Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 82

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 82
80 Þjóðmál VETUR 2010 og af blaðamönnum Hearst-klíkunnar, sem stjórnuðu gulu pressunni í Bandaríkjun um . Og svarar sér sjálfur: „Nei, það er verra, ef eitthvað er, að vera háður eigendum (Murdochum) en pólitíkusum . Sumir stjórn málaflokkar og talsmenn þeirra hafa þó einhverjar hugsjónir, en eigendur snúast kringum peningana sína og hagsmuni (og reyna, ef því er að skipta, að koma höggi á þá sem voga sér að fara gegn þeim) . Gullkálfurinn (eins og The Sun), hann er þeirra hugsjón . Þeirra vanþóknun, ef því er að skipta, þeirra velþóknun . Matthías er ekki í vafa um, að yfirþyrmandi eignaraðild Baugs að fjölmiðlunum hafi breytt samfélaginu til hins verra . Gegn meng un hugarfarsins séu fá góð ráð, því að rógurinn lifi ekki án endurtekninga . Hann vitnar í Morgunblaðsgrein, þar sem skáldið Einar Már talar um að auð- mennirnir í Baugsgroup hafi kennt Davíð Odsssyni um fjármálakreppuna og óspart notað fjölmiðla sína til þess . – „Þessa fáránlegu gremju hafa jafnaðarmenn, til dæmis leiðtogi þeirra Ingibjörg Sólrún, étið eftir auðmönnunum sem tala um fjöl- skylduofsóknir þegar reynt hefur verið að taka á afbrotum þeirra og siðleysi,“ segir í grein Einars Más, en síðan talar hann um að „ýmsir listamenn hafa gerst hirðskáld þeirra“ . Þegar hér er komið sögu hverfur Matthías til Bessastaða . Þar voru engir meiri aufúsugestir en útrásarvíkingarnir, – væringjar hins nýja tíma . Og hann bætir við: „Fjölmiðlafrumvarpið og örlög þess voru liður í þeim háskalega leik sem leiddi til þess að húsið brann og eftir standa þær brunarúsir sem nú blasa við .“ Matthías horfir til ævistarfs síns, segir, að hann hafi verið í fastri vinnu nærfellt í hálfa öld, sinn eigin herra og frjáls af öllum nema sjálfum sér . Vinátta og gagnkvæmt traust geti ráðið úrslitum um samband ritstjóra við eigendur fjölmiðilsins, ef þeir: . . . gera sér einhverja grein fyrir þanþoli góðrar blaða mennsku . Slíkir eigendur eru sjaldséðir, en ég átti í ritstjóratíð minni því láni að fagna að njóta þroska þeirra . Þeir voru á móti kommún isma eins og ég og þeir vildu fá sinn arð . Það var allt og sumt! Ég hygg, að við blaðamenn á Morgunblað­ inu á tíma Matthíasar höfum aldrei verið í vafa um, hver átti síðasta orðið um rit- stjórnarstefnu þess! Vinirnir Matthías og Styrmir hafa aldrei getað sætt sig við að kvótakerfi sé nauðsynlegt til að takmarka sóknina á fiskimiðin . Þó hefur það gefist vel, sérstaklega eftir að viðskiptin með kvótann voru gefin frjáls . Smám saman hefur tekist að gera sóknina sjálfbæra, betur er farið með hráefnið en áður og tekjur þjóðarbúsins af sjávarútvegi eru vaxandi, enda hefur sú atvinnugrein verið rekin á heilbrigðum grundvelli . Guði sé lof! Auðvitað er gaman að gleyma sér yfir þeim gömlu og góðu dögum, þegar sóknin var frjáls og gæla við „hugmyndir trillukarlsins um kvótalaust frelsi og sjálfsbjargarviðleitni hörku og vonar“ . En við getum ekki snúið tímahjólinu til baka, sem betur fer . Karlar eins og Jóhann gamli á Grenivík og Toggi Mara á Húsavík eru horfnir og Sigurður Þ . er ekki lengur kaupmaðurinn á horni Lauga vegar og Vitastígs . Það er athyglisvert að lesa það, sem Matth- ías hefur að segja um umsókn Ís lands að Evrópu samb andinu . Hann vísar í við horf og samtöl sín við Bjarna Benedikts son fors- ætis ráðherra í bók sinni Félaga orði og er gagn legt að rifja það upp til fyllri skilnings á skrif um Matthíasar nú . Ég staldra við árin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.