Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 21

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 21
 Þjóðmál VETUR 2010 19 númeri frambjóðenda en ekki nafni . Allt þetta þrennt er nýmæli hér . Hættan var sú, eins og kom á daginn, að þeir sem voru þekktir og bjuggu á höfuðborgarsvæðinu nyttu ákveðins forskots þegar að kjöri kæmi . Í ljós kom að ríflega 520 manns buðu sig fram til stjórnlagaþings . Er það áreiðanlega mun fleiri en nokkurn óraði fyrir . Af þeim er mikill meiri hluti af höfuðborgar svæð- inu auk þess sem karlar eru 364 en konur 159 . Í aðdraganda kosninganna fylgdumst við með því hversu erfiðlega frambjóðendum gekk að koma sér á framfæri . Um leið og frambjóðendur reyndu að kynna nafn sitt og áherslumál þurftu þeir jafnframt að burðast með að tengja sig tilteknu númeri . Það er stór spurning hvort ekki hefði verið betra að hafa kjörseðilinn á nokkrum blaðsíðum og leyfa kjósendum að velja nafn í stað þess að fara þessa framandi leið . Þá brá Ríkisútvarpið á það ráð, eftir að umtalsverð gagnrýni kom fram á umfjöllun þess, að taka viðtöl við alla frambjóðendur og spila í útvarpinu á nokkurra daga tímabili . Ekki virðast þær útsendingar hafa megnað að rétta hlut lítt þekktra frambjóðenda gagnvart hinum þekktari . Hvað er fram undan? Sá lærdómur sem má strax draga af því ferli sem nú er að baki, þ .e . sjálfri kosningunni til stjórnlagaþings, er vafa- laust sá, að mjög þarf að ígrunda hvernig haga skuli kjördæmaskipan hér á landi og verulegir gallar eru á því að landið sé eitt kjördæmi . Í ljós hefur komið hversu miklum annmörkum það er háð, að kynna sig á landsvísu eins og þarna var gert sem er einn stærsti galli á því að landið sé eitt kjördæmi . Hallar mjög á þá, sem eru óþekkt ari og eiga erfiðara með að koma sér á framfæri . Miklu nær er að athuga hvort hægt sé að minnka kjördæmin, skoða kosti einmenningskjördæma eða jafnvel hafa blandaða leið fámennra kjördæma og landslista . Þá er einnig verulegt umhugs- unar efni hvernig fara skuli með persónukjör og hvort þeir sem helst hafa talað fyrir því, séu enn á sama máli eftir þessa reynslu . Í raun má segja, að í þeim flokkum sem hafa haldið fjölmenn prófkjör er um vísi að persónukjöri að ræða og athugunarefni hvort hægt sé að finna einhverja leið til að þessi sjónarmið mætist . Þó er ljóst, að persónukjör til stjórnlagaþings er eðlisólíkt persónukjöri til Alþingis þar sem stjórnmálaflokkar keppa annars vegar en í hinu tilfellinu keppa frambjóðendur innbyrðis allt fram á kjördag . Slíku fylgja vafalaust mikil átök . Þá er þessi kosning vonandi sú eina þar sem kjósendur og frambjóðendur þurfa að búa við að nöfn víki fyrir númerum . Fyrir utan hversu undarlegt það er að kjósa með þeim hætti, er þetta svo ópersónulegt að engu lagi er líkt . Nánast er það eins og talningar vélar standi kjósendum og fram- bjóðendum fram ar . En meginatriðið hlýtur þó að vera það, hvert skuli stefnt og hver verði niðurstaðan á stjórnlagaþingi . Vonandi munu þeir sem setjast á stjórnlagaþing ná tökum á þessu verkefni og hafa það einnig í huga, að umbylta ekki því sem ekki er bilað . Að breyta ekki því sem hefur fram að þessu verið hornsteinn íslensks samfélags . Það að endurskoða stjórnarskrá, þýðir ekki að hana þurfi að endurskrifa eða snúa á hvolf . Síst þurfum við á því að halda .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.