Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 69
Þjóðmál VETUR 2010 67
stuðst við kenningar ýmissa fræðimanna
í svokölluðum smáríkjafræðum, sem í
stuttu máli ganga út á það að smáríki geti
haft áhrif í alþjóðakerfinu þrátt fyrir smæð
sína . Í þessu samhengi er iðulega vísað til
Norðurlandanna um sjálfstæði og áhrif á
heimsvísu . Og nú um stundir er jafnvel
rætt um norrænt sambandsríki, án þess að
slík hugmynd hafi verið hugsuð til þrautar .
Á seinni árum hafa ýmsir fræðimenn
á sviði alþjóðasamskipta gert tilraunir
til að endurskilgreina vald og beitingu
þess í samskiptum ríkja . Kenningar um
áhrifamátt smáríkja eru í andstöðu við
klassísk viðhorf raunsæishyggju sem
leggur megináherslu á efnahagslega- og
hernaðarlega getu ríkja til að hafa áhrif í
alþjóðastjórnmálum og hin valdamestu
ríki hiki ekki við að beita valdi sínu gegn
smærri ríkjum, ef þau hafa getu, vilja og
burði til .13
Draga má í efa að kenningasmíð af þessu
tagi sé nægilega raunhæf og ígrunduð,
þótt ástæðulaust sé að draga í efa áhuga
smærri ríkja til þess að láta gott af sér
leiða, jafnvel á heimsvísu, á einhverjum
afmörkuðum sviðum, þar sem þau kannski
búa yfir umtalsverðri sérþekkingu sem
eftirsóknarvert kann að vera að miðla til
annarra ríkja, er bágar kunna að standa
í einhverjum skilningi . En hvað Ísland
varðar hefur greinilega verið búinn til nýr
fræðilegur kenningarammi, sem einhverjir
myndu segja að bæri svolítinn „2007
útrásarkeim“, en þar er látið að því liggja
að það sem kallað er skynjuð og valin stærð
landsins hafi lagt grunninn að aukinni
þátttöku Íslands í alþjóðasamfélaginu og
að stjórnvöldin hafi skynjað stærð landsins
með öðrum hætti en áður og því valið því
13 Christine Ingebritsen: „Norm Entrepreneurs:
Scandinavia´s Role in World Politics .“ Cooperation
and Conflict 37:1 (2006), bls . 11–23 .
nýja stærð í alþjóðakerfinu,14 hvorki meira
né minna . Hér gefst ekki mikið ráðrúm
til gagnrýni á þessa kenningasmíð, en
aðeins ítrekað það sem áður hefur verið
nefnt, að hún sé beinlínis liður í því að
undirbyggja fræðilega réttlætingu og rök
fyrir umsóknarferlinu .
Og með sanni má segja að
fræðasamfélagið hafi ekki látið sitt eftir
liggja . Haustið 2007 og fram á árið 2008
stóð utanríkisráðuneytið ásamt háskólum
landsins fyrir fundaröð um alþjóðasamstarf
Íslands á 21 . öldinni . Á opnunarmálþinginu
í Háskóla Íslands 7 . september 2007 héldu
bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra
ávörp og skýrðu pólitískar forsendur og
markmið með framboði Íslands . Í máli
Geir H . Haarde, þá forsætisráðherra,
kom fram að eftir miklar efnahagslegar og
félagslegar breytingar á Íslandi væri komin
upp sú staða að Íslendingum dygði ekki
lengur að vera „farþegar“ í alþjóðasamstarfi .
Hagsmunagæsla Íslendinga væri orðin
margþættari en áður og þeir færari um
að standa vörð um eigin hagsmuni .
Sífellt flóknara væri orðið að fela öðrum
hagsmunagæslu landsins og sagði hann það
siðferðislega og pólitíska skyldu Íslands að
halda fram gildum Íslendinga .15
Hafa ber í huga að haustið 2007 er
Ísland í hágöngu efnahagslegrar velgengni
og athyglisvert að sjá hve samstíga
fræðasamfélagið og stjórnmálamennirnir
eru . Þrettán mánuðum síðar stóð Ísland
á barmi efnahagslegs hengiflugs og
kreppu, sem átti sér ekki hliðstæðu á
lýðveldistímanum .
14 Baldur Þórhallsson: „Hefur Ísland valið sér nýja
stærð í alþjóðakerfinu?” Rannsóknir í félagsvísindum
VII . (2006), bls . 639–640 .
15 Staða Íslands í samfélagi þjóðanna 7 . 9 . 2007,
Ávarp Geirs H . Haarde forsætisráðherra í hátíðarsal
Háskóla Íslands föstudaginn 7 . september 2007 .
www .forsaetisras/radherduneyti .ira/raedurGHH/
nr/2709