Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 88

Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 88
86 Þjóðmál VETUR 2010 skipta auk þess máli til að átta sig á því, hvernig menn skiptust í fylkingar innan Framsóknarflokksins á þessum tíma og hvaða leið þeir hafa valið sér síðan . Af bókinni má ráða, að Elías Snæland býr yfir miklum heimildum um þennan þátt í stjórnmálasögunni . Bókin er lipurlega rituð, enda er höfundur þaulvanur blaðamaður auk þess sem hann hefur ritað fjölmargar bækur og skrifað leikrit . Hún er skreytt ljósmyndum og fyrirsögnum úr blöðum á fréttum sem snerta efnið . Í viðauka eru birt nöfn einstaklinga undir fyrirsögninni: Forystusveitin og er Möðruvellinga þar getið ásamt stuttu æviágripi . Heimildaskrá og nafnaskrá fylgja bókinni auk tabulu gratulatoriu . Umbrot bókarinnar og útlit sýnir að gætt hefur verið sparnaðar . Í bókinni birtir Elías Snæland langa orðrétta texta sem gefur bók sem þessari aukið vægi . Endursögn textanna hefði dreg- ið úr gildi þeirra fyrir þá sem vilja nota bók- ina til frekari athugana á stjórnmála sögunni . Fyrir þá sem ætla að rita um stjórnmál þessa tíma verður erfitt að ganga fram hjá þessari bók, einkum ef athyglin beinist að vinstri flokkunum eða sögu vinstri stjórna í ætt við þá, sem nú situr í landinu . Hún er nákvæm heimild um misheppnaða uppreisn innan Framsóknarflokksins . Elías Snædal er ekki óhlutdrægur í frá sögn sinni, enda var hann sjálfur virkur þátttak- andi í átökunum sem hann lýsir . Reynsla hans af þeim var á þann veg að hann ákvað að helga sig blaðamennsku og ritstörf- um eftir upplausn Möðruvallahreyfingar- innar . Honum liggur fremur kalt orð til Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Þó sérstaklega til þeirra sem hann telur hafa matað Morgunblaðið á fréttum um átök innan Framsóknarflokksins sjálfum sér til framdráttar eða skoðunum sínum . Bókin fjallar um menn og málefni sem vöktu sérstakan áhuga hjá mér . Ég tók þátt í stjórnmálastarfi á þessum tíma og skrifaði um stjórnmál í blöð, einkum varnar- og öryggismál . Frásögn Elíasar Snælands staðfestir enn frekar þá skoðun, að ekkert mat á öryggismálum lá að baki ákvörðun ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar um að endurskoða varnarsamninginn . Málefnið var sett á dagskrá ríkisstjórnarinnar til að tryggja aðild Alþýðubandalagsins að henni og stuðning vinstri arms Framsóknar flokks- ins . Ólafur Ragnar og félagar litu á varnarmálin sem ágætt vopn til að efla óvild í garð sjálfstæðismanna og sameina vinstri menn á bakvið eitthvað eitt stefnumál . Andstaðan við varnarliðið og baráttan gegn aðild Íslands að NATO byggðist á upphrópunum, svikabrigslum og andúð á Bandaríkjunum . Mörgum þeirra sem koma við sögu í bók- inni hef ég kynnst í áranna rás . Kunn ingjar mínir meðal nafngreindra manna eru flestir úr hægri armi Framsóknarflokks ins, það er úr hópi þeirra, sem áttu aðild að samstarfi við sjálfstæðismenn og alþýðuflokksmenn undir merkjum Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs . Þetta voru helstu óvinir Elíasar Snælands og félaga hans . Hin síðari ár var Þorsteinn Geirsson, ráðu neytisstjóri, náinn samstarfsmaður minn í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og þróaðist samstarf okkar í vináttu . Þor steinn féll frá um aldur fram og er því ekki til frásagnar um efni bókar Elíasar Snælands . Hann kemur þar oftar en einu sinni við sögu í óvinaliði höfundar . Fráleitt er að skapgerð Þorsteins hafi verið á þann veg að hann hafi verið handbendi einhverra þvert á eigin ákvörðun og vilja . Hann var góðviljaður en fastur fyrir ef á þurfti að halda . Raun góður og lipur við úrlausn flókinna mála . Möðruvellingar gerðu áhlaup á Fram- sóknarflokkinn . Þeir sigldu inn í hug- myndafræðilegt tómarúm en náðu ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.