Þjóðmál - 01.12.2010, Side 86
84 Þjóðmál VETUR 2010
Fram sóknarflokksins . Ólafur Jóhannesson
kallaði hann „kraftaverkamann“ vegna þess
hvaða tök hann hafði á fjármálum flokksins .
Þá var Kristinn formaður fulltrúaráðs
framsóknarmanna í Reykjavík .
Hart var barist um yfirráð á Tímanum og
segir Elías Snæland að blaðinu hafa verið
beitt purkunarlaust í þágu ráðandi afla
og þar með gegn Ólafi Ragnari og Baldri .
Þeir héldu þó jafnan SUF-síðunni og nýttu
sér hana til að koma skoðunum sínum til
áskrifenda blaðsins .
Ég starfaði á Morgunblaðinu með námi á
sjöunda áratugnum . Ef forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins hefðu hlutast til um innri
málefni Morgunblaðsins á þann veg sem
stjórnendur Framsóknarflokksins gerðu
á Tímanum hefði orðið uppreisn meðal
starfs manna Morgunblaðsins . Að líta þannig
á að Morgunblaðið hafi verið flokksblað á
sama hátt og Tíminn var er fráleitt, þar var
himinn og haf á milli .
Fyrir þingkosningarnar 1971 áttu Ólafur
Ragnar og félagar langar viðræður við
Hannibal og Björn Jónsson um samstarf .
Ólafu Jóhannesson snerist hart gegn þeim og
sagði þær „mistök“ . Þær væru taflmennska
af hálfu Hannibalista og „tilraun til að slá
ryki í augu saklausra manna .“
Elías Snæland segir:
Við sem vorum í forystu ungra Fram sókn-
armanna fögnuðum mjög úrslitum þing-
kosninganna [1971] þrátt fyrir að Fram-
sóknarflokkurinn hefði tapað nokkru fylgi .
Þar kom tvennt til . Í fyrsta lagi var
ríkis stjórn íhaldsaflanna loksins fallin .
Í öðru lagi höfðu Samtök frjálslyndra
og vinstri manna fengið oddaaðstöðu í
vænt anlegum viðræðum um myndun
nýrrar ríkisstjórnar, en þau höfðu skuld-
bundið sig til samráðs við SUF um
stjórn arsamstarf að kosningum loknum .
Við höfðum þar af leiðandi aðstöðu á
tvennum vígstöðvum til að knýja á um
myndun vinstri stjórnar . (Bls . 176 .)
Í þessum orðum birtist vel hve einkenni-
lega og raunar óeðlilega stöðu forystumenn
SUF, það er að segja vinstri arms ungra
manna innan Framsóknarflokksins, töldu
sig hafa á þessum tíma . Þeir ættu raunar
ítök í tveimur stjórnmálaflokkum en gætu
gert sig gildandi í öðrum þeirra, Fram-
sóknarflokknum, í krafti flokksreglna .
Ólafur Jóhannesson, flokksformaður,
sætti sig að sjálfsögðu illa við þessa stöðu
og lá ekki á þeirri skoðun sinni . Eysteinn
Jóns son vildi halda góðu sambandi við Ólaf
Ragnar og félaga en hann lét þó hagsmuni
Fram sóknarflokksins alltaf ráða að lokum og
sætti sig ekki við sameiningarbrölt þeirra .
Liðsmenn Ólafs Jóhannessonar létu til
skarar skríða gegn vinstri arminum á vett-
vangi Framsóknarflokksins eftir þing kosn-
ingarnar 1971 með því að ná völdum í Félagi
ungra framsóknarmanna (FUF) í Reykja vík
og í fulltrúaráði flokksins í höfuðborg inni
og stofna til átaka innan SUF .
Elías Snæland telur að í öllum tilvikum
þar sem hann og menn hans urðu að lúta í
lægra haldi hafi andstæðingar þeirra innan
flokksins stundað blekkingar ef þeir brutu
ekki leikreglur . Hann birtir langa kafla úr
skýrslum og greinargerðum sem skrifaðar
voru um átökin innan flokksins . Rann sókn-
arnefndir voru skipaðar og þátttak end ur í
átökunum lýstu þeim í blaðagreinum .
Á sama tíma og allt lék á reiðiskjálfi
innan flokksins vegna átaka um menn var
einnig deilt hart um málefni . Þótt vinstri
stjórn Ólafs Jóhannessonar hefði brottför
varnarliðsins á stefnuskrá sinni töldu þeir
félagar í andstæðingahópi forsætisráðherra
að hann mundi plata þá og fara á svig við
eigin stjórnarsáttmála .
Myndin, sem Elías Snæland dregur af um-
ræðum og afstöðu í forystusveit fram sókn-