Þjóðmál - 01.12.2010, Qupperneq 46

Þjóðmál - 01.12.2010, Qupperneq 46
44 Þjóðmál VETUR 2010 nauðsynleg samræming og viðbúnaður sé á svæðinu án þess að hervæðing eigi sér stað . Hernaðaruppbygging á sér stað Þrátt fyrir að flestir sérfræðingar og ríkisstjórnir séu sammála um að norður- skautið sé og eigi að vera friðsamlegt svæði eru ýmsar vísbendingar um að ákveðin hernaðaruppbygging á svæðinu eigi sér þegar stað . Lítum fyrst til Rússlands . Síðan Bandaríkjaher yfirgaf Ísland 2006 hafa rússneskar herflugvélar ítrekað, og án þess að flugyfirvöldum sé gefin viðvörun fyrir fram, flogið inn í íslenska, norska og breska lofthelgi . Þetta hefur í för með sér margvíslegar hættur . Utanríkisráðherra Noregs sagði nýverið á fundi NATO-þingsins að norsk yfirvöld hefðu um nokkra hríð orðið vör við aukin um svif og viðveru rússneskra herskipa, flug- véla og kafbáta á norðlægum svæðum Noregs . Slík einhliða starfsemi af hálfu Rússa skapar tortryggni og gerir ekkert annað en að veikja þann samstarfsanda sem hefur verið sýnileg- ur á öðrum sviðum . Þarna er augljóslega þörf á betri upp lýs ingagjöf og samstarfi við rúss- nesk yfirvöld . Á hinn bóginn hefur Rússland fyrr á árinu sýnt sterkan samstarfsvilja við lausn á langvinnri deilu við Noreg um yfirráð yfir svæði í Barentshafi . Reynslan er því sú að skilaboðin frá Moskvu varðandi öryggismál á norðurskautssvæðinu hafa verið misjöfn og misvísandi . Á hinn bóginn er ljóst að Rússland er ekki eina ríkið sem fjárfestir um þessar mundir í öryggis- og varnarmálum á norður skauts- svæðinu . Bandaríkjamenn uppfærðu t .d . nýlega rats járkerfið í herstöð sinni á Thule á Græn- landi . Þá hafa Bandaríkjamenn sýnt mikinn áhuga á því að vernda víðáttumikla strönd Alaska og í síðasta mánuði óskaði háttsettur aðmíráll í bandarísku strandgæslunni, Christopher C . Colvin, eftir auknum fjár- veitingum frá Washington til kaupa á eftirlitsskipum, ísbrjótum og nýjum her- stöðvum til að annast aukna skipaumferð í gegnum Beringssund . Sumarið 2009 færði Noregur aðal- herstöðvar sínar (Operational Command Headquarters) norður á bóginn og keypti fimm nýjar freigátur, dýrustu hergögn í norskri sögu að því er fréttir herma . Svipaða áherslu er að finna í stefnu danskra stjórnvalda, en nýr fimm ára þver pólitískur varnarsamningur allra stjórnmála flokka í Danmörku utan eins, felur í sér tillögur um eina sameiginlega norður skauts herstöð og sameinar áður aðgreindar herstjórnir Græn- lands og Færeyja . Danmörk tekur einnig þátt í sameigin legum þjálfunarverkefnum með öðrum norð ur skautsríkum eins og Kanada og Bandaríkjunum . Að lokum hefur Kanada ráðgert að fjárfesta í nýjum varðskipum, þjálfunarbúðum við Resolute-flóann, djúpsjávarskipalægi og aðstöðu til að bæta á eldsneyti auk þess sem ráðgert er að koma á fót sérstakri herdeild fyrir norðurskautið . Til að viðhalda friðsamlegum aðstæðum er nauðsynlegt að framangreindar, sem og aðrar hernaðaraðgerðir, sem oft eru réttlættar sem öryggis- og fullveldismál viðkom andi þjóðar, birtist ekki sem ögrun eða ógn við ríki norðurskautsins . Í því samhengi gæti NATO-Rússland ráðið verið umræðu vett- vangur þar sem öryggismál væru rædd . Tvö meginmarkmið Hægt er að ræða um hlutverk NATO á norðurskautssvæðinu á víðum grunni og er af mörgu að taka . Ég vil að endingu draga saman þau tvö meginmarkmið sem ég tel að horfa þurfa til þegar hlutverk NATO á norðurskautssvæðinu er metið:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.