Þjóðmál - 01.12.2010, Side 30

Þjóðmál - 01.12.2010, Side 30
28 Þjóðmál VETUR 2010 Hagmunamál bankanna og þar með þjóðarinnar Núverandi stjórnkerfi fiskveiða er árangursríkt kerfi en það hefur tekið langan tíma að ná þeim árangri og hann er ekki sjálfgefinn . Það verður aldrei skortur á fræðimönnum með hið fullkomna fiskveiðistjórnunarkerfi rökstutt með fjölda Excel-taflna og Power- point-glæra . Það er hroki að telja sig sjá allt fyrir og geta spáð fyrir um öll þau áhrif sem fyrningarleiðin mun hafa á mikilvægustu atvinnugrein Íslendinga . Eigið fé flestra sjávarútvegsfyrirtækja mun þurrkast út, rekstrarhagnaður mun ekki nægja til að þjónusta lánin, þannig mun bankakerfið einnig fá skellinn af þessari tilraunastarfsemi . Tjón fyrningaleiðarinnar fyrir bankakerfið getur hæglega orðið um 250–300 milljarðar sem ég áætla að sé bókfært virði sjávar útvegslána út frá ársreikningum bankanna . Landsbankinn, banki allra skattgreiðenda, er stærsti lánveitandi sjávarútvegsfyrir tækja, ríkisbankinn sem gaf út 275 milljarða skulda bréf í erlendri mynt til þrota- búsins . Hann mun aldrei geta borgað það til baka ef fyrningarleiðin verður farin . Þegar Landsbankinn þarf að leysa til sín sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörð um eða í Vestmannaeyjum vegna fyrningar leið- arinnar þá er öruggt að þingmenn Sam- fylkingarinnar munu ekki horfa framan í íbúa sveitarfélagsins og þylja upp röksemdir Jóns Steinssonar um að þetta sé gott fyrir þjóðfélagið . Tilraunastarfsemi með lífsafkomu Íslendinga Þegar allt er dregið saman er ljóst að sífelldur áróður gegn núverandi stjórn kerfi fiskveiða hefur búið til slíkar rang hugmyndir að erfitt er að vinda ofan af þeim . Úr þeim jarðvegi hefur sprottið hin svokallaða fyrningarleið eða upp boðs leið . Hún gengur út á að gera upp tæk þau verðmæti sem urðu til vegna mikill ar hagræðingar á tæpum 30 árum . Fyrir þann tíma voru gjaldþrot, gengisfellingar og vandi sjávarútvegsins fastur liður í fréttatímum Ríkisútvarpsins . Nú er vandi þessa lands, að mati Ólínu Þorvarðardóttur, hagnaður og árangur greinarinnar . Við það geta vinstri menn ekki unað og er því áformað að gera hann upptækan . En árangurinn er ekki fullt hús af auðseljanlegu gulli, heldur væntingar um góðan árangur í framtíðinni . Núverandi aflamarkskerfi hefur skilað þeim árangri . Fyrningarleiðin er sósíalískt verkfæri til að gera þetta fram tíðarsjóðsstreymi upptækt en það mun leysast upp um leið og slíkt er reynt . Það er alvarlegt þegar ungur hagfræðingur, sem enga reynslu hefur af sjávarútvegi, er fenginn til að koma með útfærslur að því hvernig hægt sé að innkalla aflaheimild irn ar . Við nánari skoðun stendur ekki steinn yfir steini sem frá honum kemur . Sátta nefndin komst að allt annarri niðurstöðu . Samt vilja vinstri menn fara þá vitfirrtu leið sem er þeim svo kær – eignaupptaka með tilheyrandi verð- mætarýrnun í sjávarútvegi .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.