Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 49

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 49
 Þjóðmál VETUR 2010 47 hlutum .“ Um einn besta vin sinn, Pál Ísólfsson, sem þótti manna skemmtilegastur og var hrekkjalómur mikill, sagði Árni eitt sinn: „Ég sagði honum Páli Ísólfssyni þetta . Þá þarf ekki að borga undir það .“ Þegar Árni heyrði, að Þórbergur Þórðarson væri að skrá ævisögu séra Árna Þórarinssonar, mælti hann: „Það verður góð bók, þegar trúgjarnasti maður á Íslandi fer að skrifa ævisögu lygnasta mannsins á Íslandi .“ Sum tilsvör Árna lifa enn . Sigurður Eggerz hafði boðið sig fram á móti Knud Zimsen í embætti borgarstjóra 1920 . Árni studdi Knud . Á kjósendafundi í Reykjavík 7 . maí sagðist Sigurður geta verið borgarstjóri, úr því að hann hefði verið ráðherra . Árni kallaði þá fram í: „Rétt er það, Sigurður, að þitt var ríkið, en hvorki mátturinn né dýrðin .“ Í annað skipti átti Árni tal við kven frelsissinna, sem kvað konur hvergi njóta neinna forréttinda . Árna varð þá að orði: „Hvenær hefur það heyrst, að konu væri kenndur krakki, sem hún á ekki?“ Ólafur Thors Ólafur Thors fæddist 1892 og lést 1964 . Hann var af hinni kunnu Thors-ætt, sonur stórútgerðarmannsins Thors Jens- ens . Ólafur var formaður Sjálfstæðisflokks- ins lengst allra manna, frá 1934 til 1961, og forsætisráðherra fimm sinnum . Margar tilvitnanir eru í hann í bók Hannesar Hólm steins . Sumar sýna, hversu hlýr og þó hress hann var í viðmóti . Þrír kommúnistar settust á þing eftir kosningarnar 1937 . Var þeim fálega tekið, og virtu sumir þingmenn þá ekki viðlits . Ólafur gekk hins vegar til þeirra með útrétta hönd og sagði: „Ekki vildi maður nú fá ykkur hingað inn, en fyrst þið eru komnir, þá verið þið velkomnir!“ Átta árum síðar, haustið 1944, myndaði Ólafur stjórn með kommúnistum, sem nú gengu fram undir merki Sósíalistaflokksins . Þegar erindreki Bandaríkjastjórnar fann að því, að hann hefði tekið kommúnista í stjórn, svaraði hann: „Þeir höfðu svo góð meðmæli .“ Erindrekinn hváði: „Frá hverjum?“ Ólafur gall við: „Frá Roosevelt og Churchill .“ Leiðtogar Bandaríkjanna og Bretlands höfðu ekki hikað við að gera bandalag við Stalín í stríðinu . Ólafur gerði oft gys að sjálfum sér . Hann sagði eitt sinn við Sigurgeir biskup Sigurðsson: „Alltaf hefur mér þótt vænst um þig, Sigurgeir, af öllum okkar skólabræðrum, — vegna þess að það var þér að þakka, að ég var ekki neðstur í bekknum!“ Í annað skipti sagði Ólafur: „Ég ræð mestu, þegar ég er núllið!“ Þegar Ólafur hitti Harold Macmillan, forsætisráðherra Breta, að máli 1961 vegna þorskastríðsins, sagði hann: „Hvað er nú til ráða? Við erum báðir í vanda: Þið þorið ekki að skjóta; við getum ekki skotið .“ Ólafur Thors kunni að setja ofan í við menn án þess að móðga þá . Hann varð fyrst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.