Þjóðmál - 01.12.2010, Page 54

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 54
52 Þjóðmál VETUR 2010 Öllu fórnandi fyrir ESB Það er vert að hafa það í huga í þessum efnum að fyrir nokkrum árum tók mál flutningur margra helztu tals manna inn göngu í Evrópusambandið hér á landi grund vallarbreytingum þegar kom að sjávarútvegi . Þannig sagði Össur Skarp héð- ins son, þáverandi formaður Sam fylk ing ar - innar, til að mynda í blaðagrein í Morg un­ blað inu 26 . júní 2002: „Það er ein faldlega ekki í kortunum að við sam þykkjum aðild ar samning sem felur í sér fram sal á yfirráðum yfir auðlind Íslands miða .“ Á öðrum stað í sömu grein sagði Össur: „Án tryggra yfirráða yfir auðlindinni kemur aðild að ESB að mínu mati ekki til greina .“ Í umræðum um utanríkismál á Alþingi haustið 2005 var hins vegar komið allt annað hljóð í strokkinn hjá Össuri þegar hann ræddi um örlög íslenzks sjávarútvegs innan Evrópusambandsins . Þá sagði hann: „Hins vegar vil ég segja það alveg klárt og kvitt að ég er líka reiðubúinn að ganga í Evrópusambandið jafnvel þó yfirstjórnin yrði í Brussel .“ Öllu virðist því með öðrum orðum fórnandi fyrir inngöngu í sambandið . Þess má þó geta sumir aðrir stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa viljað meina að við Íslendingar þyrftum engar undanþágur frá sameiginlegri sjávarútvegs- stefnu sambandsins, hún hentaði hags- munum okkar vel eins og hún væri en flestir í þeirra röðum Evrópusambandssinna munu þó vera á því að þess þurfi ef miðað er við málflutning þeirra . Eðlilega vaknar sú spurning hvað hafi gerzt í millitíðinni sem kann að hafa orðið þess valdandi að Össur kaus að gefa eftir kröfu sína um að áframhaldandi yfirráð yfir Íslandsmiðum . Sumarið 2004 kom þáverandi sjávarútvegskommissar Evrópusambandsins, Franz Fischler, til landsins og lýsti því yfir aðspurður að ekki væri í boði að við Íslendingar héldum þessum yfirráðum gengjum við í sambandið né heldur að hægt væri að koma á einhvers konar sérstöku stjórnsýslu- svæði í sjávarútvegsmálum við Ísland, hugmynd sem Halldór Ásgrímsson, þá utanríkisráðherra, hafði fyrstur sett fram . Íslenzka efnahagslögsagan yrði hluti af sam- eiginlegri efnahagslögsögu þess . Í samtali við norskan fjölmiðil ekki löngu síðar var Fischler enn inntur svara við þessu álitamáli og sagði þá meðal annars að ekki væri rúm fyrir fleiri en eina sjávarútvegsstefnu innan Evrópusambandsins . Reynsla Breta Íþessu sambandi mætti einnig geta þess að sumarið 2005 kom þáverandi sjávar- útvegsráðherra Bretlands, Ben Bradshaw, til Íslands og sagði meðal annars af því tilefni að fengjum við Íslendingar einhverja sérstaka úrlausn í sjávarútvegsmálum myndu Bretar krefjast þess sama . Hafa verður í huga í því sambandi að Bretar hafa allt frá þeim tíma er þeir gengu í forvera Evrópusambandsins árið 1972 reynt að breyta sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins en allt fyrir ekki þrátt fyrir að vera eitthvert öflugasta ríkið innan þess . Stefnan hefur þvert á móti þróast síðan í öfugar áttir við það sem þeir hefðu kosið . Bretar töldu á sínum tíma að þeir gætu breytt stefnunni innan frá en reynslan bendir til þess að það hafi í bezta falli óskhyggja . Bretar hafa sakað Evrópusambandið um að rústa sjávarútvegi sínum með sameigin legri sjávarútvegsstefnu, bæði úr röðum þeirra sem eru hlynntir verunni í sambandinu og þeirra sem eru henni andsnúnir . Stefn an hefur lengi legið undir miklu ámæli meðal annars fyrir það að stuðla að ofveiði eða að minnsta kosti koma ekki í veg fyrir hana .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.