Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 60

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 60
58 Þjóðmál VETUR 2010 hagkerfi heimsins . Það er vegna þess að mörgum er það eðlislægt að leitast við að fá mikið fyrir lítið . Það gengur ekki upp vegna þess að óumbreytanlegt lögmál orsaka og afleiðinga er enn í gildi . Vinstri mönnum hefur ekki tekist að afnema það, eflaust þekkja þeir það ekki . Svo hefur því verið komið inn hjá fólki að at vinnugreinar séu misverðmætar, það megi þess vegna styrkja sumar úr opinberum sjóð um á meðan aðrar greinar þurfa að hafa mik ið fyrir því að draga fram lífið . Listamenn eru af mörgum taldir óskaplega sérstakir og að það sé nauðsynlegt að styrkja þá með opin beru fé til þess að þeir geti unnið að listsköpun sinni . Staðreyndin er hins vegar sú að þeir eru einyrkjar alveg eins og smiðir, rafvirkjar o .s .frv ., þessir einstaklingar bjóða fram vinnu sína gegn greiðslu sem þeir svo nýta til fram færslu . Hvað yrði sagt ef iðnaðarmaður, sem erfitt ætti með að fá verkefni, óskaði eftir opinberum stuðningi? Hann yrði álitinn ruglaður, en flestum þykir ósköp eðlilegt að einstaklingur sem vill hafa lífs viður væri sitt af því að skrifa bækur, mála myndir eða skapa tónlist en tekst ekki að selja nóg fái styrki frá hinu opinbera . Það er með öllu óskiljanlegt að mismuna atvinnugreinum á þennan hátt . Markaðurinn hlýtur að ráða því hvort viðkomandi listamanni tekst að selja sína vöru eður ei . En ýmsir koma fram og fullyrða að það sé þjóðinni nauðsynlegt að styrkja listir og menn ingu til þess að við séum talin þjóð meðal þjóða . Gaman væri ef einhver tæki sig til og rannsakaði hversu mikil áhrif styrkir til lista- manna raunverulega hafa þegar á heildina er litið . Mörg skáld og margir rithöfundar sem hlotið hafa styrki hafa ekki ritað verk sem eru á náttborðum flestra landsmanna . Meirihluti þjóðarinar hefur ekki áhuga á að lesa nokkurn skapaðan hlut eftir þá og stæði jafnvel á gati ef spurt væri um nöfn þeirra bóka, sem þessir ágætu menn hafa setið sveittir við að skrifa á kostnað skattborgaranna . Og myndlistin, hversu margir landsmenn hafa myndir hangandi upp á vegg sem ýmsir listamenn hafa málað á kostnað ríkisins? Takist öllum listamönnum ekki að lifa af list sinni þýðir það bara eitt, mark- aðurinn er mettur og það er ekki þörf fyrir þá . Þjóðin færi ekki varhluta af listinni þótt ríkið greiddi ekki eina einustu krónu í styrki listamönnum til handa . Listin er nefnilega hluti af lífinu sjálfu og hún er sjálfsprottin í öllum samfélögum sem verða til . Frásagnarlistin hefur alltaf fengið að njóta sín, einnig má nefna hellaristur steinaldarmann hvað varðar myndlistina, en það sýnir að þetta kemur allt af sjálfu sér án afskipta ríkisins . Nefna má í framhjáhlaupi að menn sömdu og kváðu rímur öldum saman án þess að fá fé frá hinu opinbera . En til að gleðja listamenn örlítið skal þess getið að mikil þensla í einkageiranum verður oft til þess að einkaaðilar finna hvöt hjá sér til þess að styrkja listamenn . Það er vissulega góðra gjalda vert . Auðmenn eru nefnilega oft ansi mikið gefnir fyrir hinar ýmsu listgreinar eins og fjölmörg dæmi sanna . Stjórnmálamenn verða að umgangast opinbert fé af mikilli virðingu og varúð . Milljarðatölur þær sem í ríkissjóði felast geta oft blekkt menn og talið þeim trú um að hér séu miklir fjármunir á ferðinni . Þeir gera sér ekki grein fyrir öllum þeim kostnaði sem ríkið þarf að standa undir, einnig þarf að gera ráð fyrir mögrum árum, en þau koma víst alltaf annað slagið . Það er ábyrgur rekstur að vera varkár í eyðslu á fjármunum . Það þarf að skera niður allt sem við getum lifað án, því þrátt fyrir mikinn fagurgala, þá hefur íslenska þjóðin aldrei haft yfir miklum fjármunum að ráða . Oft hafa komið góð ár með miklu tekjustreymi, en því er aldrei
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.