Þjóðmál - 01.12.2010, Qupperneq 36

Þjóðmál - 01.12.2010, Qupperneq 36
34 Þjóðmál VETUR 2010 umkomuleysis . Hvað skyldi nú einkenna þetta ógæfufólk að mati Dalrymples? Svarið er einfalt – málleysi! Fangelsi landsins eru yfirfull af fólk með svo takmarkaðan orða- forða og svo lélega málvitund að það er ófært um að tjá óhlutbundna hugsun . Hvað með það? gæti einhver spurt . Jú, það skiptir máli að geta tjáð óhlutbundna hugsun því að í henni felast allar þær þrár og tilfinningar sem einn maður getur í sér borið . Þetta er fólk sem alla ævi lifir á bótum en getur ekki einu sinni fyllt hjálparlaust út eyðublöðin sem færa þeim bæturnar . Sú skapraun sem í þessu málleysi fylgir veldur miklu um ógæfu þeirra . Hún heldur þeim föngnum í von lausum aðstæðum . Því að hvað sem öðru líður þá er það tungumálið sem skipar mönnum sess í samfélaginu . Dalrymple kennir menntakerfinu um þessa ógæfu . Í þeim hluta bókarinnar þar sem hann fjallar um bók Frank Chalks, It´s Your Time You´re Wasting, gerir hann grein fyrir kerfinu sem gengis- fellt hefur menntun heillar kynslóðar þar sem kunn áttu hrakar og próf merkja lítið sem ekkert lengur . Eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar Camerons og Cleggs er að gera atlögu að þessum óskapnaði . En menntakerfi er eins og herskip; stefninu verður ekki breytt á einni nóttu og ekki að vita hvort árangur næst áður en að næstu kosn ing um kemur . Tugthúslimirnir munu þó ekki njóta ávaxtanna falli þeir einhvern tíma af trjánum, því að líf þeirra hefur nú þegar verið lagt í rúst af sjálfvitringi frá Harvard, Steven Pinker . Hjá honum liggur sökin að mati Dalrymples, því að alltof margir bera ótakmarkaða og gagnrýnislausa virð ingu fyrir öllu sem frá þessari mennta- stofnun kemur . Pinker nýtur góðs af því . Kenningar sínar um tungumálið byggir hann á vinnu Noam Chomskys og setur hann þær fram í bókinni, The Language Instinct. Í stuttu máli kveða þær á um að tungumálið sé meðfædd eðlishvöt, hvorki háð menningu eða uppgötvun, þ .e . orðin spretta af sjálfu sér . Þennan frumeiginleika eigi ekki að bæla með illa grunduðu reglu- verki . Málfræði, setningaskipan og fram- burður komi sjálfkrafa ef einstaklingurinn er bara látinn „finna sinn eigin farveg“ . Menn þurfa að vera verulega vankaðir til að kaupa slíkt dómadagsrugl . Bók Pinkers hefur haft gríðarleg áhrif, ekki bara í Bret- landi heldur um allan hinn vestræna heim og hafa Íslendingar ekki farið varhluta af því . Þegar Dalrymple skrifar þennan pistil hefur bókin verið endurprentuð 25 sinnum og það bara í kilju . Árangurinn hefur ekki látið á sér standa eins og Dalrymple bendir á . Heil kynslóð af ungu fólki á nú enga von um betri framtíð þar sem hún hefur verið negld á klafa stéttaskiptingar sem grundvallast á ónógri þekkingu á eigin tungu máli . Þetta skemmdarverk kallar Dal- rymple „grammatical latitudinarian ism“ eða málfræðilega flathyggju sem nú þegar sé líka farin að seilast inn á svið stafsetning ar . Dæmin, sem Dalrymple tekur, eru í senn átakanleg og opinberandi . Menntakerfið er í molum og stendur ekki lengur undir mark miðum sínum . Lenging skólaskyldu breytir þar engu um . Nýútkomin Hvítbók í Bretlandi um breyttar áherslur í menntamálum gefur von um að tekið verði á þessu, en það krefst ákvarðana sem eflaust munu vekja upp mikla andstöðu meðal kennara . Skólaeftirlitið í Bretlandi (Ofsted) telur að uppsagnir kennara, sem ekki eru starfi sínu vaxnir, verði ekki umflúnar . Hér heima þurfa menn að íhuga hvort að óvenju hátt brottfall nemenda úr skólum megi rekja að einhverju leyti til Pinkers . Og þá mætti einnig skoða hvort ónógur undir búningur grunnskólabarna fyrir fram halds skóla stigið megi skrifast á þann sama reikning .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.