Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 59

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 59
 Þjóðmál VETUR 2010 57 óábyrga meðferð á almannafé . Farsælast er að hafa skatta eins lága og mögulegt er til þess að veita stjórn málamönum aðhald . Meiri þensla hjá al menningi heldur en hinu opinbera leiðir af sér almenna hagsæld ásamt auknum lífsgæð um . Alltaf þegar vinstri menn komast til valda fara fjármálin gjörsamlega úr böndunum . Það er vegna þess að þeir eru lítt tengdir við raun veru leikann, þeim finnst mun þægilegra að dvelja í draum heimi . A rgentína er gott dæmi um hættuna sem af vinstri mönnum stafar . Landið var eitt af ríkustu löndum heims þegar Juan Peron komst til valda . Evita Peron, kona hans, var gerð að þjóðardýrlingi þar í landi því hún þótti svo góð við hinn almenna borgara . Þessi velviljaða en fremur óraunsæja kona jós fé úr opinberum sjóðum til þess að gleðja lands menn . Flestir urðu glaðir, en sú gleði varð fremur skammvinn því að efnahagurinn hrundi . Meiri áheyrsla var lögð á eyðslu heldur en verð mætasköpun og það varð til þes að eitt ríkasta land heimsins var nú komið í hóp fátækustu ríkja . Þetta ætti að vera okkur Íslendingum víti til varnaðar . Þessi þjóð hefur verið það lánsöm að búa við skynsama leiðtoga sem komið hafa úr röðum sjálfstæðismanna . Nefna má t .a .m . Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson, en þeir börðust hart gegn höftunum sem voru hér allsráðandi og höfðu að lokum sigur, einnig börðust þeir ásamt fleiri góðum sjálfstæðismönnum fyrir frjálsri verslun hér á landi . Svo kom Davíð Oddson og hann nánast útrýmdi því sem á slæmu máli heitir „lobbyismi“, þ .e .a .s . að hygla mönnum í þeirri von að fjölga atkvæðum sér til handa og styrkja valda stöðu sína í samfélaginu, einig komu margvíslegar framfarir aðrar á hans valdatíð sem öllum ættu að vera kunnar . Það er lán okkar að hafa lítið haft af vinstri mönnum að segja í landsstjórninni . Á lands fundi Vinstri grænna árið 2007 hrópaði for mað urinn hátt um það að sem flest ætti að vera landsmönnum að kostnaðarlausu . Á honum var að skilja að við ættum að njóta ókeypis tannlækninga sem og læknisaðstoðar, skóla kerfið ætti einnig að vera ókeypis frá leik skóla og upp úr o .s .frv . Þetta er ekkert annað en blekking, það er ekkert af þessu ókeypis, það þarf að borga fyrir alla þessa þjónustu og fái þessar hugmyndir hans fram að ganga endum við í sömu, ef ekki verri stöðu en Argentína . Verkefni hins opinbera ætti ekki að vera neitt annað en að hafa traustan og einfaldan lagaramma sem veitir borg- ur unum öryggi og aðhald, einnig þarf að sjá til þess að virk heilbrigðisþjónusta sé til staðar . Það þarf einnig að veita fé í menntun landsmanna, en þar þarf að skera heilmikið niður . Talað er um víða erlendis að nóg sé að hafa einn háskóla á hverja milljón íbúa . Á okkar litla landi, sem telur rúmar þrjúhundruð þúsund einstaklinga, eru fjórir . Þetta litla dæmi sýnir að mikið er hægt að skera niður án þess að það bitni á þjóðinni í heild . Að sjálfsögðu þarf að tryggja framfærslu þeim til handa sem ósjálfbjarga eru . Óhóflegur fjáraustur úr opinberum sjóð um gerir ekkert annað en að þyngja róður inn í ríkisrekstrinum og sljóvga hinn almenna borgara . Ef ríkið greiðir fyrir alla skapaða hluti, þá fer kostnaðarvitund fólks dvínandi og brengluð raunsæiskennd kemur í kjölfarið . Fólk hættir að gera sér grein fyrir því að opinberir sjóðir myndast við öflun fjár úr vasa almennings, þannig að misnotkun velferðar kerfisins fer þá vax- andi . Því miður er það þannig að velferðarkerfin hafa haft óþarflega íþyngjandi áhrif á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.