Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 57

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 57
 Þjóðmál VETUR 2010 55 Yfirráðin yfir okkur sjálfum En eins gríðarlega mikilvæg og yfirráðin yfir auðlindum Íslands eru fyrir okkur Íslendinga, og þá ekki sízt miðin í kringum landið, er engu að síður vert að velta því fyrir sér hversu miklu máli það skipti jafnvel þó við gætum haldið þeim yfirráðum þrátt fyrir inngöngu í Evrópusambandið ef við misstum um leið yfirráðin yfir okkur sjálfum? Valdið til þess að setja okkur sjálfum lög og kjósa þá sem stjórnuðu landinu okkar? Ef við þyrftum að standa og sitja eftir fyrirmælum frá embættismönnum og stjórnmálamönnum í Brussel sem við hefðum ekkert yfir að segja og enga möguleika á að hafa áhrif á? Það er mitt mat að þau yfirráð skiptu mestu máli í þessu sambandi enda fælist um leið í þeim yfirráðin yfir öllum okkar málum og þar með talið auðlindum Íslands . Fullveldi landsins og íslenzku þjóðarinnar og íslenzkt lýðræði skiptir mestu máli, nokkuð sem ljóst er að heyrði sögunni til ef við gengjum í Evrópusambandið . Síðla í nóvember] bárust af því fréttir sunnan frá Venesúela að Hugo Chávez forseti lands- ins hefði bannað notkun mynda af sér nema með sérstöku samþykki sínu . Eins og menn vita geta myndir sýnt menn í óheppilegu ljósi . Banninu er ætlað að styrkja ímynd forsetans sem hins eina sanna leiðtoga, svipað og fánalög upphefja fánann sem sameiningartákn . Þetta mál sýnir að útrás með íslenskt hugvit er hvergi nærri lokið . Í apríl á síðasta ári birti Vefþjóðviljinn litla aug- lýsingu í tveimur dagblöðum . Þar var vakin at- hygli á því að enginn þingmaður hefði hagnast jafn vel á „eftirlaunafrumvarpinu“ og Steingrímur J . Sigfússon . Á árunum 2003 og 2009 varð Stein grímur 15 milljónum króna bættari vegna „eftir launa frumvarpsins“ . Eins og Vefþjóðviljinn hefur áður sagt frá urðu viðbrögðin við þessum aug lýsingum áhugaverð . Þegar þær birtust hafði Stein grímur verið fjármálaráðherra í nær þrjá mánuði og var farinn að finna til sín í embætti . Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að blöðin með auglýsingunni höfðu verið borin í hús, barst Vefþjóðviljanum bréf, þar sem honum var tilkynnt að hann hefði verið kærður fyrir tiltækið . Ekki þó vegna þess að stafkrókur væri rangur í auglýsingunni; nei, Vefþjóðviljinn var þess í stað sakaður um þann stórglæp að hafa birt litla andlitsmynd af Steingrími J . Sigfússyni í litlu auglýsingunni . Í tilkynningu til blaðsins sagði að kæran hefði borist „frá stjórnmálaflokknum Vinstri Grænum á hendur Vefþjóðviljanum“ . Tilgangur kærunnar var augljóslega að reyna að hindra frekari birtingu auglýsingarinnar, svo þessar upplýsingar kæmust ekki til vitundar fleira fólks . Lítil vefsíða leyfði sér að birta upp- lýsingar um gríðarlegan persónulegan ábata eins stjórnmálamanns af lagabreytingu, sem flokk- ur hans hefur í hálfan áratug úthrópað sem sérstak an „ósóma“ . Sami stjórnmálaflokkur brást strax við með kærumálum, án þess þó að gera nokkra einustu efnislegu athugasemd við efni auglýsingarinnar . Augljóslega var reynt að hræða vef síðuna frá frekari birtingu hennar . Því er meira að segja haldið fram, og það í fullri alvöru, að það sé hreinlega óheimilt að birta hefðbundna andlitsmynd af formanni stjórnmálaflokks og ráðherra í lítilli auglýsingu þar sem vakin er athygli á lítilli staðreynd . Á sömu stund og kæran vegna mynd birt- ingarinnar var send með hraði frá flokksskrifstof- um VG voru ungliðar flokksins að dreifa um bæinn barmmerkjum með mynd af Bjarna Bene- dikts syni formanni Sjálfstæðisflokksins þar sem honum var líkt við „olíu á eldinn“ . Vef-Þjóðviljinn 24 . nóvember 2010 . Sækjast sér um líkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.