Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 63

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 63
 Þjóðmál VETUR 2010 61 fjölmiðlar flestir þar, eins og svo oft áður raunar í málum sem tengdust hruni bankanna . Ekki verður það rakið sérstaklega hér, en vonandi kemur að því að framganga fjölmiðla mánuðina eftir bankahrun verður rannsökuð af þeirri nákvæmni sem það mikilvæga efni kallar á, og að þá verði einnig hugað að tengslum fjölmiðlamanna við þá einstaklinga og fyrirtæki sem mest komu við sögu – eða hefðu átt að koma við sögu . L ítið dæmi um framgöngu íslenskra fjöl miðla má þó nefna . Rannsóknar- nefnd Alþingis kynnti skýrslu sína á frétta mannafundi sem útvarpað var og sjón varp að í beinni útsendingu . Fréttastofa Rík is útvarpsins sendi auðvitað fréttamann á staðinn, Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur . Hér er ekki lagt mat á hana sem fréttakonu, en hún er systir Erlendar Hjaltasonar sem þá var forstjóri Exista, en það fyrirtæki var stærsti eigandi Kaup- þings . Fréttastofa Ríkisútvarpsins valdi með öðrum orðum fréttamann, sem var systir forstjóra stærsta eiganda stærsta bankans, til að segja fyrstu fréttir af skýrslu rannsóknarnefndar um hrun bankanna . Af augljósum ástæðum getur það vart talist annað en undarleg ákvörðun frétta- stofu . Á fundinum kom skýrt fram hvað rannsóknarnefndin taldi hafa valdið falli bankanna . Rannsóknarnefndarmaður inn Sig ríður Benediktsdóttir flutti um það efni langan fyrirlestur á fundinum og hóf mál sitt á þessum orðum: „Meginorsök falls bankanna var vöxtur þeirra og stærð þeirra við fall . Stóru bankarnir þrír tuttugufölduðust að stærð á sjö árum .“ Þessu fylgdi langt mál Sigríðar um það sem verið hefði óeðlilegt í rekstri bank- anna . Þegar fréttamenn komust að með spurningar tilkynnti Páll Hreinsson, sem stýrði fundinum, að hver fjölmiðill fengi eina spurningu . Fulltrúi fréttastofu Ríkisútvarpsins þurfti ekki að hugsa sig lengi um hvað væri mál málanna . Spurning Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur var: „Ég vil biðja ykkur um að útskýra betur fyrir okkur, þið talið um vanrækslu stjórnar Seðlabankans í aðdraganda þess að Glitnir var þjóðnýttur í lok september 2008, að útskýra betur í hverju sú vanræksla felst og hvað hefði átt að gera, og í öðru lagi við vitum það að þessi skýrsla fer núna til umfjöllunar alþingis og síðan fer hún í sérstaka þingnefnd til umfjöllunar, en teljið þið ástæðu til þess að landsdómur yrði kallaður saman?“ Raunar virðast margir starfsmenn Ríkis útvarpsins hafa haft mikinn áhuga á stjórnsýslunni en kannski minni á bönkunum . Annar starfsmaður Ríkis- útvarpsins, sem þó er ekki fréttamaður heldur stýrir tveimur sjónvarpsþáttum, mætti á fréttamannafundinn . Egill Helga- son kvaddi sér hljóðs og kom með þessa athugasemd frá eigin brjósti, og hafði þá auðvitað ekki lesið skýrsluna frekar en aðrir: „Það er eitt sem að mér finnst athyglisvert og mig langar til að nefna við ykkur, kannski Tryggva, varðandi stjórnsýsluna, það er hvað stjórnsýslan virðist hafa verið léleg og hvað hún er að bregðast mikið, og hvað ákvarðanir eru komnar þarna mikið inn á borð tveggja aðalmannanna í ríkisstjórninni, og hvað mikið af þessum samskiptum t .d . milli Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar fer fram í virðist vera símtölum og það er ekkert skráð niður og þetta stingur mjög í augu og manni finnst þetta vera mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslunni .“ Þetta var það sem fulltrúum Ríkis út-varpsins þótti brýnast að annars vegar spyrja um og hins vegar slá föstu . Ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.