Þjóðmál - 01.12.2010, Qupperneq 70

Þjóðmál - 01.12.2010, Qupperneq 70
68 Þjóðmál VETUR 2010 II . Kosningabaráttan – áherslur og veikleikar Þegar kosið er til Öryggisráðsins er heiminum skipt upp í svæði og ríkin, sem búa á svæðinu, mynda ríkjahóp og úr þeim hópi velja ríkin á hverju svæði um sig fulltrúa í Öryggisráðið . Ísland tilheyrir svokölluðum Vesturlandahópi (WEOG), en hann skipa ríki Vestur- Evrópu, Kanada, Bandaríkin, Nýja-Sjáland og Ástralía, auk Ísraels sem á aukaaðild að Vesturlandahópnum . Þegar litið er yfir þennan ríkjahóp má ráða að skiptingin tekur fremur mið af sameiginlegum gildum og viðhorfum, en staðsetningu ríkjanna . Löng hefð mun vera fyrir því að Norðurlöndin skipi sæti í Öryggisráðinu á fjögurra ára fresti og hafa þau jafnan staðið saman og stutt hvert annað . Ísland hefur að vísu verið utan þessarar samstöðu fram til 1998 . Á svipaðan hátt hafa CANZ-ríkin svokölluðu – Kanada, Ástralía og Nýja- Sjáland – átt samvinnu um framboð, sem felst í því að ríkin bjóða ekki fram, hvert gegn öðru .16 Hörð samkeppni hefur oftast verið á milli ríkja í Vesturlandahópnum um sæti í Öryggisráðinu, en þó voru bundnar vonir við það í upphafi sóknar Íslands 1998, að einungis tvö ríki yrðu um hituna, Ísland og Austurríki . Þær vonir brustu sumarið 2003, þegar Tyrkir tilkynntu um framboð sitt og við blasti að hörð samkeppni yrði á milli þriggja ríkja um tvö sæti .17 Hér var við ramman reip að draga, þótt báðir keppinautar Íslands hefðu áður átt sæti í Öryggisráði S .þ ., en Ísland aldrei . Austurríki hafði tvisvar áður átt sæti, á árunum 1973–1974 og 1991–1992 og 16 Skýrsla um framboð Íslands og kosningabaráttu til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 2009–2010, Utanríkisráðuneytið, (2009), bls . 6 . 17 Sama heimild, bls . 7 . Tyrkland þrisvar sinnum, 1951–1952, 1954–1955 og 1961, en þá deildi landið sæti með Póllandi og sat því einungis í eitt ár .18 Nú er mál að líta ögn á kosningaáherslur keppinauta Íslands og bera saman, ef það kann í einhverju að skýra hvers vegna Ísland beið algert afhroð í kosningunum til Öryggisráðsins, eða hvort aðrir þættir hafi kannski leikið stærra hlutverk . Það lá strax fyrir að framboð Tyrklands yrði sigurstranglegt . Landið er fjölmennt (77,8 millj .) og liggur á mörkum tveggja „heima“ Asíu og Evrópu . Mikill meirihluti íbúa eru múslimar (99,8%), en stjórnkerfi ríkisins er veraldlegt .19 Eins og öll ríki gera sem berjast fyrir sæti í Öryggisráðinu lögðu Tyrkir áherslu á störf sín í þágu friðar og öryggis á vettvangi S .þ . og vaxandi framlög til þróunarsamvinnu og aðstoðar, auk þess sem þeir undirstrikuðu sérstöðu sína með því að stofna til verkefnisins Bandalag menningarheima (Alliance of Civilization), ásamt Spáni, sem var kynnt sem vettvangur umræðu um trúmál . Tyrkland lagði og mikla áherslu á legu landsins með tilliti til þess að mörg viðfangsefna Öryggisráðsins snúa að ríkjum í næsta nágrenni þess .20 En hvar lágu áherslur Austurríkis og sér- staða? Að slepptri áherslunni, sem allir hafa, þ .e . störfin í þágu friðar og öryggis, er ferill landsins í starfi S .þ . afar farsæll og víðtækur . Í Vínarborg eru staðsettar ýms ar undirstofnanir S .þ ., sem vinna að friðar- og öryggismálum og berjast gegn ýmsum alþjóðlegum ógnunum . Má í því samhengi nefna stofnanir á borð við Al- þjóða kjarnorkumálastofnunina (IAEA), 18 Sama heimild, bls . 8–9 . 19 CIA – The World Factbook, https://www .cia . gov/library/publications/the-world-factbook/geos/ tu .html 20 Skýrsla um framboð Íslands og kosningabaráttu til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 2009–2010, Utanríkisráðuneytið, (2009), bls . 9 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.