Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 56

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 56
54 Þjóðmál VETUR 2010 sam bandið, var að regla sambandsins um svo kallað an hlutfallslegan stöðugleika, sem byggir á sögulegri veiðireynslu við kvóta úthlut an ir í Brussel, yrði fest í sessi eins og kostur væri með því að kveðið yrði á um mikil vægi hennar í aðildarsamningi Nor egs . Þessu hafnaði Evrópusambandið sömu leiðis . Þegar Malta gekk í Evrópusambandið 2004 var sett almenn regla um að öll ríki Evrópu sambandsins gætu veitt í lögsögu eyjar innar en hins vegar voru settar tak- markanir á það hversu stór skip mætti nota til veiðanna . Einungis tiltölulega litlir bátar mega veiða í kringum Möltu og er treyst á að útgerðir til dæmis á Spáni, Ítalíu og frá Frakklandi telji ekki hagkvæmt að senda litla báta til veiða þar . Hlutfallslegur stöðugleiki Þegar stuðningsmönnum inngöngu í Evrópusambandið varð endanlega ljóst að ekki yrði hægt að halda íslenzkum sjáv ar útvegsmálum með einhverjum hætti fyrir utan veru í sambandinu ef Ísland færi þangað inn, eða þá að ekki væri hægt að telja íslenzkum almenningi trú um það, tóku þeir þann pól í hæðina í málflutningi sínum að lagaleg og pólitísk yfirráð yfir auðlindum Íslandsmiða skiptu í raun og veru alls engu máli . Þau væru í reynd aðeins forms atriði . Það sem skipti máli væri að Ís lendingum yrði úthlutað öllum kvóta við strendur landsins – af Evrópusambandinu . Í þessu sambandi hafa þeir horft til reglu Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðug leika sem áður var minnzt á og sagt að hún myndi tryggja að við Íslendingar fengjum allan kvóta á Íslandsmiðum . Fátt er þó fjær sanni . Þessi regla snýst ekki um yfirráð yfir fiskimiðum heldur er í raun aðeins um að ræða vinnureglu hjá sambandinu um það hvernig staðið er að úthlutun kvóta . Þessa reglu er hins vegar hvergi að finna í sátt mál um Evrópusambandsins og hún stangast í raun á við eitt af grundvallaratriðum þeirra um jafnan aðgang ríkja sambandsins að sameiginle gum auðlindum . Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur staðfest í svokölluðum grænbókum sínum að til standi að breyta reglunni um hlutfallslegan stöðugleika um leið og félagslegar og efnahagslegar aðstæður leyfi . Þegar réttar aðstæður verði fyrir hendi verði einfaldlega markaðslögmál látin gilda um sjávarútveg innan Evrópusambandsins . Með öðrum orðum er umrædd regla aðeins bráðabirgðafyrirkomulag . Ekki þarf einróma samþykki í ráðherraráði sam- bandsins til þess að breyta reglunni eða afnema hana og því væri það auðveldlega hægt án samþykkis okkar Íslendinga þó að við værum þar innanborðs . Í þeirri endurskoðun á sameiginlegri sjávar- útvegsstefnu sambandsins sem nú stendur yfir hefur einmitt meðal annars verið rætt um að koma á einu allsherjar kvótakerfi innan þess þar sem aflaheimildir gengju kaupum og sölum á milli ríkja . Í nýjustu grænbók framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem kom út á síðasta ári, kom ennfremur fram að reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggi ekki lengur að kvóti haldist í þeim ríkjum sambandsins sem honum hefur verið úthlutað til . Það er því ljóst að engin trygging fælist í þessari reglu þegar sjávarútvegshagsmunir okkar Íslendinga væru annars vegar . Hins vegar er eins ljóst að Evrópusambandið mun vafalaust gera hvað það getur til þess að láta líta út fyrir að komið hafi verið til móts við hagsmuni okkar ef það ferli sem nú er í gangi í kjölfar umsóknarinnar um inngöngu í sambandið fer alla leið og endar með samningi og þjóðaratkvæðagreiðslu .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.