Þjóðmál - 01.12.2010, Side 21

Þjóðmál - 01.12.2010, Side 21
 Þjóðmál VETUR 2010 19 númeri frambjóðenda en ekki nafni . Allt þetta þrennt er nýmæli hér . Hættan var sú, eins og kom á daginn, að þeir sem voru þekktir og bjuggu á höfuðborgarsvæðinu nyttu ákveðins forskots þegar að kjöri kæmi . Í ljós kom að ríflega 520 manns buðu sig fram til stjórnlagaþings . Er það áreiðanlega mun fleiri en nokkurn óraði fyrir . Af þeim er mikill meiri hluti af höfuðborgar svæð- inu auk þess sem karlar eru 364 en konur 159 . Í aðdraganda kosninganna fylgdumst við með því hversu erfiðlega frambjóðendum gekk að koma sér á framfæri . Um leið og frambjóðendur reyndu að kynna nafn sitt og áherslumál þurftu þeir jafnframt að burðast með að tengja sig tilteknu númeri . Það er stór spurning hvort ekki hefði verið betra að hafa kjörseðilinn á nokkrum blaðsíðum og leyfa kjósendum að velja nafn í stað þess að fara þessa framandi leið . Þá brá Ríkisútvarpið á það ráð, eftir að umtalsverð gagnrýni kom fram á umfjöllun þess, að taka viðtöl við alla frambjóðendur og spila í útvarpinu á nokkurra daga tímabili . Ekki virðast þær útsendingar hafa megnað að rétta hlut lítt þekktra frambjóðenda gagnvart hinum þekktari . Hvað er fram undan? Sá lærdómur sem má strax draga af því ferli sem nú er að baki, þ .e . sjálfri kosningunni til stjórnlagaþings, er vafa- laust sá, að mjög þarf að ígrunda hvernig haga skuli kjördæmaskipan hér á landi og verulegir gallar eru á því að landið sé eitt kjördæmi . Í ljós hefur komið hversu miklum annmörkum það er háð, að kynna sig á landsvísu eins og þarna var gert sem er einn stærsti galli á því að landið sé eitt kjördæmi . Hallar mjög á þá, sem eru óþekkt ari og eiga erfiðara með að koma sér á framfæri . Miklu nær er að athuga hvort hægt sé að minnka kjördæmin, skoða kosti einmenningskjördæma eða jafnvel hafa blandaða leið fámennra kjördæma og landslista . Þá er einnig verulegt umhugs- unar efni hvernig fara skuli með persónukjör og hvort þeir sem helst hafa talað fyrir því, séu enn á sama máli eftir þessa reynslu . Í raun má segja, að í þeim flokkum sem hafa haldið fjölmenn prófkjör er um vísi að persónukjöri að ræða og athugunarefni hvort hægt sé að finna einhverja leið til að þessi sjónarmið mætist . Þó er ljóst, að persónukjör til stjórnlagaþings er eðlisólíkt persónukjöri til Alþingis þar sem stjórnmálaflokkar keppa annars vegar en í hinu tilfellinu keppa frambjóðendur innbyrðis allt fram á kjördag . Slíku fylgja vafalaust mikil átök . Þá er þessi kosning vonandi sú eina þar sem kjósendur og frambjóðendur þurfa að búa við að nöfn víki fyrir númerum . Fyrir utan hversu undarlegt það er að kjósa með þeim hætti, er þetta svo ópersónulegt að engu lagi er líkt . Nánast er það eins og talningar vélar standi kjósendum og fram- bjóðendum fram ar . En meginatriðið hlýtur þó að vera það, hvert skuli stefnt og hver verði niðurstaðan á stjórnlagaþingi . Vonandi munu þeir sem setjast á stjórnlagaþing ná tökum á þessu verkefni og hafa það einnig í huga, að umbylta ekki því sem ekki er bilað . Að breyta ekki því sem hefur fram að þessu verið hornsteinn íslensks samfélags . Það að endurskoða stjórnarskrá, þýðir ekki að hana þurfi að endurskrifa eða snúa á hvolf . Síst þurfum við á því að halda .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.