Þjóðmál - 01.12.2010, Page 64

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 64
62 Þjóðmál VETUR 2010 bankarnir, sem þó fóru á höfuðið með lát- um og af ástæðum sem Sigríður Benedikts- dóttir hafði farið yfir í löngu máli . Nei, það voru hin gömlu hugðarefni Efsta- leitismanna: Seðlabankinn, stjórnsýslan, ráð herr ar . Í sama anda var það framhald fjöl-miðlaumræðunnar að dögum saman var nær hvergi minnst á þau andmæli sem tólf einstaklingar settu fram vegna skýrsl- unnar og birt voru með rafrænni útgáfu hennar . Frá því var þó sagt að nokkrir hefðu bent á vanhæfi einstakra nefndar- manna . Áðurnefndur Egill Helgason brást reiður við því og skrifaði á vef sinn: „Framlag Davíðs Oddssonar þegar hann fékk að and mæla því sem um hann segir í skýrsl unni var að staðhæfa að tveir nefndar manna væru vanhæfir . Þegar annað þrýtur er gripið til lagatækni, farið í manninn en ekki boltann .“ Egill hélt því með öðrum orðum fram, að Davíð hefði ekki haft annað fram að færa en staðhæfingar um vanhæfi . Allt annað væri þrotið og þá væri bara „farið í manninn en ekki boltann“ . Staðreyndin er sú, að þegar andmæli Davíðs voru skoðuð, en þá höfðu þau birst með rafrænni útgáfu skýrslunnar, þá voru þau 47 blaðsíður . Um vanhæfi nefndarmanna var fjallað á 6 blaðsíðum . Efnisleg svör við sjónarmiðum nefndar- innar voru á 37 blaðsíðum! Egill Helga son hikaði hins vegar ekki við að gefa lesend- um sínum til kynna að Davíð hefði engin efnisleg andmæli, heldur hefði bara „farið í manninn en ekki boltann“ . Það virðist augljóst að einungis tvær ástæður geta verið fyrir þessari framgöngu Egils Helgasonar: Annaðhvort hefur hann vísvitandi gefið fólki alranga mynd af andmælum Davíðs, eða hann hefur fullyrt um innihald þeirra, án nokkurs fyrirvara, án þess að hafa svo mikið sem litið á þau . Menn geta svo velt fyrir sér hvort segir alvarlegri sögu um mann sem Ríkissjónvarpið treystir til að stýra eina þjóðmálaumræðuþætti sínum, utan Kastljóss, ár eftir ár . Þ etta eru aðeins fá dæmi af einum degi í framgöngu starfsmanna Ríkis- útvarpsins . En í ljósi þess að fréttastofa Ríkis útvarpsins valdi systur forstjóra stærsta eiganda stærsta bankans sem full- trúa sinn þegar rannsóknarskýrsla Alþingis var kynnt, og fól henni auðvitað oft áður að segja fréttir tengdar bankahrun inu, þá mætti kannski spyrja til fróðleiks: 1 . Vissi fréttastjóri eða vaktstjóri af því, þegar verkefnum þessa dags var raðað niður, að fréttamaðurinn, sem sendur var sem fulltrúi fréttastof unnar á blaðamannafund rannsóknar nefndar alþingis um orsakir falls bank anna, var systir forstjóra Exista, stærsta eig anda stærsta bankans fyrir hrun? 2 . Ef svarið er já, hvers vegna var ekki valinn til þess hlutverks einhver fréttamaður, sem ekki var eins tengdur stærsta eig anda stærsta bankans?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.