Þjóðmál - 01.12.2010, Side 58
56 Þjóðmál VETUR 2010
Stjórnmálamenn eru jafnan í þóknun ar-hlut verki gagnvart kjósendum sín um af
eðlilegum ástæðum . Járn kansl arinn frægi Otto
von Bismarck var kló kur maður . Hann setti
lög gjöf um al manna tryggingar og innleiddi
rík is reknar skyldu sjúkdómatryggingar ásamt
því að veita öldruðum lífeyri . Bismarck vissi
að þetta var góð leið til að auka fylgi hans
hjá kjós endum . Hann benti á þá staðreynd
að hver sá sem framkvæmir svona aðgerðir á
stuðning kjósenda vísan .
Það ríkir samkeppni meðal stjórnmála-
flokka og þeir leitast við að yfirbjóða hver
annan til að veiða sem flest atkvæði . Þótt
allir séu sam mála um að sjá til þess að
aldraðir og öryrkjar hafi í sig og á, þá hafa
stjórnmálamenn gengið allt of langt í þeirri
viðleitni sinni að þóknast kjósendum sínum .
Þeir sem sýna aðhaldssemi í ríkissrekstri
eru oftar en ekki sakaðir um að vera ýmist
veruleikafirrtir eða í versta falli siðb lindir .
Eyðsluglaðir andstæðingar þeirra á hinu
pólitíska sviði ýta oftar en ekki undir þessi
vafa sömu sjónarmið almennings, sjónarmið
sem standast enga skoðun .
Ef við gefum okkur það, að hinir aðhalds-
sömu stjórnmálamenn séu siðblindir og
veru leikafirrtir, þá ætti það ekki að koma í
veg fyrir eyðslugleði þeirra . Menn haldnir
fyrrgreindum brestum eru oft ansi klókir
og meðvitaðir um það sem þarf til þess að
veiða flest atkvæði .
Sá stjórnmálamaður sem getur séð til
þess að enginn líði skort og uppfyllt allar
beiðnir hinna ýmsu hópa um styrki ætti
að vera öruggur um að fá mikið fylgi í
kosningum . Kjósendum hættir nefnilega
oft til skammsýni og grunnhyggni og það
er einmitt að stórum hluta ástæða þess,
hvernig komið er fyrir landinu okkar . Þótt
almenningur fjargviðrist oft yfir ýmsum
athöfnum stjórnmálamanna, þá getur hann
yfirleitt sjálfum sér um kennt . Fólk virðist
oft halda að opinberir sjóðir séu ótakmörkuð
auðlind og hinir ýmsu hagsmunahópar eru
oft ansi frekir til fjárins .
Því miður er samtrygging stjórnmála-
manna vel þekkt . Þeir veita fyrrum sam-
herjum sínum oft góðar, en stundum fremur
gagnslitlar stöður að launum, fyrir áralanga
vináttu og stuðning . Ekki er endilega
vafasömu siðferði stjórnmálamanna um
að kenna, heldur reynist flestum erfitt að
um gangast mikil völd sem og fjármuni til
lengdar .
Á rátta vinstri manna að vilja stöðugt hækka skatta og þenja út ríkisbáknið,
ýtir undir allan þennan fjáraustur . Of mikil
þensla hjá hinu opinbera þýðir oftar en ekki
Jón Ríkharðsson
„Að ausa fé úr opinberum
sjóðum“