Þjóðmál - 01.12.2010, Side 89

Þjóðmál - 01.12.2010, Side 89
 Þjóðmál VETUR 2010 87 markmiði sínu vegna þess hve gírugir þeir voru til áhrifa og valda . Undir forystu Ólafs Jóhannessonar var tekið á móti þeim af festu og hafnað kröfunni um að flokkurinn hyrfi af miðjunni til vinstri . Eins og áður er sagt hefur verið blásið út fyrir öll hæfileg mörk að Ólafi Ragnari var vikið frá þáttagerð í RÚV . Hin langa bók Elíasar Snælands snýst að verulegu leyti um efni, sem skiptir í raun ekki miklu fyrir stjórnmálasögu landsins en veitir sýn inn í ákafar deilur innan Framsóknarflokksins, einkum meðal ungra kappsfullra manna . Ýmsir Möðruvellingar hafa lagt sig fram um að halda minningunni um hrakfarir sínar á vettvangi Framsóknarflokksins á lífi í þeim tilgangi að snúa þeim sér í vil . Ekki er ólíklegt að það sé tilgangur þessarar bókar . Þegar grannt er skoðað leiðir hún hins vegar í ljós að Möðruvallahreyfingin hefur í raun yfir ótrúlega litlu að miklast . Fróðleg heimild um Baugsmálið Sölvi Tryggvason: Jónína Ben. Sena, Reykjavík 2010, 294 bls . Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson Í bókinni Jónínu Ben skrásetur Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður ævintýra lega sögu umdeildrar athafnakonu . Hún fæddist á Akureyri 26 . mars 1957, en ólst upp á Húsavík . Hún var aðeins unglingur, þegar hún gekk í Bahaisöfnuðinn, en þar kynntist hún Sveini Eyjólfi Magnússyni, sem var fimm árum eldri . Þau gengu í hjónaband, þegar Jónína var aðeins sautján ára að aldri, og héldu til náms í Kanada . Þar lærði Jónína íþróttafræði og starfaði í líkamsræktarstöð . Þau Sveinn skildu, en Jónína sneri aftur til Íslands snemma á níunda áratug . Giftist hún Stefáni Einari Matthíassyni lækni og eignaðist með honum þrjú börn . Einnig stofnaði hún ásamt Ágústu Johnson „Stúdíó Jónínu og Ágústu“, sem varð vinsælt . Hún fór ásamt manni sínum til Svíþjóðar 1989, rak þar líkamsræktarstöð og seldi hana með miklum hagnaði, þegar hún kom heim með manni sínum 1997 . Þá stofnaði hún Planet Pulse á Hótel Esju . Einn viðskiptavinur Jónínu í Planet Pulse var Jóhannes Jónsson, þá kenndur við Bónus, síðar við Baug . Hann var sautján árum eldri . Skildu þau Jónína bæði við maka sína og hófu sambúð . Næstu árin fjárfesti Jónína óspart í líkamsræktarstöðvum, sem urðu loks fimm talsins, en lenti í miklum fjárhagserfiðleikum . Hún segir hreinskilnislega frá því í bók sinni, að þau Jóhannes hafi þessi ár neytt meira áfengis en góðu hófi gegndi . Fyrirtæki Jóhannesar og sonar hans, Jóns Ásgeirs, Baugur, gekk hins vegar vel og óx hratt, og heyrði Jónína lögð á ráðin heima hjá sér um yfirtöku ýmissa fyrirtækja á laun, þar á meðal Skeljungs og Tryggingamiðstöðvarinnar, en þau ætluðu feðgarnir að nota til þess að ná yfirráðum yfir Íslandsbanka . Upp úr sambandi þeirra Jóhannesar var þó að slitna vegna framhjáhalds Jóhannesar veturinn 2001–2002, þegar margt gerðist í einu . Fjárhagserfiðleikar Jónínu höfðu aukist, svo að gjaldþrot var framundan, en Baugsfeðgar reyndust ófúsir að aðstoða hana . Í nóvember 2001 fékk hún þá muni sína, sem hún hafði geymt á Akureyri, senda suður, og í janúar 2002 var úttektarkorti hennar í búðum Baugsfeðga lokað fyrirvaralaust . Fór síðasta samtal hennar við Jóhannes þá fram við kassann á Bónus, þar sem hún stóð með varning sinn og gat ekki greitt fyrir hann . Í sama mund lenti samstarfsmaður Baugsfeðga í Bandaríkjunum, Jón Gerald Sullenberger, í deilu við þá um uppgjör á skuldum vegna

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.