Þjóðmál - 01.12.2010, Side 47

Þjóðmál - 01.12.2010, Side 47
 Þjóðmál VETUR 2010 45 • Nauðsynlegt er að NATO við haldi þekk ingu og skilningi á málefnum stjórn- mála, viðskipta og umhverfis á norður- skautssvæðinu . • Í öðru lagi ætti NATO að styðja við þær svæðisbundnu alþjóðastofnanir og sam- tök sem eru nú þegar til staðar og virðast gegna hlutverki sínu með sóma . Snerti- fletir stjórnmála norðurskautssvæðisins og NATO eru margir þótt einnig sé margt sem ekki á beint erindi við bandalagið . NATO ætti að útfæra nánar á hvaða sviði það hefur eiginlegu hlutverki að gegna á svæðinu og hvað sé betur til þess fallið að láta öðrum alþjóðastofnunum eftir . Á leiðtogafundi NATO, sem haldinn var í Lissabon 19 . nóvember sl ., var ný grund- vallar stefna bandalagsins samþykkt . Stefn- unni er ætlað að gera störf NATO mark- vissari, hagkvæmari og auka samvinnu við alþjóðastofnanir og ríki utan bandalagsins . Þó mikilvægi norðurslóða sé ekki áréttað sérstaklega í stefnunni, einkum vegna and- stöðu einstakra aðildarríkja, er ljóst að sam- eiginlegt markmið er að norðurskautið verði áfram vettvangur friðsamlegrar samvinnu, ekki síst í ljósi þeirra öryggisáskorana sem blasa við á svæðinu . Norðurskautssvæðið hefur mikla þýð ingu í augum NATO og líkur eru á að alþjóð- legt mikilvægi svæðisins aukist enn frekar þegar líður á öldina vegna hlýnunar jarðar . Þau fimm bandalagsríki sem teljast norður- skautsríki, þeirra á meðal Bandaríkin, gera sér grein fyrir þessu og munu fylgjast grannt með þróun mála . ___________________________________________ Smáfuglarnir sjá í fréttum að nú eru komin fram tilboð í Haga sem eru á bilinu 6–10 milljarðar króna . Það er margfalt lægra virði en Baugsfeðgar héldu fram að væri á Högum þegar þeir reyndu að fá afskrifaðar skuldir 1998 ehf en ef söluverð verður á endanum 10 milljarðar þá verða afskriftir vegna 1998 ekki minni en 40 milljarðar . Það vakti athygli þegar stjórn Haga ákvað skyndilega að kaupa bréf af helstu stjórnendum félagsins, til dæmis af Finni Árnasyni forstjóra og af framkvæmdastjórum Haga . Var verð þeirra viðskipta miðað við ofurmat Baugsfeðga á virði Haga? Var sagt við viðskiptin að Hagar væru 22 milljarða virði? Hversu mikið yfirverð lét Jóhannes Haga borga til að leysa vini sína út með bréfin í Högum? Var þetta gert til þess að þeir töpuðu ekki þegar hið raunverulega virði kæmi í ljós, sem nú virðist vera 6–10 milljarðar? Hvað tapar Arion banki miklu á því að segja já og amen við ákvörðun Jóhannesar í stjórn Haga að kaupa bréfin af æðstu yfirmönnum á uppsprengdu verði? Hvað segir bankinn um málið? Hvaða verðmat lág að baki því gengi sem æðstu stjórnendur fengu? Bankinn hlýtur að upplýsa um það . Enn og aftur berast böndin að Sigurjóni Pálssyni, þjón ustufulltrúa Baugsfeðga hjá Arion, en Sigurjón átti að gæta hagsmuna Arion banka í tengslum við 1998 ehf og Haga . Hvað segir Sigurjón um kaup Jóhannesar á bréfum stjórnenda? Sigurjón hefur vafalítið verið inni í málinu enda yfirmaður Jóhannesar fyrir hönd móðurfélagsins 1998 ehf . Samkvæmt skuldum 1998 ehf og 10 milljarða virði Haga þá verða afskriftir ekki minni en 40 milljarðar . Hvers vegna spyrja fjölmiðlar Sigurjón Pálsson ekki út í mál ið? Fá Baugs feðgar 40 þúsund milljónir afskrifaðar? Fá stjórn endur Haga tvöfalt hærra verð en aðrir á bréf sín í Högum? Hvað segir skatturinn við því að bréf stjórnenda hafi verið keypt á yfirverði . Hjá öllum öðrum eru slíkar kúnstir tekjuskattskildar - verður sú raunin með Finn Árnason og félaga hjá Högum? Fuglahvísl á amx .is 9 . desember 2010 . Enn af spillingunni í Arion-banka

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.