Þjóðmál - 01.12.2010, Side 18
16 Þjóðmál VETUR 2010
skránni hefur verið breytt nokkrum sinn-
um og veigamiklum ákvæðum var bætt í
hana 1995 þegar mannréttinda ákvæðin
komu til skjalanna . Það er því ekki rétt að
halda því fram, eins og því miður hefur
oftlega heyrst, að engu hafi verið breytt .
Álitamál hafa svo komið upp á síðustu
árum um túlkun á stjórnarskránni, eins
og t .d . um málskotsrétt forseta Íslands, en
sú túlkun sem forseti hefur beitt í tvígang
gengur í berhögg við það sem fram til
þessa hefur verið skoðun fræðimanna í
lögfræði . Víst er, að þetta tiltekna ákvæði
þarfnast endurskoðunar . Einnig hafa
verið sjónarmið uppi um hvort rétt sé að
breyta 79 . gr . stjórnarskrárinnar og gera
breytingar á henni þar með einfaldari .
Meginatriðið er, að það er ekki skynsam-
legt að hefja stórfelldar breytingar á stjórnar-
skrá lands sem er í miðju efnahagslegu
fár viðri og á nóg með að halda sjó í þeim
verk efnum sem fram undan eru . Það verður
að ígrunda vel þetta grundvallarskjal sam-
félags ins og ekki vera að hræra í hlutunum
er síst skyldi .
Því miður hefur þessi afstaða ekki hljóm-
grunn á Alþingi um þessar mundir og þegar
nýtt frumvarp um stjórnlagaþing leit dags ins
ljós á síðasta vetri varð fljótt ljóst að ríkis-
stjórnin og sérstaklega forsætisráðherra legði
mikla áherslu á að frumvarpið yrði að lögum .
Helsta breytingin, sem orðið hafði á málinu
frá vorinu áður, var sú, að þingið skyldi nú
vera ráðgefandi í stað þess að niðurstaða þess
yrði bindandi eins og þá var . Kosnir skyldu
25 til 31 fulltrúi, eftir því hvernig stæði á
jafnræði milli kynja, og skyldi þingið sitja í
tvo til fjóra mánuði .
Gagnrýni á frumvarp
um stjórnlagaþing
Eins og kunnugt er, lagðist þingflokkur Sjálfstæðisflokksins einnig gegn þessu
nýja frumvarpi og hafði fyrir því margvísleg
rök . Margt af því sem þar var gagnrýnt hefur
því miður komið á daginn í aðdraganda
kosninga til stjórnlagaþings, t .d . það, að
varasamt væri að landið yrði eitt kjördæmi
og að kosningakerfið væri illskiljanlegt og
erfitt í framkvæmd . Megingagnrýni Sjálf-
stæðis flokksins var þó sú, að málið væri
van búið, að nauðsynlegt væri að vinna það
mun betur .
Það var of mikill asi á málinu í meðferð
þingsins . Í svo mikilvægu máli og ekki
síður þegar til stendur að setja á fót sér staka
stofnun til að gera tillögur að stjórnar-
skrárbreytingum, er eðlilegt að mál fái að
þroskast og ólík sjónarmið að heyrast . Það
er ekki síður mikilvægt að umræða um þessi
mál sé til staðar í þjóðfélaginu, bæði meðal
almennings og í fræðasamfélaginu .
Það er gagnrýnivert að hefja breytingar
á stjórnarskránni með þessum hætti um
leið og þjóðin stendur í stórræðum við að
bjarga sér út úr efnahagsvandræðum . Í stað
þess að fara í slíka vegferð hefði t .d . verið
æskilegt að menn veltu fyrir sér hvort hægt
væri að fara aðrar leiðir en þá sem hér var
til umfjöllunar . Í því sambandi má nefna
hvort ekki hefði verið skynsamlegt að efna
til sérstakrar rannsóknar á stjórnarskránni
áður en afstaða væri tekin til þess hvort
og þá hvernig þyrfti að breyta henni . Það
væri að sönnu til fyrirmyndar ef ríkisvaldið
hefði frumkvæði að því að setja fjármuni
í athugun á þessum grundvallarlögum og
hvernig þau hafa staðist tímans tönn . Að
slíkri rannsókn lokinni og þegar þjóðfélagið
væri komið á lygnari sjó, væri heppilegra að
hefja endurskoðun stjórnarskrár á vettvangi
þingsins .
Þá er vert að benda á, að fyrri stjórnar-
skrárnefnd, undir forystu Jóns Kristjáns-
sonar, fyrrverandi ráðherra, skilaði af sér
umfangsmikilli áfangaskýrslu um endur-
skoðun stjórnarskrárinnar í febrúar 2007