Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 87

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 87
 Þjóðmál VETUR 2010 85 ar manna til varnarmálanna endur speglar ágrein ing og ráðleysi, þar sem afstaða banda ríska sendiherrans vegur þungt að lok um gagnvart Einari Ágústssyni, utan- ríkis ráðherra . Ríkis stjórn Ólafs valdi þá leið í utan- ríkismálum að vinna fyrst að útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómílur árið 1972 og lauk deilum vegna hennar með samningi við Breta haustið 1973 . Við svo búið sneri hún sér að því að framkvæma stefnu sína í varnarmálum, enda bjuggu framsóknarmenn við hótun um stjórnarslit frá Alþýðubandalaginu, ef þeir tækju ekki á sig rögg í hermálinu, svonefnda . Ólafur Jóhannesson hélt endurskoðun varn arsamningsins og tillögugerð um hana hjá sér og hópi nokkurra þingmanna Fram sóknarflokksins . Innan þröngs hóps unnu forystumenn Framsóknarflokksins að því að móta tillögur til umræðna á vett- vangi ríkisstjórnarinnar . Ólafi Ragnari mis líkaði að fá ekki að vita um efni þessara tillaga, hvorki við smíði þeirra né eftir framlagningu í ríkisstjórn . Hann hélt því til fundar við alþýðubandalagsmanninn Magn ús Kjartansson, iðnaðarráðherra, 10 . janúar 1974 sem sagði honum frá hugmyndum Einars Ágústssonar, utan- ríkis ráð herra . Elías Snæland fór síðan með Ólafi Ragn- ari á fund Magnúsar í iðnaðarráðuneytinu 15 . janúar 1974, en fundurinn var haldinn að frumkvæði Magnúsar . Kynnti hann þeim samþykkt miðstjórnar og þingflokks Alþýðubandalagsins um endurskoðun varnar samningsins, sem hann hafði lesið í ríkis stjórn þá um morguninn . Þeir félagar notuðu SUF-síðuna í Tím­ anum til að kvarta undan leyndinni í varn- armálunum og sögðu: Almenningur hefur ekki haft aðstöðu til að fylgjast með því, sem gert hefur verið . Þetta er öllum þeim sem berjast fyrir opnum þjóðmálaumræðum mikil vonbrigði, ekki síst þar sem ekki verður séð að meginatriði hermálsins séu þess eðlis að nauðsyn beri til að fela þau bak við múr þagnar og leyndar . (Bls . 355 .) Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sprakk vegna ágreinings um efnahagsmál, eftir að Ólafur hafði sett Birni Jónssyni, sem lá á sóttarsæng, skilyrði, sem Björn taldi óvið- unandi úrslitakosti . Eftir kosningar settist Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn með Sjálf stæðisflokknum undir forsæti Geirs Hall grímssonar . Ólafur Ragnar og félagar gengu til liðs við Samtök frjálslyndra og vinstri manna fyrir kosningarnar 1974, en þá yfirgáfu Hannibal og Björn Jónsson flokkinn sem þeir stofnuðu . Magnús Torfi Ólafsson og Karvel Pálmason sátu eftir með leifar flokks- ins . Hann leið undir lok 1976 og Möðru- vallahreyfingin með honum . Hreyfingin dró nafn af húsnæði raun- greinadeildar í Menntaskólanum á Akureyri, þar sem hópur manna innan SUF og ýmsir eldri framsóknarmenn hittust 26 . ágúst 1973 . Tryggvi Gíslason, skólameistari, stóð í þeirri trú, að Ólafur Ragnar, sem þá var orðinn prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ætlaði að halda fund með samstarfsmönnum sínum í háskólanum . Hafði Tryggvi nokkrar áhyggjur þegar hann áttaði sig á því að um pólitískan fund var að ræða, „þótt ekki yrðu af því nein eftirmál,“ eins og Elías Snæland segir . Eftirmálin urðu vissulega engin fyrir skólameistarann en Elíasi Snædal þótti fundurinn þó nógu merkilegur til að skrifa þessa löngu bók . Hún er í raun einskonar skýrsla með vísi að palladómum um ýmsa, sem koma við sögu . Ógrynni af nöfnum eru í bókinni . Eru þau til marks um nákvæmni höfundar og alúð hans við að miðla sem mestum fróðleik . Nöfnin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.