Þjóðmál - 01.12.2010, Side 62

Þjóðmál - 01.12.2010, Side 62
60 Þjóðmál VETUR 2010 Bergþór Ólason Ríkisútvarpið og rannsóknarskýrslan – Fáein orð um framgöngu Eftir hrun stóru viðskiptabankanna þriggja, haustið 2008, skipaði Alþingi sérstaka rannsóknarnefnd sem fara skyldi í saumana á aðdraganda og orsökum þrots- ins . Nefndinni var komið á fót með sér- stökum lögum og var þar kveðið á um val nefndarmanna, rannsóknarheimildir þeirra og fleira . Meðal annars var í lögunum í raun kveðið á um að nefndarmenn yrðu ósnertanlegir í störfum sínum og þyrftu aldrei að standa neinum skil á verkum sínum . Þeir, sem nefndarmenn myndu fjalla um, skyldu ekki hafa nein úrræði til að bera verk og álit nefndarmanna undir nokkurn úrskurðaraðila og gætu ekki á neinn hátt leitað réttar síns gagnvart nefndarmönnum . Svo langt var gengið, að í lögunum var meira að segja sérstaklega bannað að þeir, sem teldu á sig hallað, gætu leitað til Umboðsmanns Alþingis með þau sjónarmið sín . Er sú regla með miklum ólíkindum, því að varla ætla menn að gefa á því þá skýringu að sjálfstæði eða öryggi nefndarmanna hafi staðið ógn af eftirliti þess embættis . Einhvern tíma verður vonandi upplýst um raunverulegar ástæður þess hversu mjög var lagt upp úr því að enginn lögformlegur aðili myndi nokkru sinni skoða verk, aðferðir og niðurstöður nefndarmanna . En sú staðreynd, að þeim sem nefndin fjallaði um var með öllu bannað að leita réttar síns, á kannski einhvern þátt í því hversu létt nefndarmenn skautuðu fram hjá skýrum, vandlega rökstuddum og, að því er ég tel, sannfærandi sjónarmiðum um vanhæfi einstakra nefndarmanna, sem bent var á í nokkrum þeirra andmæla sem nefndinni bárust og birt voru sem fylgiskjal við rafræna útgáfu skýrslu þeirra, en af einhverjum ástæðum ekki með hinni prentuðu . Þessi einstaka umgjörð um nefndar -menn ina gerði auðvitað þörfina fyrir vand aða, hlutlausa en þó gagnrýna um- fjöllun fjöl miðla um skýrslu nefndarinnar enn brýnni en áður . Því miður brugðust

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.