Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 64

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 64
62 Þjóðmál VETUR 2010 bankarnir, sem þó fóru á höfuðið með lát- um og af ástæðum sem Sigríður Benedikts- dóttir hafði farið yfir í löngu máli . Nei, það voru hin gömlu hugðarefni Efsta- leitismanna: Seðlabankinn, stjórnsýslan, ráð herr ar . Í sama anda var það framhald fjöl-miðlaumræðunnar að dögum saman var nær hvergi minnst á þau andmæli sem tólf einstaklingar settu fram vegna skýrsl- unnar og birt voru með rafrænni útgáfu hennar . Frá því var þó sagt að nokkrir hefðu bent á vanhæfi einstakra nefndar- manna . Áðurnefndur Egill Helgason brást reiður við því og skrifaði á vef sinn: „Framlag Davíðs Oddssonar þegar hann fékk að and mæla því sem um hann segir í skýrsl unni var að staðhæfa að tveir nefndar manna væru vanhæfir . Þegar annað þrýtur er gripið til lagatækni, farið í manninn en ekki boltann .“ Egill hélt því með öðrum orðum fram, að Davíð hefði ekki haft annað fram að færa en staðhæfingar um vanhæfi . Allt annað væri þrotið og þá væri bara „farið í manninn en ekki boltann“ . Staðreyndin er sú, að þegar andmæli Davíðs voru skoðuð, en þá höfðu þau birst með rafrænni útgáfu skýrslunnar, þá voru þau 47 blaðsíður . Um vanhæfi nefndarmanna var fjallað á 6 blaðsíðum . Efnisleg svör við sjónarmiðum nefndar- innar voru á 37 blaðsíðum! Egill Helga son hikaði hins vegar ekki við að gefa lesend- um sínum til kynna að Davíð hefði engin efnisleg andmæli, heldur hefði bara „farið í manninn en ekki boltann“ . Það virðist augljóst að einungis tvær ástæður geta verið fyrir þessari framgöngu Egils Helgasonar: Annaðhvort hefur hann vísvitandi gefið fólki alranga mynd af andmælum Davíðs, eða hann hefur fullyrt um innihald þeirra, án nokkurs fyrirvara, án þess að hafa svo mikið sem litið á þau . Menn geta svo velt fyrir sér hvort segir alvarlegri sögu um mann sem Ríkissjónvarpið treystir til að stýra eina þjóðmálaumræðuþætti sínum, utan Kastljóss, ár eftir ár . Þ etta eru aðeins fá dæmi af einum degi í framgöngu starfsmanna Ríkis- útvarpsins . En í ljósi þess að fréttastofa Ríkis útvarpsins valdi systur forstjóra stærsta eiganda stærsta bankans sem full- trúa sinn þegar rannsóknarskýrsla Alþingis var kynnt, og fól henni auðvitað oft áður að segja fréttir tengdar bankahrun inu, þá mætti kannski spyrja til fróðleiks: 1 . Vissi fréttastjóri eða vaktstjóri af því, þegar verkefnum þessa dags var raðað niður, að fréttamaðurinn, sem sendur var sem fulltrúi fréttastof unnar á blaðamannafund rannsóknar nefndar alþingis um orsakir falls bank anna, var systir forstjóra Exista, stærsta eig anda stærsta bankans fyrir hrun? 2 . Ef svarið er já, hvers vegna var ekki valinn til þess hlutverks einhver fréttamaður, sem ekki var eins tengdur stærsta eig anda stærsta bankans?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.