Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 46
44 Þjóðmál VETUR 2010
nauðsynleg samræming og viðbúnaður sé á
svæðinu án þess að hervæðing eigi sér stað .
Hernaðaruppbygging á sér stað
Þrátt fyrir að flestir sérfræðingar og ríkisstjórnir séu sammála um að norður-
skautið sé og eigi að vera friðsamlegt svæði
eru ýmsar vísbendingar um að ákveðin
hernaðaruppbygging á svæðinu eigi sér
þegar stað .
Lítum fyrst til Rússlands .
Síðan Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006
hafa rússneskar herflugvélar ítrekað, og án
þess að flugyfirvöldum sé gefin viðvörun
fyrir fram, flogið inn í íslenska, norska og
breska lofthelgi . Þetta hefur í för með sér
margvíslegar hættur .
Utanríkisráðherra Noregs sagði nýverið
á fundi NATO-þingsins að norsk yfirvöld
hefðu um nokkra hríð orðið vör við aukin
um svif og viðveru rússneskra herskipa, flug-
véla og kafbáta á norðlægum svæðum Noregs .
Slík einhliða starfsemi af hálfu Rússa skapar
tortryggni og gerir ekkert annað en að veikja
þann samstarfsanda sem hefur verið sýnileg-
ur á öðrum sviðum . Þarna er augljóslega þörf
á betri upp lýs ingagjöf og samstarfi við rúss-
nesk yfirvöld . Á hinn bóginn hefur Rússland
fyrr á árinu sýnt sterkan samstarfsvilja við
lausn á langvinnri deilu við Noreg um yfirráð
yfir svæði í Barentshafi . Reynslan er því sú að
skilaboðin frá Moskvu varðandi öryggismál
á norðurskautssvæðinu hafa verið misjöfn og
misvísandi .
Á hinn bóginn er ljóst að Rússland er ekki
eina ríkið sem fjárfestir um þessar mundir
í öryggis- og varnarmálum á norður skauts-
svæðinu .
Bandaríkjamenn uppfærðu t .d . nýlega
rats járkerfið í herstöð sinni á Thule á Græn-
landi . Þá hafa Bandaríkjamenn sýnt mikinn
áhuga á því að vernda víðáttumikla strönd
Alaska og í síðasta mánuði óskaði háttsettur
aðmíráll í bandarísku strandgæslunni,
Christopher C . Colvin, eftir auknum fjár-
veitingum frá Washington til kaupa á
eftirlitsskipum, ísbrjótum og nýjum her-
stöðvum til að annast aukna skipaumferð í
gegnum Beringssund .
Sumarið 2009 færði Noregur aðal-
herstöðvar sínar (Operational Command
Headquarters) norður á bóginn og keypti
fimm nýjar freigátur, dýrustu hergögn í
norskri sögu að því er fréttir herma .
Svipaða áherslu er að finna í stefnu danskra
stjórnvalda, en nýr fimm ára þver pólitískur
varnarsamningur allra stjórnmála flokka í
Danmörku utan eins, felur í sér tillögur um
eina sameiginlega norður skauts herstöð og
sameinar áður aðgreindar herstjórnir Græn-
lands og Færeyja . Danmörk tekur einnig
þátt í sameigin legum þjálfunarverkefnum
með öðrum norð ur skautsríkum eins og
Kanada og Bandaríkjunum .
Að lokum hefur Kanada ráðgert að fjárfesta
í nýjum varðskipum, þjálfunarbúðum við
Resolute-flóann, djúpsjávarskipalægi og
aðstöðu til að bæta á eldsneyti auk þess sem
ráðgert er að koma á fót sérstakri herdeild
fyrir norðurskautið .
Til að viðhalda friðsamlegum aðstæðum
er nauðsynlegt að framangreindar, sem og
aðrar hernaðaraðgerðir, sem oft eru réttlættar
sem öryggis- og fullveldismál viðkom andi
þjóðar, birtist ekki sem ögrun eða ógn við
ríki norðurskautsins . Í því samhengi gæti
NATO-Rússland ráðið verið umræðu vett-
vangur þar sem öryggismál væru rædd .
Tvö meginmarkmið
Hægt er að ræða um hlutverk NATO á norðurskautssvæðinu á víðum grunni
og er af mörgu að taka . Ég vil að endingu
draga saman þau tvö meginmarkmið sem ég
tel að horfa þurfa til þegar hlutverk NATO
á norðurskautssvæðinu er metið: