Þjóðmál - 01.12.2010, Side 79
Þjóðmál VETUR 2010 77
blaðamennsku og bókmennta á síðari hluta
20 . aldar, – hann braut upp viðtals formið .
„Ég tel mig Fjölnismann, ég tel mig borg-
aralegan rithöfund, en engan róttækling og
hef því ekkert á móti borgarafundum,“ segir
Matthías í lok VII . hluta bókar sinnar og
vík ur víða að samstarfi sínu og
kynnum af Bjarna Benediktssyni
ritstjóra og for sætis ráð herra
og viðhorfum hans . Ég hygg
að Matthías verði ekki skilinn
nema hafa þetta í huga – og
Njálu . Og um leið rennur upp
fyrir manni, að hann hlaut að
hefja ferð sína á þessum slóðum
í þjóðfélagsrýni sinni til þess að
hafa fast land undir fótum .
Matthías leggur upp í
krossferð, – eins og Jónas fór í
krossferð gegn rímunum . Hann
skírskotar til þess, sem Fjölnismenn sögðu,
að allir menn ættu að girnast fegurðina sjálfr -
ar hennar vegna, en þó sé ekki verra, að hún
sé „sameinuð nytsemdinni“ . Þess vegna sé
ekki einungis leyfilegt, heldur beinlínis æski -
legt að nota vatnsafl til að framleiða orku sem
„þúsund hendur megnuðu ekki áður“ . „Og
þeir tala um verksmiðjur með vel þóknun,“
segir Matthías . „Nytsemi gat þannig verið
fögur, ekki síður en „Gunnarshólmi“ . Hún
var „rödd tímans“ .“
Þessir þankar leiða huga Matthíasar að
eðli útrásarinnar eða inntaki hennar, og í
því ljósi skoðar hann afstöðu Fjölnismanna
til verslunar og viðskipta, – „en þeir boðuðu
hvorki innrás né útrás, heldur uppbygg ingu
í landinu sjálfu og þá ekki sízt land nýt-
ingu í þessum framtíðardraumum sín um“ .
Hann minnist ræðu Bjarna Bene dikts-
sonar á sjómannadaginn 1943, þar sem
hann vitnar máli sínu til stuðnings í Tóm as
Sæmundsson, – Fjölnismenn vildu ís lenska
kaupmannastétt, þar sem þeir væru að sínu
leyti hið sama í kaupstöðunum og bænd-
ur í sveitunum „undirstaða landsins vel-
megunar, því fé þeirra er kyrrt í landinu,
eykst þar og eyðist, og af þeim rótum
rennur sú kaupmannastétt, sem landinu er
áríðandi og mátt arstofn þjóðarinnar“ .
Þessi hugsun vaknar aftur og aftur og skýt-
ur sér niður í pistlum Matthí-
asar . Hann hefur trú á frjáls-
hyggju sem bæti kjör allra og
hafi hemil á óhófsömu misrétti .
Hann segist hafa þekkt marga
sem byrjuðu með tvær hendur
tómar, voru frumkvöðlar sem
bættu umhverfi sitt: „Og þeir
dreifðu peningunum sínum
meðal fólksins hér heima . En
þeir fluttu ekki afraksturinn
af vinnu fólksins til útlanda,
þar sem þeir gátu lifað eins og
plöntur í gróðurhúsi á kostnað
þeirra sem gerðu þá ríka .“
Og hann lætur ekki við það sitja: „Aldrei
hefðu gömlu karlarnir lánað ævintýra mönn-
um milljarðahundruð til að slá um sig í
innantómum tízkuheimi . Þeir hugsuðu um
annað en áhættu sem gæti komið þjóð inni
á kaldan klaka . Þeir höfðu torfbæjar menni-
ngu í blóðinu eins og henni er lýst í mál-
verk um Gunnlaugs Schevings .“
Og: „Með þetta í huga finnst mér vanta
kreppu svipinn á peningaaðalinn: Hann
ber þó, hvað sem öðru líður, ábyrgð á
hruninu .“
Og: „Þá upplifði ég það sem Gyðingar
sögðu í Rómaveldi hinu forna, að peningar
lykta!“
Skáldið í Matthíasi gerir ádeiluna beitta
og heldur henni vakandi, svo að lesturinn
verð ur beinlínis spennandi! Og það sem
meira er: Stundum ýtir skáldið krossfaran-
um út af sviðinu og tekur orðið . Þeir kaflar
eru að sumu leyti bestir og ávallt eftirtektar-
verðir .
Draumar og tákn, – það eru merkilegir