Þjóðmál - 01.12.2010, Side 24

Þjóðmál - 01.12.2010, Side 24
22 Þjóðmál VETUR 2010 tekj ur sjávarútvegsins voru á tímabilinu 112 milljarð ar á ári en eftir rekstrarkostn að, fjár fest ingar og fjármagnskostnað birgða og rekstr ar fjármuna standa eftir 8–9% (sjá mynd 1) sem hægt er að nýta til að fjár festa í aflaheimildum . Þessi 8–9% eru verð mæti óveidds afla eða sá hagnaður sem óánægju- raddir eru ósáttar við . Hefðu tekjur verið 8–9% lægri væri ekkert verðmæti í afla heim- ildum og staða sjávarútvegsins að öllu leyti erfiðari . EBITDA stendur fyrir hagnað fyrir vexti, skatta og afskriftir (varanlegra og óá- þreif anlegra fastafjármuna) . Með öðr um orð - um, rekstrarhagnaður fyrir af skrift ir . Með al EBITDA á tímabilinu var 25 milljarðar (112 milljarðar að frá dregn um rekstrar kostn aði) og meðal EBITDA-fram legðin (EBITDA sem hlutfall af tekjum) var 22,6% samkvæmt tölum Hag stof unnar . Ef framlegðin hefði verið lægri um áðurnefnda 9% er líklegt að ekk ert verðmæti væri í aflaheim ildum því rekstrar hagnaðurinn myndi ein göngu duga til viðhaldsfjárfestinga og eðlilegr ar ávöxt unar kröfu af fastafjármunum og veltu- fjármunum . Áætla má m .v . ofangreindar forsendur að sjávarútvegurinn þurfi 15% EBITDA- framlegð til að standa undir sér . Sé framlegðin lægri þarf að niðurgreiða veiðarnar með einum eða öðrum hætti en sé framlegðin hærri myndast verðmæti í aflaheimildum . Mynd 2 staðfestir einnig þessa lágmarksframlegð enda sýnir myndin taprekstur í geiranum þegar framlegð er undir 15% . Mynd 2 sýnir jafnframt hvað rekstur sjávarútvegsins er brothættur en umtalsverður viðsnúningur hefur verið á EBITDA-framlegð og hagnaði (eða tapi) greinarinnar á sama tíma og þorskkvóti hefur dregist saman . Áður en kvótakerfið var sett á laggirnar var afkoma greinarinnar slök og gengisskráning notuð til að rétta af stöðuna . Þegar svarta skýrsla Hafró var birt var ljóst að ekki yrði haldið áfram á sömu braut nema með skipbroti . Eflaust eru margar aðrar ástæður fyrir því að framlegð greinarinnar hefur farið batnandi og væri áhugavert að sjá framlegð greinarinnar fyrir 1980 . Innleiðing kvótakerfisins árið 1984 og framsal kvótans árið 1990 hefur hins vegar haft jákvæð áhrif á rekstur greinarinnar . Betri nýting fiskiskipa varð Mynd 1 . Tekjur sjávarútvegsins, bæði af veiðum og vinnslu, voru að meðal tali 112 milljarðar á ári 1997–2008 en lengra ná gögn Hag stofunnar ekki . Rekstrar kostn- aður, viðhaldsfjárfest ingar og ávöxt- unarkrafa varanlegra rekstrar fjár- muna og birgða er 91–92% . Eftir standa þá einungis 8–9% fyrir afla- heimildir . Lækki tekjur um 8–9%, eða kostnaður um sömu prósentu, er sjávarútvegurinn kominn í sömu sjálfheldu og fyrir 30 árum síðan .* ________________________ * Rekstrarkostnaður án afskrifta var 77%, fjármagnskostnaður vegna varanlegra rekstrarfjármuna (skip, fasteignir og tæki) og birgða 11% (m .v . 10% veginn fjármagnskostnað), viðhaldsfjárfestingakostnaður er um 3-4% (25 ára líftími tækja en ekkert hrakvirði) . Í útreikningunum er stuðst við bókfært virði varanlegra rekstrarfjármuna .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.