Þjóðmál - 01.12.2010, Page 35

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 35
 Þjóðmál VETUR 2010 33 áralangan starfsaldur að baki, er boðið að sækja allt að 30 klukkustunda námskeið til að bæta lestrar- og reikningskunnáttu sína . Þetta stendur þeim til boða „frítt og innan vinnutíma“ ásamt öllum öðrum starfsmönnum spítalans, jafnt faglærðum sem ófaglærðum . Má segja að nokkuð seint sé í rassinn gripið, eða eins og Dalrymple orðar það sjálfur: „hér hafa vitleysingjarnir yfirtekið hælið“ (s . 124) . Okkur ferst varla að gantast með þetta, því að flestir kannast við sögur um boðun öldunga, á sjötta ári eftir tírætt, til skólagöngu hér heima . Sama gætum við séð innan tíðar í heilbrigðiskerfinu ef niðurskurður á útgjöldum til heilbrigðismála gengur mikið lengra . Þá gætu gamalmennin farið að koma fram á listum ungbarnaeftirlitsins . Vinstri menn fá ekki marga plúsa í kladd- ann hjá Dalrymple . En enginn fær verri útreið í bókinni en fyrrverandi forsætisráð- herra Breta, Tony Blair . Dalrymple nánast urr ar og hvæsir þegar hann fjallar um þennan dávald bresku þjóðarinnar . Hann telur Blair hafa unnið óbætanlegan tjón á samfélaginu með óheilindum sínum og afdrifaríkum ákvörðunum sem grafið hafa undan trú verðugleika, ekki bara stjórnmálanna heldur samfélagsins í heild sinni . Dalrymple segir það ekki tilviljun að Blair hafi náð fullum pólitískum þroska um það leyti sem bókin Psychobabble eftir Richard Ganz kom út . Það er verk sem fjallar meðal annars um sjálf hverfu nútímamannsins samfara skorti hans á sjálfs gagnrýni . Nokkurs konar mea culpa án culpa eða eins og Dalrymple leggur Blair orð í munn í afsökunarbeiðni til þjóðar sinnar: „Fyrirgefið mér, því ég hef syndgað en spyrjið ekki hverjar syndir mínar séu“ (s . 172) . Kaflinn um Blair ætti að vera skyldulesning allra sem láta sig stjórnmál varða . Ekki til eftirbreytni heldur sem víti til varnaðar . Dalrymple dregur athugasemdir sínar fram í lokaniðurstöðu . Afleiðing þessa alltumlykjandi velferðar kerfis vinstri kenn ing anna sé: „[V]eröld þar sem ekkert rúm er fyrir börn eða bernsku . Í þeirri trú að maðurinn sé afkvæmi umhverfis síns, hafa þeir [samfélagssmiðirnir] skapað umhverfi sem heldur þegnunum föngn- um . Öllum undankomuleiðum hefur ver- ið lokað og byrgt er fyrir alla felustaði og fylgsni . Fjölskyldan hefur verið lögð í rúst og sama má segja um allar hugmyndir ein- stakl ingsins til að bæta stöðu sína . Skapaður hefur verið heimur þar sem frelsið felst að eins í sjálfs fullnægingu, heimur þar sem jafn vel fangelsið getur orðið eini griðarstaðurinn“(s . 241) . Þetta er dökk mynd og dapu rleg og einskorðast ekki við ógæfufólkið sem Dalrymple hefur haft afskipti af . Bóta kerfið breska nær orðið til flestra þegna lands ins og grefur þannig undan ábyrgðar til finn ingu og sjálfstæði landsmanna . Ríkis stjórnin, sem nýlega tók við völdum, segist ætla að vinda ofan af kerfinu en það er hægara sagt en gert . Það er ekki margt sem kemur á óvart í þess um síðari hluta bókarinnar, annað en persónuleg sýn og reynsla höfundarins sjálfs, hafi menn á annað borð fylgst með bresk um fréttamiðlum síðustu ár . Hins vegar eru essayjurnar í fyrri hluta bókar- innar nýstárlegar og allrar athygli verðar . Þar gefur hann tóninn fyrir það sem á eftir kemur og flakkar um í tíma til að sýna áhrifavalda í hnignun vestrænnar menn- ingar . Til þess leiðir hann saman bók- menntir og eigin ályktanir . Bestu kaflarnir eru þar sem hann er sjálfur athugandinn og miðlar reynslu sinni . Fyrst kynnir hann lesandann fyrir stöðu mála hjá neðsta lagi samfélagsins, þegar hann tekur lesandann með sér í fangelsisvitjun . Ekki til að kynnast einstökum illvirkjum heldur til að leiða lesandann inn í lokaðan heim ólæsis og

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.