríms J . í Kastljósi (24 . nóv ember 2010) . Fleiri hafa siglt í kjölfar hans . Undrun vekur að um leið og menn telja að réttmætt hafi verið að greiða 30 milljón ir króna til Árbótar-bænda láta þeir hjá líða að gagnrýna forkastanleg vinnu- brögð Steingríms J . Skal því seint trúað að þau verði talin samrýmast góðum stjórn- sýslu háttum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.