Þjóðmál - 01.12.2010, Qupperneq 89

Þjóðmál - 01.12.2010, Qupperneq 89
 Þjóðmál VETUR 2010 87 markmiði sínu vegna þess hve gírugir þeir voru til áhrifa og valda . Undir forystu Ólafs Jóhannessonar var tekið á móti þeim af festu og hafnað kröfunni um að flokkurinn hyrfi af miðjunni til vinstri . Eins og áður er sagt hefur verið blásið út fyrir öll hæfileg mörk að Ólafi Ragnari var vikið frá þáttagerð í RÚV . Hin langa bók Elíasar Snælands snýst að verulegu leyti um efni, sem skiptir í raun ekki miklu fyrir stjórnmálasögu landsins en veitir sýn inn í ákafar deilur innan Framsóknarflokksins, einkum meðal ungra kappsfullra manna . Ýmsir Möðruvellingar hafa lagt sig fram um að halda minningunni um hrakfarir sínar á vettvangi Framsóknarflokksins á lífi í þeim tilgangi að snúa þeim sér í vil . Ekki er ólíklegt að það sé tilgangur þessarar bókar . Þegar grannt er skoðað leiðir hún hins vegar í ljós að Möðruvallahreyfingin hefur í raun yfir ótrúlega litlu að miklast . Fróðleg heimild um Baugsmálið Sölvi Tryggvason: Jónína Ben. Sena, Reykjavík 2010, 294 bls . Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson Í bókinni Jónínu Ben skrásetur Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður ævintýra lega sögu umdeildrar athafnakonu . Hún fæddist á Akureyri 26 . mars 1957, en ólst upp á Húsavík . Hún var aðeins unglingur, þegar hún gekk í Bahaisöfnuðinn, en þar kynntist hún Sveini Eyjólfi Magnússyni, sem var fimm árum eldri . Þau gengu í hjónaband, þegar Jónína var aðeins sautján ára að aldri, og héldu til náms í Kanada . Þar lærði Jónína íþróttafræði og starfaði í líkamsræktarstöð . Þau Sveinn skildu, en Jónína sneri aftur til Íslands snemma á níunda áratug . Giftist hún Stefáni Einari Matthíassyni lækni og eignaðist með honum þrjú börn . Einnig stofnaði hún ásamt Ágústu Johnson „Stúdíó Jónínu og Ágústu“, sem varð vinsælt . Hún fór ásamt manni sínum til Svíþjóðar 1989, rak þar líkamsræktarstöð og seldi hana með miklum hagnaði, þegar hún kom heim með manni sínum 1997 . Þá stofnaði hún Planet Pulse á Hótel Esju . Einn viðskiptavinur Jónínu í Planet Pulse var Jóhannes Jónsson, þá kenndur við Bónus, síðar við Baug . Hann var sautján árum eldri . Skildu þau Jónína bæði við maka sína og hófu sambúð . Næstu árin fjárfesti Jónína óspart í líkamsræktarstöðvum, sem urðu loks fimm talsins, en lenti í miklum fjárhagserfiðleikum . Hún segir hreinskilnislega frá því í bók sinni, að þau Jóhannes hafi þessi ár neytt meira áfengis en góðu hófi gegndi . Fyrirtæki Jóhannesar og sonar hans, Jóns Ásgeirs, Baugur, gekk hins vegar vel og óx hratt, og heyrði Jónína lögð á ráðin heima hjá sér um yfirtöku ýmissa fyrirtækja á laun, þar á meðal Skeljungs og Tryggingamiðstöðvarinnar, en þau ætluðu feðgarnir að nota til þess að ná yfirráðum yfir Íslandsbanka . Upp úr sambandi þeirra Jóhannesar var þó að slitna vegna framhjáhalds Jóhannesar veturinn 2001–2002, þegar margt gerðist í einu . Fjárhagserfiðleikar Jónínu höfðu aukist, svo að gjaldþrot var framundan, en Baugsfeðgar reyndust ófúsir að aðstoða hana . Í nóvember 2001 fékk hún þá muni sína, sem hún hafði geymt á Akureyri, senda suður, og í janúar 2002 var úttektarkorti hennar í búðum Baugsfeðga lokað fyrirvaralaust . Fór síðasta samtal hennar við Jóhannes þá fram við kassann á Bónus, þar sem hún stóð með varning sinn og gat ekki greitt fyrir hann . Í sama mund lenti samstarfsmaður Baugsfeðga í Bandaríkjunum, Jón Gerald Sullenberger, í deilu við þá um uppgjör á skuldum vegna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.